Hægist á fasteignamarkaði og sölutími íbúða aldrei styttri Atli Ísleifsson skrifar 13. janúar 2021 07:54 Frá Garðabæ. Framboð á íbúðum til sölu heldur áfram að minnka og hefur dregist saman um rúmlega helming á höfuðborgarsvæðinu frá því það náði hámarki í vor. Vísir/Vilhelm Vísbendingar eru um að aðeins sé tekið að hægjast á fasteignamarkaði eftir mikið líf síðan í sumar en aðeins dró úr fjölda útgefinna kaupsamninga og veltu í nóvember samanborið við mánuðinn á undan. Frá þessu segir í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvikjastofnunar um húsnæðismarkaðinn. Þar segir að þrátt fyrir að eitthvað sé tekið að hægja á markaðinum sé um að ræða umsvifamesta nóvembermánuð frá upphafi mælinga. Ef litið er yfir allt árið megi búast við því að árið verði næst umsvifamesta árið á fasteignamarkaði frá upphafi, en þó nokkuð undir árinu 2007 þegar fasteignaviðskipti voru með mesta móti yfir nær allt árið. „Framboð á íbúðum til sölu heldur áfram að minnka og hefur dregist saman um rúmlega helming á höfuðborgarsvæðinu frá því það náði hámarki í vor. Í maí 2020 voru um 2.200 íbúðir til sölu á höfuðborgarsvæðinu á hverjum tíma en fjöldinn er nú komin undir 1.000. Á sama tíma hafa íbúðir aldrei selst jafn hratt og nú en sölutíminn á höfuðborgarsvæðinu í október og nóvember var um 46 dagar en var næstum 60 dagar í upphafi árs. Á landsbyggðinni er meðalsölutíminn komin niður í 66 daga eftir að hafa verið 81 dagur í upphafi árs.“ Minna framboð leiðir til að íbúðir seljist oftar á yfirverði Í skýrslunni segir að mikil ásókn í íbúðir og takmarkað framboð virðast hafa sett þrýsting á íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu, en 12 mánaða breyting á vísitölu söluverðs nam um 7,7 prósent í nóvember samanborið við 6,7 prósent í október. Vísir/Vilhelm „Í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins hefur heldur dregið úr verðhækkunum og mældist 12 mánaða hækkun vísitölu söluverðs þar 4,1% í nóvember og annars staðar á landinu mældist árshækkun íbúðaverðs neikvæð. Íbúðir seljast æ oftar á yfirverði Hlutfall íbúða sem seldust yfir ásettu verði á höfuðborgarsvæðinu mældist um 22% í nóvember, samkvæmt þriggja mánaða meðaltali, og tæp 24% á ásettu verði. Þannig seldust rúmlega 46% íbúða annað hvort á eða yfir ásettu verði samanborið við tæp 25% í byrjun ársins. Aðeins yfir sumartímann árið 2007 hefur hlutfallið mælst hærra á svæðinu,“ segir í skýrslunni. Leiguverð lækkar Ennfremur segir að leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hafi haldið áfram að lækka, en samkvæmt nýjustu gögnum lækki leiguvísitalan fyrir höfuðborgarsvæðið þriðja mánuðinn í röð í nóvember og sé það sjöundi mánuðurinn á árinu 2020 sem mælist lækkun á milli mánaða. „Leitni árshækkunar vísitölunnar hefur legið nánast beint niður á við síðan í júní 2017. Meðalleiguverð í nóvember var um 188.000 kr. og lækkaði úr 196.000 kr. í mánuðinum á undan. Lækkunina má þó að einhverju leyti rekja til þess að meðalstærð íbúða minnkar á milli mánaða,“ segir í skýrslunni. Húsnæðismál Fjármál heimilisins Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Sjá meira
Frá þessu segir í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvikjastofnunar um húsnæðismarkaðinn. Þar segir að þrátt fyrir að eitthvað sé tekið að hægja á markaðinum sé um að ræða umsvifamesta nóvembermánuð frá upphafi mælinga. Ef litið er yfir allt árið megi búast við því að árið verði næst umsvifamesta árið á fasteignamarkaði frá upphafi, en þó nokkuð undir árinu 2007 þegar fasteignaviðskipti voru með mesta móti yfir nær allt árið. „Framboð á íbúðum til sölu heldur áfram að minnka og hefur dregist saman um rúmlega helming á höfuðborgarsvæðinu frá því það náði hámarki í vor. Í maí 2020 voru um 2.200 íbúðir til sölu á höfuðborgarsvæðinu á hverjum tíma en fjöldinn er nú komin undir 1.000. Á sama tíma hafa íbúðir aldrei selst jafn hratt og nú en sölutíminn á höfuðborgarsvæðinu í október og nóvember var um 46 dagar en var næstum 60 dagar í upphafi árs. Á landsbyggðinni er meðalsölutíminn komin niður í 66 daga eftir að hafa verið 81 dagur í upphafi árs.“ Minna framboð leiðir til að íbúðir seljist oftar á yfirverði Í skýrslunni segir að mikil ásókn í íbúðir og takmarkað framboð virðast hafa sett þrýsting á íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu, en 12 mánaða breyting á vísitölu söluverðs nam um 7,7 prósent í nóvember samanborið við 6,7 prósent í október. Vísir/Vilhelm „Í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins hefur heldur dregið úr verðhækkunum og mældist 12 mánaða hækkun vísitölu söluverðs þar 4,1% í nóvember og annars staðar á landinu mældist árshækkun íbúðaverðs neikvæð. Íbúðir seljast æ oftar á yfirverði Hlutfall íbúða sem seldust yfir ásettu verði á höfuðborgarsvæðinu mældist um 22% í nóvember, samkvæmt þriggja mánaða meðaltali, og tæp 24% á ásettu verði. Þannig seldust rúmlega 46% íbúða annað hvort á eða yfir ásettu verði samanborið við tæp 25% í byrjun ársins. Aðeins yfir sumartímann árið 2007 hefur hlutfallið mælst hærra á svæðinu,“ segir í skýrslunni. Leiguverð lækkar Ennfremur segir að leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hafi haldið áfram að lækka, en samkvæmt nýjustu gögnum lækki leiguvísitalan fyrir höfuðborgarsvæðið þriðja mánuðinn í röð í nóvember og sé það sjöundi mánuðurinn á árinu 2020 sem mælist lækkun á milli mánaða. „Leitni árshækkunar vísitölunnar hefur legið nánast beint niður á við síðan í júní 2017. Meðalleiguverð í nóvember var um 188.000 kr. og lækkaði úr 196.000 kr. í mánuðinum á undan. Lækkunina má þó að einhverju leyti rekja til þess að meðalstærð íbúða minnkar á milli mánaða,“ segir í skýrslunni.
Húsnæðismál Fjármál heimilisins Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Sjá meira