Þetta er annað heimsmeistaramótið í röð sem þeir dönsku standa uppi sem sigurvegarar og dönsku fjölmiðlarnir voru í essinu sínu í gær. Þar á meðal miðillinn BT.
„Í janúar 2019 skírðum við hann „Ni-GULD-aj Ja-tak-obsen“ og og við erum ekki of fínir til þess að segja það aftur. Því við erum með landsliðsþjálfara sem er alltaf einu skrefi á undan öðrum. Þvílík frammistaða hjá Nikolaj Jacobsen!“ skrifaði miðillinn.
VI GØR DET! IGEN! 🇩🇰‼️🏆#hndbld #håndbold #Egypt2021 pic.twitter.com/lvE1mDNaSN
— Dansk Håndbold Forbund (@dhf_haandbold) January 31, 2021
„Í úrslitaleik þar sem flest sem var lagt upp með fyrir leikinn fór í vaskinn, fékk hann fram snilldar lausnir sem enduðu með því að nú hangir gull verðlaunapeningur í kringum hálsinn á dönsku leikmönnunum.“
„Þetta leit illa út en þá fann Nikolaj Jacobsen skyndilega Jacob Holm sem kom inn og gaf Dönum mikilvægan hraða. Einnig setti hann Magnus Saugstrup inn í varnarleikinn og hann tók kraftinn úr sænska liðinu.“
„Við erum með bestu skyttu í heimi í Mikkel Hansen og við erum með besta markvörð í heimi, Niklas Landin. Og svo erum við með besta landsliðsþjálfara í heimi í Ni-GULD-aj,“ bætti BT við.
Alla umsögn þeirra um leikinn má sjá hér.
🗣️👊 "𝘼𝙔 𝘼𝙔 𝘼𝙔"
— Handball Egypt2021 (@Egypt2021EN) January 31, 2021
🗣️🇩🇰 "Who was it that won today? It was them from Denmark!"
🗣️🔥 "𝘼𝙔 𝘼𝙔 𝘼𝙔!"@dhf_haandbold | #Håndbold | #GODenmark | #Egypt2021 pic.twitter.com/mLXlNZX6CH