43 ára og aftur Super Bowl meistari: Brady nú með einum meira en Jordan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2021 03:35 Rob Gronkowski og Tom Brady fagna sigri Tampa Bay Buccaneers í nótt en Gronkowski skoraði tvö snertimörk í leiknum eftir sendingar frá Brady. Þeir voru að verða NFL-meistarar saman í fjórða sinn. Getty/Mike Ehrmann Tom Brady ætlar aldrei að hætta að spila og aldrei að hætta að vinna. Brady komst fram úr Michael Jordan með því að vinna sinn sinn sjöunda Super Bowl titil í nótt og bætti þar með við glæsilega og einstaka ferilskrá sína. Tampa Bay Buccaneers vann sinn fyrsta NFL-titil í átján ár og þann annan frá upphafi með því að vinna Kansas City Chiefs 31-9 á heimavelli sínum í Tampa Bay í nótt. Tom Brady tókst því strax á fyrsta ári að færa félaginu NFL titil sem hafði ekki komið síðan í lok janúar árið 2003. THE @BUCCANEERS ARE SUPER BOWL LV CHAMPIONS! #SBLV #GoBucs pic.twitter.com/LmvNzPzlCO— NFL (@NFL) February 8, 2021 Yfirburðir Buccaneers liðsins í leiknum sáu til þess að leikurinn varð ekki sú veisla sem menn bjuggust við. Sigurstranglegra liðið og ríkjandi meistarar í Kansas City Chiefs munu eflaust eyða öllu sumrinu í að finna út hvað gerðist í nótt því liðið var bitlaust og ráðalaust. Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers fóru nefnilega mjög illa með stórskotalið Kansas City Chiefs í þessum leik en á meðan Brady stýrði sóknarleiknum af stakri snilld þá komst tengdasonur Mosfellsbæjar, Patrick Mahomes, lítið áleiðis gegn einbeittri og hungraðri vörn Buccaneers liðsins. Ekki líkir sjálfum sér Patrick Mahomes og Kansas City Chiefs sóknin hefur litið út fyrir að vera óstöðvandi undanfarin tímabil en Höfðingjarnir voru ekki líkir sjálfum sér í nótt. Þeir hafa oft lent langt undir en alltaf getað fundið bensínsgjöfina eða þar til í nótt. Mahomes er að spila meiddur og kannski á eftir að koma meira fram um alvarleika þeirra meiðsla. Tom Brady spilaði auðvitað eins og leikstjórnandi sem hafði séð allt áður. Yfirvegaður og markviss þá tók hann allar réttu ákvarðanirnar. 43 ára gamall er hann að gera hluti sem engum hafði dottið í hug að væri mögulegir fyrir mann á hans aldri. FINAL: @Buccaneers win! #SBLV(by @Lexus) pic.twitter.com/9lwsxLdRmM— NFL (@NFL) February 8, 2021 Brady er fyrir löngu búinn að stinga alla leikmenn af í sögu NFL-deildarinnar en nú er hann farinn að fara fram úr þeim bestu í öðrum greinum eins og Michael Jordan í NBA-deildinni sem vann sex titla á sínum ferli. Brady er búinn að vinna sjö Super Bowl titla en næstu leikstjórnendur á eftir honum eru bara með fjóra titla. Þetta var líka annar titil Brady á fimmtugsaldri sem er met í öllum stóru greinunum í Bandaríkjunum. Elsti leikstjórnandinn og elsti þjálfarinn Tom Brady var kosinn mikilvægasti leikmaður leiksins og er þetta í fimmta sinn sem hann hlýtur þá viðurkenningu í Super Bowl. Brady hjálpaði Bruce Arians að vinna sinn fyrsta titil sem þjálfari en hinn 68 ára gamli Arians varð um leið elsti þjálfarinn til að vinna Super Bowl. Brady er að sjálfsögðu elsti leikstjórnandinn sem vinnur. Tom Brady has more Super Bowl titles (7) than any franchise in NFL history (6 Steelers/Patriots). Brady joins Peyton Manning as the only QBs to start Super Bowl wins for 2 different franchises. pic.twitter.com/Yt3TxzAeZY— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 8, 2021 Kansas City Chiefs var á undan að koma stigum á töfluna þökk sé vallarmarki Harrison Butker en leikstjórnandinn Patrick Mahomes var samt allt annað en sannfærandi í upphafi leiks því aðeins þrjár af tólf fyrstu sendingum hans heppnuðust. Tom Brady er aftur á móti vanur því að byrja illa í Super Bowl og það leit út fyrir að það yrði áframhald á því. Skömmu fyrir lok fyrsta leikhlutans tók Tampa Bay Buccaneers hins vegar frumkvæðið í leiknum. Sígild samvinna Brady og Gronk Í lok fyrsta leikhlutans gerðist nefnilega bæði hlutur sem við höfum séð svo oft og annað sem við höfum aldrei séð áður. Innherjinn Rob Gronkowski skoraði þá snertimark eftir sendingu frá Tom Brady en þetta var þrettánda snertimarkið sem þeir vinna saman að í sögu úrslitakeppninni og bættu þeir þar með met Joe Montana og Jerry Rice. Brady upplifði það aftur á móti í fyrsta sinn í Super Bowl að skora snertimark í fyrsta leikhlutanum og vera yfir eftir fyrsta leikhluta. Það hefur verið hefð fyrir því hjá Brady að byrja illa í stærsta leik ársins en hann breytti þeirri hefð í nótt. Það gekk allt á afturfótunum hjá Chiefs í byrjun leiks og ofan á taktleysi Patrick Mahomes og sóknarmannanna þá voru varnarleikmenn liðsins að fá á sig víti, sem annars vegar kom í veg fyrir að þeir stálu boltanum og hins vegar gaf Brady annað tækifæri í rauða svæðinu. Tom Brady þakkaði fyrir það og fann Rob Gronkowski aftur í endamarkinu og Tampa Bay Buccaneers var því komið í 14-3 sex mínútum fyrir hálfleik. Víti Chiefs manna til vandræða Leikmenn Chiefs héldu áfram að skjóta sig sjálfa í fótinn í hálfleiknum og víti varnarmanna liðsins hjálpuðu Brady upp allan völlinn á lokasekúndum fyrri hálfleiksins. Átta víti í fyrri hálfleik færðu Brady og félögum 95 jarda á silfurfati en alls fékk Buccaneers liðið sex endurnýjanir þökk sé vítum Chiefs manna. Brady to Brown puts the @Buccaneers up 21-6. #GoBucs : #SBLV on CBS : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/HJtQf5igun pic.twitter.com/w56dhB5wsH— NFL (@NFL) February 8, 2021 Brady fékk Rob Gronkowski til að taka skóna af hillunni og koma til hans í Tampa Bay og Brady vildi líka fá Antonio Brown. Eftir tvö snertimörk frá Gronkowski þá endaði Brady fyrri hálfleikinn á því að finna Antonio Brown í endamarkinu. Hann var búinn að finna sína menn þrisvar og staðan var orðin 21-6 í hálfleik. Kansas City Chiefs byrjaði með boltann í seinni hálfleik en það tók ekki mikið betra við og enn á ný þurfti liðið að sætta sig við vallarmark. SUPER BOWL LENNY. #GoBucs : #SBLV on CBS : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/HJtQf5igun pic.twitter.com/57dCW6tdT7— NFL (@NFL) February 8, 2021 Brady fór í staðinn upp allan völlinn með sitt lið sem endaði með að hlauparinn Leonard Fournette skilaði boltanum í endamarkið. Eftir vallarmark í annarri sókn var staðan síðan orðin 31-9 fyrir Tampa Bay Buccaneers fyrir lokaleikhlutann. Tíminn rann frá Patrick Mahomes og félögum í lokaleikhlutanum og aldrei fundu þeir taktinn. Buccaneers vörnin hafði dregið vígtennurnar úr andstæðingum sínum og sett upp nær fullkominn leik. Leikurinn endaði síðan á því að Mahomes kastaði frá sér boltanum. Seven. @TomBrady | #SBLV pic.twitter.com/HtrQfYRnNA— NFL (@NFL) February 8, 2021 NFL Ofurskálin Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Van Dijk boðinn nýr samningur Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Sjá meira
Tampa Bay Buccaneers vann sinn fyrsta NFL-titil í átján ár og þann annan frá upphafi með því að vinna Kansas City Chiefs 31-9 á heimavelli sínum í Tampa Bay í nótt. Tom Brady tókst því strax á fyrsta ári að færa félaginu NFL titil sem hafði ekki komið síðan í lok janúar árið 2003. THE @BUCCANEERS ARE SUPER BOWL LV CHAMPIONS! #SBLV #GoBucs pic.twitter.com/LmvNzPzlCO— NFL (@NFL) February 8, 2021 Yfirburðir Buccaneers liðsins í leiknum sáu til þess að leikurinn varð ekki sú veisla sem menn bjuggust við. Sigurstranglegra liðið og ríkjandi meistarar í Kansas City Chiefs munu eflaust eyða öllu sumrinu í að finna út hvað gerðist í nótt því liðið var bitlaust og ráðalaust. Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers fóru nefnilega mjög illa með stórskotalið Kansas City Chiefs í þessum leik en á meðan Brady stýrði sóknarleiknum af stakri snilld þá komst tengdasonur Mosfellsbæjar, Patrick Mahomes, lítið áleiðis gegn einbeittri og hungraðri vörn Buccaneers liðsins. Ekki líkir sjálfum sér Patrick Mahomes og Kansas City Chiefs sóknin hefur litið út fyrir að vera óstöðvandi undanfarin tímabil en Höfðingjarnir voru ekki líkir sjálfum sér í nótt. Þeir hafa oft lent langt undir en alltaf getað fundið bensínsgjöfina eða þar til í nótt. Mahomes er að spila meiddur og kannski á eftir að koma meira fram um alvarleika þeirra meiðsla. Tom Brady spilaði auðvitað eins og leikstjórnandi sem hafði séð allt áður. Yfirvegaður og markviss þá tók hann allar réttu ákvarðanirnar. 43 ára gamall er hann að gera hluti sem engum hafði dottið í hug að væri mögulegir fyrir mann á hans aldri. FINAL: @Buccaneers win! #SBLV(by @Lexus) pic.twitter.com/9lwsxLdRmM— NFL (@NFL) February 8, 2021 Brady er fyrir löngu búinn að stinga alla leikmenn af í sögu NFL-deildarinnar en nú er hann farinn að fara fram úr þeim bestu í öðrum greinum eins og Michael Jordan í NBA-deildinni sem vann sex titla á sínum ferli. Brady er búinn að vinna sjö Super Bowl titla en næstu leikstjórnendur á eftir honum eru bara með fjóra titla. Þetta var líka annar titil Brady á fimmtugsaldri sem er met í öllum stóru greinunum í Bandaríkjunum. Elsti leikstjórnandinn og elsti þjálfarinn Tom Brady var kosinn mikilvægasti leikmaður leiksins og er þetta í fimmta sinn sem hann hlýtur þá viðurkenningu í Super Bowl. Brady hjálpaði Bruce Arians að vinna sinn fyrsta titil sem þjálfari en hinn 68 ára gamli Arians varð um leið elsti þjálfarinn til að vinna Super Bowl. Brady er að sjálfsögðu elsti leikstjórnandinn sem vinnur. Tom Brady has more Super Bowl titles (7) than any franchise in NFL history (6 Steelers/Patriots). Brady joins Peyton Manning as the only QBs to start Super Bowl wins for 2 different franchises. pic.twitter.com/Yt3TxzAeZY— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 8, 2021 Kansas City Chiefs var á undan að koma stigum á töfluna þökk sé vallarmarki Harrison Butker en leikstjórnandinn Patrick Mahomes var samt allt annað en sannfærandi í upphafi leiks því aðeins þrjár af tólf fyrstu sendingum hans heppnuðust. Tom Brady er aftur á móti vanur því að byrja illa í Super Bowl og það leit út fyrir að það yrði áframhald á því. Skömmu fyrir lok fyrsta leikhlutans tók Tampa Bay Buccaneers hins vegar frumkvæðið í leiknum. Sígild samvinna Brady og Gronk Í lok fyrsta leikhlutans gerðist nefnilega bæði hlutur sem við höfum séð svo oft og annað sem við höfum aldrei séð áður. Innherjinn Rob Gronkowski skoraði þá snertimark eftir sendingu frá Tom Brady en þetta var þrettánda snertimarkið sem þeir vinna saman að í sögu úrslitakeppninni og bættu þeir þar með met Joe Montana og Jerry Rice. Brady upplifði það aftur á móti í fyrsta sinn í Super Bowl að skora snertimark í fyrsta leikhlutanum og vera yfir eftir fyrsta leikhluta. Það hefur verið hefð fyrir því hjá Brady að byrja illa í stærsta leik ársins en hann breytti þeirri hefð í nótt. Það gekk allt á afturfótunum hjá Chiefs í byrjun leiks og ofan á taktleysi Patrick Mahomes og sóknarmannanna þá voru varnarleikmenn liðsins að fá á sig víti, sem annars vegar kom í veg fyrir að þeir stálu boltanum og hins vegar gaf Brady annað tækifæri í rauða svæðinu. Tom Brady þakkaði fyrir það og fann Rob Gronkowski aftur í endamarkinu og Tampa Bay Buccaneers var því komið í 14-3 sex mínútum fyrir hálfleik. Víti Chiefs manna til vandræða Leikmenn Chiefs héldu áfram að skjóta sig sjálfa í fótinn í hálfleiknum og víti varnarmanna liðsins hjálpuðu Brady upp allan völlinn á lokasekúndum fyrri hálfleiksins. Átta víti í fyrri hálfleik færðu Brady og félögum 95 jarda á silfurfati en alls fékk Buccaneers liðið sex endurnýjanir þökk sé vítum Chiefs manna. Brady to Brown puts the @Buccaneers up 21-6. #GoBucs : #SBLV on CBS : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/HJtQf5igun pic.twitter.com/w56dhB5wsH— NFL (@NFL) February 8, 2021 Brady fékk Rob Gronkowski til að taka skóna af hillunni og koma til hans í Tampa Bay og Brady vildi líka fá Antonio Brown. Eftir tvö snertimörk frá Gronkowski þá endaði Brady fyrri hálfleikinn á því að finna Antonio Brown í endamarkinu. Hann var búinn að finna sína menn þrisvar og staðan var orðin 21-6 í hálfleik. Kansas City Chiefs byrjaði með boltann í seinni hálfleik en það tók ekki mikið betra við og enn á ný þurfti liðið að sætta sig við vallarmark. SUPER BOWL LENNY. #GoBucs : #SBLV on CBS : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/HJtQf5igun pic.twitter.com/57dCW6tdT7— NFL (@NFL) February 8, 2021 Brady fór í staðinn upp allan völlinn með sitt lið sem endaði með að hlauparinn Leonard Fournette skilaði boltanum í endamarkið. Eftir vallarmark í annarri sókn var staðan síðan orðin 31-9 fyrir Tampa Bay Buccaneers fyrir lokaleikhlutann. Tíminn rann frá Patrick Mahomes og félögum í lokaleikhlutanum og aldrei fundu þeir taktinn. Buccaneers vörnin hafði dregið vígtennurnar úr andstæðingum sínum og sett upp nær fullkominn leik. Leikurinn endaði síðan á því að Mahomes kastaði frá sér boltanum. Seven. @TomBrady | #SBLV pic.twitter.com/HtrQfYRnNA— NFL (@NFL) February 8, 2021
NFL Ofurskálin Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Van Dijk boðinn nýr samningur Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Sjá meira