Mestar breytingar hjá Njarðvík og Haukum og nýr þjálfari á Akureyri Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. janúar 2021 10:30 Valur og Stjarnan þykja hvað líklegust til afreka í Domino's deild karla. Þau mættust í 1. umferð deildarinnar í byrjun október þar sem Stjörnumenn unnu fimm stiga sigur, 86-91. vísir/vilhelm Keppni í Domino's deild karla hefst á ný í kvöld, 101 dag eftir að síðasti leikurinn í deildinni fór fram. Ekki hefur verið keppt í Domino's deildinni síðan Keflavík vann Þór á Akureyri, 74-94, 6. október á síðasta ári. Skömmu síðar tók æfinga- og keppnisbann vegna kórónuveirunnar gildi. Leikmenn fengu grænt ljós á að æfa saman í hópum í desember og í síðustu viku var tilkynnt að keppnisbanni yrði aflétt 13. janúar. Fjórir leikir fóru fram í Domino's deild kvenna í gær. Karladeildin hefst svo í dag með fjórum leikjum. Annarri umferð Domino's deildar karla lýkur svo með tveimur leikjum annað kvöld. Fjórir af sex leikjum í 2. umferðinni verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. Domino's tilþrifin verða á dagskrá klukkan 22:10 í kvöld og Domino's Körfuboltakvöld klukkan 22:00 annað kvöld. Leikirnir í 2. umferð Domino's deildar karla Fimmtudagur 14. janúar Kl. 18:15 Stjarnan - Höttur, sýndur á Stöð 2 Sport Kl. 19:15 KR - Tindastóll Kl. 19:15 Njarðvík - Haukar Kl. 20:15 ÍR - Valur, sýndur á Stöð 2 Sport Föstudagur 15. janúar Kl. 18:15 Grindavík - Þór Ak., sýndur á Stöð 2 Sport Kl. 20:15 Keflavík - Þór Þ., sýndur á Stöð 2 Sport Nokkrar breytingar hafa orðið á leikmannahópum liðanna á þeim rúmu þremur mánuðum síðan síðast var keppt í Domino's deild karla. Þá skipti Þór Ak. um þjálfara. Andy Johnston var látinn fara og við starfi hans tók Bjarki Ármann Oddsson. Hann stýrir Þórsurum í fyrsta sinn þegar þeir sækja Grindvíkinga heim annað kvöld. Bjarka bíður erfitt verkefni en Þórsurum var spáð falli úr Domino's deildinni. Bjarki Ármann Oddsson er nýr þjálfari Þórs á Akureyri. Mestar breytingar hafa orðið hjá Njarðvík og Haukum. Zvonko Buljan og Ryan Montgomery eru horfnir á braut hjá Njarðvík og þá fór Jón Arnór Sverrisson til Breiðabliks í 1. deildinni. Njarðvíkingar sóttu hins vegar Antonio Hester sem þekkir vel til hér á landi eftir tíma sinn hjá Tindastóli. Hester varð bikarmeistari með Stólunum 2018 og fór með liðinu í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Á seinna tímabili sínu með Tindastóli var Hester með 20,3 stig og 8,6 fráköst að meðaltali í leik. Kári Jónsson er farinn frá Haukum.vísir/bára Haukar misstu ansi stóran spón úr aski sínum þegar Kári Jónsson samdi við Girona á Spáni. Í staðinn fengu þeir Grindvíkinginn Ingva Þór Guðmundsson frá Þýskalandi. Haukar sóttu einnig tvo erlenda leikmenn, Brian Fitzpatrick og Earvin Morris, en misstu einn, Shane Osayande. Grindavík varð fyrir mikilli blóðtöku þegar landsliðsmaðurinn Sigtryggur Arnar Björnsson samdi við Real Canoe á Spáni. Grindvíkingar ætla að fá leikmann í hans stað en hafa ekki enn fundið hann. Íslandsmeistarar KR hafa fengið stigakóng sænsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili, Ty Sabin, og Robert Stumbris og Ante Gospic eru farnir eftir að hafa aðeins spilað einn leik með Vesturbæjarliðinu. Valur hnyklaði vöðvana á félagaskiptamarkaðnum í sumar með því að ná í KR-ingana Jón Arnór Stefánsson og Kristófer Acox og að sjálfsögðu þjálfarann Finn Frey Stefánsson. Valsmenn hafa nú bætt við sig portúgölskum leikstjórnanda, Miguel Cardoso, og verða ekki árennilegir þegar keppni hefst á ný. Stefnt er að því að klára allar umferðirnar sem eftir eru í Domino's deild karla en KKÍ hefur gefið sér frest út apríl til að klára hana. Eftir það tekur bikarkeppnin við og svo úrslitakeppnin. Leikið verður afar þétt á næstu vikum og ef allt gengur eftir verður aðeins um fjögurra vikna lenging á tímabilinu frá því sem venjulegt er. Breytingar á liðunum í Domino's deild karla Miðað við stöðuna í deildinni eftir 1. umferðina 1. Keflavík Engar breytingar 2. Njarðvík Inn: Antonio Hester Út: Zvonko Buljan, Ryan Montgomery, Jón Arnór Sverrisson 3. Þór Þ. Engar breytingar 4. Grindavík Inn: Út: Sigtryggur Arnar Björnsson 5. Stjarnan Inn: Út: Roderick Williams 6. ÍR Inn: Ólafur Björn Gunnlaugsson Út: Nenad Delic 7. Tindastóll Engar breytingar 8. Valur Inn: Miguel Cardoso Út: 9. Höttur Inn: Michael Mallory Út: Shavar Newkirk 10. Haukar Inn: Ingvi Þór Guðmundsson, Brian Fitzpatrick, Earvin Morris Út: Kári Jónsson, Shane Osayande 11. KR Inn: Ty Sabin Út: Ante Gospic, Roberts Stumbris 12. Þór Ak. Inn: Andrius Globys Út: Listinn er byggður á komnir/farnir grein á Karfan.is. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla UMF Njarðvík Haukar Þór Akureyri Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Dagskráin í dag: Þrír leikir í Bestu deildinni og Valur getur komist í 2-0 Sport Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti Fleiri fréttir Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn Sjá meira
Ekki hefur verið keppt í Domino's deildinni síðan Keflavík vann Þór á Akureyri, 74-94, 6. október á síðasta ári. Skömmu síðar tók æfinga- og keppnisbann vegna kórónuveirunnar gildi. Leikmenn fengu grænt ljós á að æfa saman í hópum í desember og í síðustu viku var tilkynnt að keppnisbanni yrði aflétt 13. janúar. Fjórir leikir fóru fram í Domino's deild kvenna í gær. Karladeildin hefst svo í dag með fjórum leikjum. Annarri umferð Domino's deildar karla lýkur svo með tveimur leikjum annað kvöld. Fjórir af sex leikjum í 2. umferðinni verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. Domino's tilþrifin verða á dagskrá klukkan 22:10 í kvöld og Domino's Körfuboltakvöld klukkan 22:00 annað kvöld. Leikirnir í 2. umferð Domino's deildar karla Fimmtudagur 14. janúar Kl. 18:15 Stjarnan - Höttur, sýndur á Stöð 2 Sport Kl. 19:15 KR - Tindastóll Kl. 19:15 Njarðvík - Haukar Kl. 20:15 ÍR - Valur, sýndur á Stöð 2 Sport Föstudagur 15. janúar Kl. 18:15 Grindavík - Þór Ak., sýndur á Stöð 2 Sport Kl. 20:15 Keflavík - Þór Þ., sýndur á Stöð 2 Sport Nokkrar breytingar hafa orðið á leikmannahópum liðanna á þeim rúmu þremur mánuðum síðan síðast var keppt í Domino's deild karla. Þá skipti Þór Ak. um þjálfara. Andy Johnston var látinn fara og við starfi hans tók Bjarki Ármann Oddsson. Hann stýrir Þórsurum í fyrsta sinn þegar þeir sækja Grindvíkinga heim annað kvöld. Bjarka bíður erfitt verkefni en Þórsurum var spáð falli úr Domino's deildinni. Bjarki Ármann Oddsson er nýr þjálfari Þórs á Akureyri. Mestar breytingar hafa orðið hjá Njarðvík og Haukum. Zvonko Buljan og Ryan Montgomery eru horfnir á braut hjá Njarðvík og þá fór Jón Arnór Sverrisson til Breiðabliks í 1. deildinni. Njarðvíkingar sóttu hins vegar Antonio Hester sem þekkir vel til hér á landi eftir tíma sinn hjá Tindastóli. Hester varð bikarmeistari með Stólunum 2018 og fór með liðinu í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Á seinna tímabili sínu með Tindastóli var Hester með 20,3 stig og 8,6 fráköst að meðaltali í leik. Kári Jónsson er farinn frá Haukum.vísir/bára Haukar misstu ansi stóran spón úr aski sínum þegar Kári Jónsson samdi við Girona á Spáni. Í staðinn fengu þeir Grindvíkinginn Ingva Þór Guðmundsson frá Þýskalandi. Haukar sóttu einnig tvo erlenda leikmenn, Brian Fitzpatrick og Earvin Morris, en misstu einn, Shane Osayande. Grindavík varð fyrir mikilli blóðtöku þegar landsliðsmaðurinn Sigtryggur Arnar Björnsson samdi við Real Canoe á Spáni. Grindvíkingar ætla að fá leikmann í hans stað en hafa ekki enn fundið hann. Íslandsmeistarar KR hafa fengið stigakóng sænsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili, Ty Sabin, og Robert Stumbris og Ante Gospic eru farnir eftir að hafa aðeins spilað einn leik með Vesturbæjarliðinu. Valur hnyklaði vöðvana á félagaskiptamarkaðnum í sumar með því að ná í KR-ingana Jón Arnór Stefánsson og Kristófer Acox og að sjálfsögðu þjálfarann Finn Frey Stefánsson. Valsmenn hafa nú bætt við sig portúgölskum leikstjórnanda, Miguel Cardoso, og verða ekki árennilegir þegar keppni hefst á ný. Stefnt er að því að klára allar umferðirnar sem eftir eru í Domino's deild karla en KKÍ hefur gefið sér frest út apríl til að klára hana. Eftir það tekur bikarkeppnin við og svo úrslitakeppnin. Leikið verður afar þétt á næstu vikum og ef allt gengur eftir verður aðeins um fjögurra vikna lenging á tímabilinu frá því sem venjulegt er. Breytingar á liðunum í Domino's deild karla Miðað við stöðuna í deildinni eftir 1. umferðina 1. Keflavík Engar breytingar 2. Njarðvík Inn: Antonio Hester Út: Zvonko Buljan, Ryan Montgomery, Jón Arnór Sverrisson 3. Þór Þ. Engar breytingar 4. Grindavík Inn: Út: Sigtryggur Arnar Björnsson 5. Stjarnan Inn: Út: Roderick Williams 6. ÍR Inn: Ólafur Björn Gunnlaugsson Út: Nenad Delic 7. Tindastóll Engar breytingar 8. Valur Inn: Miguel Cardoso Út: 9. Höttur Inn: Michael Mallory Út: Shavar Newkirk 10. Haukar Inn: Ingvi Þór Guðmundsson, Brian Fitzpatrick, Earvin Morris Út: Kári Jónsson, Shane Osayande 11. KR Inn: Ty Sabin Út: Ante Gospic, Roberts Stumbris 12. Þór Ak. Inn: Andrius Globys Út: Listinn er byggður á komnir/farnir grein á Karfan.is. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fimmtudagur 14. janúar Kl. 18:15 Stjarnan - Höttur, sýndur á Stöð 2 Sport Kl. 19:15 KR - Tindastóll Kl. 19:15 Njarðvík - Haukar Kl. 20:15 ÍR - Valur, sýndur á Stöð 2 Sport Föstudagur 15. janúar Kl. 18:15 Grindavík - Þór Ak., sýndur á Stöð 2 Sport Kl. 20:15 Keflavík - Þór Þ., sýndur á Stöð 2 Sport
Miðað við stöðuna í deildinni eftir 1. umferðina 1. Keflavík Engar breytingar 2. Njarðvík Inn: Antonio Hester Út: Zvonko Buljan, Ryan Montgomery, Jón Arnór Sverrisson 3. Þór Þ. Engar breytingar 4. Grindavík Inn: Út: Sigtryggur Arnar Björnsson 5. Stjarnan Inn: Út: Roderick Williams 6. ÍR Inn: Ólafur Björn Gunnlaugsson Út: Nenad Delic 7. Tindastóll Engar breytingar 8. Valur Inn: Miguel Cardoso Út: 9. Höttur Inn: Michael Mallory Út: Shavar Newkirk 10. Haukar Inn: Ingvi Þór Guðmundsson, Brian Fitzpatrick, Earvin Morris Út: Kári Jónsson, Shane Osayande 11. KR Inn: Ty Sabin Út: Ante Gospic, Roberts Stumbris 12. Þór Ak. Inn: Andrius Globys Út: Listinn er byggður á komnir/farnir grein á Karfan.is.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla UMF Njarðvík Haukar Þór Akureyri Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Dagskráin í dag: Þrír leikir í Bestu deildinni og Valur getur komist í 2-0 Sport Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti Fleiri fréttir Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn