„Ætla að halda áfram að minna Hannes og stjórn KKÍ á þessa ömurlegu og röngu ákvörðun“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. mars 2020 16:44 Maté Dalmay, þjálfari Hamars, sagði stjórn KKÍ til syndanna í Sportinu í dag. mynd/stöð 2 Sport Máté Dalmay, þjálfari karlaliðs Hamars í körfubolta, er vægast sagt ósáttur við hvernig stjórn KKÍ ákvað að ljúka tímabilinu. Hann segir ákvörðunina slæma, illa rökstudda og hún hafi verið tekin í of miklum flýti. Í gær tilkynnti KKÍ að tímabilinu væri lokið vegna kórónuveirufaraldursins. Ákveðið var að neðstu liðin í Domino's deildum karla og kvenna féllu og liðin í efstu sætum 1. deildanna tækju sæti þeirra. Höttur fór upp í Domino's deild karla en Hamar, sem er í 2. sæti, sat eftir með sárt ennið. Hamar og Höttur áttu að mætast í Hveragerði á morgun í úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn og þar með öruggt sæti í Domino's deildinni á næsta tímabili. Aðeins tveimur stigum munaði á Hetti og Hamri. „Liðin áttu helmings möguleika á að fara beint upp. Þótt taflan sýni að annað liðið sé tveimur stigum á undan hinu áttu þau eftir að mætast. Og sigurvegarinn í þeim leik hefði farið upp,“ sagði Maté í samtali við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag. Langversta og ósanngjarnasta leiðin „Ég er ekki reiður yfir því að þetta hafi verið blásið af svona snemma. Það var ekki hægt að halda áfram. En við erum brjálaðir yfir því að þetta sé niðurstaðan og það sé ákveðið hvort liðið fari upp þegar það er úrslitaleikur eftir,“ sagði Maté og bætti við að leikurinn hefði getað farið fram á morgun þar sem allir leikmenn liðanna séu frískir. „Það er ein leið og ég er ekki að segja að það sé besta leiðin. En þetta sem var gert er klárlega langversta og ósanngjarnasta leiðin.“ Maté segir að Hamarsmenn hefðu viljað vera með í ráðum þegar ákvörðunin um að ljúka Íslandsmótinu var tekin. Og hann furðar sig á því hversu skamman tíma stjórn KKÍ tók sér til að ákveða þessi málalok. Bitnar bara á okkur og Grindavík kvenna „Mér finnst eðlilegt að taka sér svolítið langan tíma í svona ákvörðun. Ræða þetta fram og til baka og kasta hugmyndum á milli sín eins og allar deildir í heimi eru að gera. Það liggur ekkert á að taka þessa ákvörðun. Það eru sjö mánuðir í næsta tímabil. Mér finnst langeðlilegast ef formenn allra liða væru á þessum fundi og menn komist að niðurstöðu þar sem allir taka eitthvað högg á sig í staðinn fyrir að láta Grindavík kvenna og Hamar karla taka allt höggið á sig á meðan allir hinir eru grenjandi úr hlátri,“ sagði Maté. „Stundum er talað um að taka bestu verstu ákvörðunina. Þetta var versta versta ákvörðunin. Þetta er ekki eins og Hannes [S. Jónsson, formaður KKÍ] talaði um í fjölmiðlum, rosalega erfið og ósanngjörn ákvörðun. Þetta er ekki erfið eða ósanngjörn ákvörðun fyrir neinn. Það er enginn rökstuðningur á bak við þetta, engar útskýringar. Þetta bitnar ekkert á öllum. Þetta bitnar bara á okkur og Grindavík kvenna.“ Drullusama hver sefur hvernig Maté furðar sig á tali formanns KKÍ um að ákvörðunin sem tekin var í gær hafi verið svo erfið og fólk ætti að spara stóru orðin þegar það tjáði sig um hana. Hann sagði líka að hann væri búinn að sofa gríðarlega lítið síðustu daga. Sigmundur Davíð [Gunnlaugsson] sagði það líka eftir Wintris-málið. Mér er eiginlega drullusama hver sefur hvernig. Ég svaf ekkert í nótt. sagði Maté og hélt áfram: „Ég ætla ekki að spara nein stór orð. Þetta er bara röng ákvörðun. Þegar brotið er á þér hefurðu hátt.“ Hann segir að hann muni ekki gleyma þessari ákvörðun KKÍ í bráð og ætlar að halda áfram að tala um hana við liðið sitt og opinberlega. „Ég ætla að halda áfram að minna Hannes og stjórn KKÍ á þessa ömurlegu og röngu ákvörðun. Hún er illa rökstudd og útskýrð. Ég minni þau á þetta meðan ég er að þjálfa. Ég er 31 árs þannig að það eru kannski 50 ár í viðbót. Menn þurfa að lifa með því. Ég ætla ekki að gleyma þessu á næsta tímabili og taka í spaðann á mönnum þótt þessi sé vírus sé farinn,“ sagði Maté að lokum. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Þar má einnig sjá Henry Birgi og Kjartan Atla Kjartansson ræða ummæli Maté. Klippa: Sportið í dag: Þjálfari Hamars ósáttur við stjórn KKí Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hveragerði Sportið í dag Tengdar fréttir Hannes: Sparið stóru orðin „Í heildina skynja ég meiri ánægju,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í Sportinu í dag þegar hann var spurður hvernig formenn körfuknattleiksdeilda landsins hefðu tekið ákvörðun stjórnar KKÍ um lok tímabilsins. 18. mars 2020 20:00 Brjálaður út í KKÍ | Eins og að missa einhvern nákominn Óhætt er að segja að það falli í grýttan jarðveg hjá þjálfara Hamars hvernig stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur ákveðið að skilja við tímabilið 2019-20. 18. mars 2020 19:30 Formaður KKÍ: „Langerfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið“ Hannes S. Jónsson segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta. 18. mars 2020 15:40 Körfuboltatímabilið blásið af | Engir Íslandsmeistarar Ákveðið hefur verið að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta vegna kórónuveirufaraldursins. 18. mars 2020 14:02 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Enski boltinn Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn Adam Ægir á heimleið Íslenski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Skaut kúlunni í rassinn á starfsmanni Golf Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Sjá meira
Máté Dalmay, þjálfari karlaliðs Hamars í körfubolta, er vægast sagt ósáttur við hvernig stjórn KKÍ ákvað að ljúka tímabilinu. Hann segir ákvörðunina slæma, illa rökstudda og hún hafi verið tekin í of miklum flýti. Í gær tilkynnti KKÍ að tímabilinu væri lokið vegna kórónuveirufaraldursins. Ákveðið var að neðstu liðin í Domino's deildum karla og kvenna féllu og liðin í efstu sætum 1. deildanna tækju sæti þeirra. Höttur fór upp í Domino's deild karla en Hamar, sem er í 2. sæti, sat eftir með sárt ennið. Hamar og Höttur áttu að mætast í Hveragerði á morgun í úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn og þar með öruggt sæti í Domino's deildinni á næsta tímabili. Aðeins tveimur stigum munaði á Hetti og Hamri. „Liðin áttu helmings möguleika á að fara beint upp. Þótt taflan sýni að annað liðið sé tveimur stigum á undan hinu áttu þau eftir að mætast. Og sigurvegarinn í þeim leik hefði farið upp,“ sagði Maté í samtali við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag. Langversta og ósanngjarnasta leiðin „Ég er ekki reiður yfir því að þetta hafi verið blásið af svona snemma. Það var ekki hægt að halda áfram. En við erum brjálaðir yfir því að þetta sé niðurstaðan og það sé ákveðið hvort liðið fari upp þegar það er úrslitaleikur eftir,“ sagði Maté og bætti við að leikurinn hefði getað farið fram á morgun þar sem allir leikmenn liðanna séu frískir. „Það er ein leið og ég er ekki að segja að það sé besta leiðin. En þetta sem var gert er klárlega langversta og ósanngjarnasta leiðin.“ Maté segir að Hamarsmenn hefðu viljað vera með í ráðum þegar ákvörðunin um að ljúka Íslandsmótinu var tekin. Og hann furðar sig á því hversu skamman tíma stjórn KKÍ tók sér til að ákveða þessi málalok. Bitnar bara á okkur og Grindavík kvenna „Mér finnst eðlilegt að taka sér svolítið langan tíma í svona ákvörðun. Ræða þetta fram og til baka og kasta hugmyndum á milli sín eins og allar deildir í heimi eru að gera. Það liggur ekkert á að taka þessa ákvörðun. Það eru sjö mánuðir í næsta tímabil. Mér finnst langeðlilegast ef formenn allra liða væru á þessum fundi og menn komist að niðurstöðu þar sem allir taka eitthvað högg á sig í staðinn fyrir að láta Grindavík kvenna og Hamar karla taka allt höggið á sig á meðan allir hinir eru grenjandi úr hlátri,“ sagði Maté. „Stundum er talað um að taka bestu verstu ákvörðunina. Þetta var versta versta ákvörðunin. Þetta er ekki eins og Hannes [S. Jónsson, formaður KKÍ] talaði um í fjölmiðlum, rosalega erfið og ósanngjörn ákvörðun. Þetta er ekki erfið eða ósanngjörn ákvörðun fyrir neinn. Það er enginn rökstuðningur á bak við þetta, engar útskýringar. Þetta bitnar ekkert á öllum. Þetta bitnar bara á okkur og Grindavík kvenna.“ Drullusama hver sefur hvernig Maté furðar sig á tali formanns KKÍ um að ákvörðunin sem tekin var í gær hafi verið svo erfið og fólk ætti að spara stóru orðin þegar það tjáði sig um hana. Hann sagði líka að hann væri búinn að sofa gríðarlega lítið síðustu daga. Sigmundur Davíð [Gunnlaugsson] sagði það líka eftir Wintris-málið. Mér er eiginlega drullusama hver sefur hvernig. Ég svaf ekkert í nótt. sagði Maté og hélt áfram: „Ég ætla ekki að spara nein stór orð. Þetta er bara röng ákvörðun. Þegar brotið er á þér hefurðu hátt.“ Hann segir að hann muni ekki gleyma þessari ákvörðun KKÍ í bráð og ætlar að halda áfram að tala um hana við liðið sitt og opinberlega. „Ég ætla að halda áfram að minna Hannes og stjórn KKÍ á þessa ömurlegu og röngu ákvörðun. Hún er illa rökstudd og útskýrð. Ég minni þau á þetta meðan ég er að þjálfa. Ég er 31 árs þannig að það eru kannski 50 ár í viðbót. Menn þurfa að lifa með því. Ég ætla ekki að gleyma þessu á næsta tímabili og taka í spaðann á mönnum þótt þessi sé vírus sé farinn,“ sagði Maté að lokum. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Þar má einnig sjá Henry Birgi og Kjartan Atla Kjartansson ræða ummæli Maté. Klippa: Sportið í dag: Þjálfari Hamars ósáttur við stjórn KKí
Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hveragerði Sportið í dag Tengdar fréttir Hannes: Sparið stóru orðin „Í heildina skynja ég meiri ánægju,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í Sportinu í dag þegar hann var spurður hvernig formenn körfuknattleiksdeilda landsins hefðu tekið ákvörðun stjórnar KKÍ um lok tímabilsins. 18. mars 2020 20:00 Brjálaður út í KKÍ | Eins og að missa einhvern nákominn Óhætt er að segja að það falli í grýttan jarðveg hjá þjálfara Hamars hvernig stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur ákveðið að skilja við tímabilið 2019-20. 18. mars 2020 19:30 Formaður KKÍ: „Langerfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið“ Hannes S. Jónsson segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta. 18. mars 2020 15:40 Körfuboltatímabilið blásið af | Engir Íslandsmeistarar Ákveðið hefur verið að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta vegna kórónuveirufaraldursins. 18. mars 2020 14:02 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Enski boltinn Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn Adam Ægir á heimleið Íslenski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Skaut kúlunni í rassinn á starfsmanni Golf Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Sjá meira
Hannes: Sparið stóru orðin „Í heildina skynja ég meiri ánægju,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í Sportinu í dag þegar hann var spurður hvernig formenn körfuknattleiksdeilda landsins hefðu tekið ákvörðun stjórnar KKÍ um lok tímabilsins. 18. mars 2020 20:00
Brjálaður út í KKÍ | Eins og að missa einhvern nákominn Óhætt er að segja að það falli í grýttan jarðveg hjá þjálfara Hamars hvernig stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur ákveðið að skilja við tímabilið 2019-20. 18. mars 2020 19:30
Formaður KKÍ: „Langerfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið“ Hannes S. Jónsson segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta. 18. mars 2020 15:40
Körfuboltatímabilið blásið af | Engir Íslandsmeistarar Ákveðið hefur verið að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta vegna kórónuveirufaraldursins. 18. mars 2020 14:02
Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti
Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik
Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti