Viaplay fer í loftið á Íslandi 1. apríl Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. mars 2020 08:31 Stilla úr þáttaröðinni Love Me, sem Viaplay framleiðir. Sverrir Guðnason er meðal leikara. Viaplay Norræna efnisveitan Viaplay verður aðgengileg á Íslandi frá og með 1. apríl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nordic Entertainment Group (NENT Group), eiganda Viaplay. Viaplay-pakki með þáttaröðum og kvikmyndum mun kosta 599 krónur á mánuði. Það helsta sem Íslendingum stendur til boða við opnunina er eftirfarandi: Sérframleitt: ‘Love Me’, ‘Those Who Kill’, ‘Wisting’, ‘Box 21’, ‘Face to Face’, ‘ALEX’, ‘Rig 45’, ‘The Art of Living’, ‘Black Lake’, ‘Hidden’, ‘Conspiracy of Silence’, ‘The Inner Circle’, ‘Four Hands Menu’ og margt fleira. Kvikmyndir og þáttaraðir: ‘Borg vs. McEnroe’, ‘The Purity of Vengeance’, ‘Easy Money’, ‘Badehotellet’, ‘The Restaurant’, ‘Greyzone’, ‘Jordskott’, ‘Grey’s Anatomy’ og margt fleira. Viðskiptavinir geta einnig leigt eða keypt nýjustu Hollywoodmyndirnar og norrænu metsölumyndirnar í Viaplay-versluninni. Barnaefni: ‘Fixi in Playland’, ‘Mia’s Magic Playground’, ‘Paw Patrol’, ‘Dora the Explorer’, ‘SpongeBob SquarePants’ og fleira. Á næstu mánuðum verður smám saman bætt við efni á Viaplay.is, sem frá og með 1. apríl verður þannig fáanlegt á öllum Norðurlöndunum. Sjá einnig: Viaplay hirðir enska boltann af TV2 Að auki hefur NENT Group tryggt sér íslenskan sýningarrétt á mörgum íþróttaviðburðum- og keppnum; Formúlu 1-kappakstrinum, þýskum handbolta og fótbolta (Bundesliga), WTA í tennis, ameríska hafnaboltanum (Major League Baseball) og mörgu fleiru. Meirihluta þessara viðburða hefur verið frestað tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins og munu því bætast við síðar. Viaplay boðaði síðastliðið haust að Íslendingar gætu gerst áskrifendur að norrænu streymisveitunni á fyrri hluta þessa árs. Viaplay hefur jafnframt öðlast sýningarréttinn að ensku úrvalsdeildinni í Noregi, Finnlandi, Svíþjóð og Danmörku árin 2022 til 2028. Fastlega er gert ráð fyrir að Viaplay muni bjóða í sýningarréttinn að bæði ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu þegar sýningarréttur Símans og Sýnar á deildunum rennur út; árin 2022 og 2021. Bíó og sjónvarp Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Norræna efnisveitan Viaplay verður aðgengileg á Íslandi frá og með 1. apríl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nordic Entertainment Group (NENT Group), eiganda Viaplay. Viaplay-pakki með þáttaröðum og kvikmyndum mun kosta 599 krónur á mánuði. Það helsta sem Íslendingum stendur til boða við opnunina er eftirfarandi: Sérframleitt: ‘Love Me’, ‘Those Who Kill’, ‘Wisting’, ‘Box 21’, ‘Face to Face’, ‘ALEX’, ‘Rig 45’, ‘The Art of Living’, ‘Black Lake’, ‘Hidden’, ‘Conspiracy of Silence’, ‘The Inner Circle’, ‘Four Hands Menu’ og margt fleira. Kvikmyndir og þáttaraðir: ‘Borg vs. McEnroe’, ‘The Purity of Vengeance’, ‘Easy Money’, ‘Badehotellet’, ‘The Restaurant’, ‘Greyzone’, ‘Jordskott’, ‘Grey’s Anatomy’ og margt fleira. Viðskiptavinir geta einnig leigt eða keypt nýjustu Hollywoodmyndirnar og norrænu metsölumyndirnar í Viaplay-versluninni. Barnaefni: ‘Fixi in Playland’, ‘Mia’s Magic Playground’, ‘Paw Patrol’, ‘Dora the Explorer’, ‘SpongeBob SquarePants’ og fleira. Á næstu mánuðum verður smám saman bætt við efni á Viaplay.is, sem frá og með 1. apríl verður þannig fáanlegt á öllum Norðurlöndunum. Sjá einnig: Viaplay hirðir enska boltann af TV2 Að auki hefur NENT Group tryggt sér íslenskan sýningarrétt á mörgum íþróttaviðburðum- og keppnum; Formúlu 1-kappakstrinum, þýskum handbolta og fótbolta (Bundesliga), WTA í tennis, ameríska hafnaboltanum (Major League Baseball) og mörgu fleiru. Meirihluta þessara viðburða hefur verið frestað tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins og munu því bætast við síðar. Viaplay boðaði síðastliðið haust að Íslendingar gætu gerst áskrifendur að norrænu streymisveitunni á fyrri hluta þessa árs. Viaplay hefur jafnframt öðlast sýningarréttinn að ensku úrvalsdeildinni í Noregi, Finnlandi, Svíþjóð og Danmörku árin 2022 til 2028. Fastlega er gert ráð fyrir að Viaplay muni bjóða í sýningarréttinn að bæði ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu þegar sýningarréttur Símans og Sýnar á deildunum rennur út; árin 2022 og 2021.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira