131 missir vinnuna hjá Airport Associates Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. apríl 2020 11:25 Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates, sem þjónustar flugvélar á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Airport Associates, sem veitir flugafgreiðsluþjónustu á Keflavíkurflugvelli, sagði upp 131 starfsmanni í dag. 53 starfsmenn eru eftir hjá fyrirtækinu og segir forstjórinn að fyrirtækið þurfi áfram að afgreiða flugvélar þótt umferð sé mjög lítil. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að til aðgerðanna sé gripið vegna áhrifa af Covid-19 heimsfaraldrinum sem hefur haft þau áhrif að nær öll flugumferð í heiminum hefur stöðvast og óvíst hvenær flugsamgöngur komast í samt lag. Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri fyrirtækisins, segir verkefni nú aðallega snúa að fraktflugvélum auk reksturs skrifstofu þar sem unnar eru hleðsluskár fyrir flugfélögin svo eitthvað sé nefnt. Þá geti komið vélar í millilendingu þótt þær séu ekki með farþega. Óhætt er að segja að starfsöryggi hafi verið lítið undanfarin tvö ár hjá fyrirtækinu sem þjónustaði WOW air áður en fyrirtækið fór á hausinn. Þurfti fyrirtækið að ráðast í fjölmennar uppsagnir vegna erfiðleika WOW air sem lauk með gjaldþroti. Sigþór segir starfsmenn vera með þriggja mánaða uppsagnarfrest og mæti áfram til vinnu næstu mánuðina. Hann er sannfærður um að fyrirtækið komist í gegnum þennan skafl. Það byggi á sterkum stoðum og hafi verið lengi í rekstri. Þá muni verulega um aðstoð ríkisins en stjórnvöld greiða 85 prósent af launum á uppsagnarfrestinum eins og kynnt var á blaðamannafundi á þriðjudaginn. Airport Associates þjónustar um tuttugu flugfélög á Keflavíkurflugvelli. Meðal viðskiptavina eru easyJet, Wizz Air, Delta Airlines, Bluebird, Nordic, British Airways, Norwegian, American Airlines og Air Canada, Neos, Jet2.com, Tui, S7, Air Baltic, Vueling og Transavia. Fyrirtækið harmar að þurfa að grípa til svo róttækra aðgerða en vonast til að geta endurráðið í störfin svo fljótt sem kostur er. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Airport Associates, sem veitir flugafgreiðsluþjónustu á Keflavíkurflugvelli, sagði upp 131 starfsmanni í dag. 53 starfsmenn eru eftir hjá fyrirtækinu og segir forstjórinn að fyrirtækið þurfi áfram að afgreiða flugvélar þótt umferð sé mjög lítil. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að til aðgerðanna sé gripið vegna áhrifa af Covid-19 heimsfaraldrinum sem hefur haft þau áhrif að nær öll flugumferð í heiminum hefur stöðvast og óvíst hvenær flugsamgöngur komast í samt lag. Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri fyrirtækisins, segir verkefni nú aðallega snúa að fraktflugvélum auk reksturs skrifstofu þar sem unnar eru hleðsluskár fyrir flugfélögin svo eitthvað sé nefnt. Þá geti komið vélar í millilendingu þótt þær séu ekki með farþega. Óhætt er að segja að starfsöryggi hafi verið lítið undanfarin tvö ár hjá fyrirtækinu sem þjónustaði WOW air áður en fyrirtækið fór á hausinn. Þurfti fyrirtækið að ráðast í fjölmennar uppsagnir vegna erfiðleika WOW air sem lauk með gjaldþroti. Sigþór segir starfsmenn vera með þriggja mánaða uppsagnarfrest og mæti áfram til vinnu næstu mánuðina. Hann er sannfærður um að fyrirtækið komist í gegnum þennan skafl. Það byggi á sterkum stoðum og hafi verið lengi í rekstri. Þá muni verulega um aðstoð ríkisins en stjórnvöld greiða 85 prósent af launum á uppsagnarfrestinum eins og kynnt var á blaðamannafundi á þriðjudaginn. Airport Associates þjónustar um tuttugu flugfélög á Keflavíkurflugvelli. Meðal viðskiptavina eru easyJet, Wizz Air, Delta Airlines, Bluebird, Nordic, British Airways, Norwegian, American Airlines og Air Canada, Neos, Jet2.com, Tui, S7, Air Baltic, Vueling og Transavia. Fyrirtækið harmar að þurfa að grípa til svo róttækra aðgerða en vonast til að geta endurráðið í störfin svo fljótt sem kostur er.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira