Risadagur í Kauphöllinni hjá Icelandair eftir flökkusöguhelgi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. febrúar 2021 16:31 Langflestum flugfreyjum Icelandair var sagt upp á síðasta ári. Til stendur að endurráða margar þegar ferðalög verða aftur hluti af lífi fólks. Vísir/Vilhelm Viðskipti með bréf í flugfélaginu Icelandair voru 444 talsins í dag sem er fjórði stærsti dagurinn í fjölda viðskipta frá hlutafjárútboðinu síðastliðið haust og sá stærsti á árinu 2021. Veltan nam 544 milljónum króna svo meðalstærð viðskipta var 1,2 milljónir króna. Samkvæmt upplýsingum frá Kauphöll Íslands hefur meðalfjöldi viðskipta á dag með bréf í Icelandair frá útboðinu í haust verið 141. Viðskipti í dag voru þreföld á við það. Meðalveltan yfir sama tímabil er 256 milljónir króna sem svarar til meðalstærðar í viðskiptum upp á 1,8 milljónir króna. Ýmislegt bendir til þess að almenningur en ekki fjársterkir aðilar hafi verið í aðalhlutverki þegar kemur að viðskiptum í dag. Meðalstærð viðskipta á öllum markaðnum undanfarna mánuði er 10,1 milljón króna svo kaupendur í dag hafa verið að spila með mun lægri upphæðir en alla jafna. Foto: Hanna Andrésdóttir Flest viðskipti með bréf í Icelandair frá útboðinu í september voru 738 þann 10. desember en viðskiptin numu 998 milljónum króna. Met í Kauphöllinni í desember Mikill fjöldi viðskipta verið með bréf Icelandair undanfarna mánuði. 4.974 viðskipti voru gerð með bréf félagsins í desember sem voru þau flestu með eitt félag í einum mánuði í sögu Kauphallarinnar. Sérfræðingar hjá bönkunum og Kauphöll vildu ekki spekúlera um ástæður þess að svo margir ákváðu að gera viðskipti með bréf Icelandair í dag. Hávær orðrómur var um helgina um að samningur við bóluefnaframleiðandann Pfizer um bólusetningu þorra landsmanna væri í höfn. Umræður voru áberandi á samfélagsmiðlum, ábendingum rigndi yfir fjölmiðla og virtist málið á hvers manns vörum. Blés á „flökkusögur“ Þórólfur Guðnason sagði á upplýsingafundi í morgun margar „flökkusögur“ í gangi og blés á þessa. Sagði hann að það yrði tilkynnt ef slíkur samningur yrði gerður. Samningsdrög lægju ekki einu sinni fyrir frá Pfizer. Þá auglýsti Icelandair stöður flugstjóra á Boeing 7373 MAX og Boeing 757 farþegaþotur um helgina. Flugöryggisstofnun Evrópu aflétti á dögunum kyrrsetningu fyrrnefndu vélanna og var von á tveimur MAX-þotum til Íslands frá Spáni öðru hvoru megin við helgina. Von er á ársuppgjöri frá Icelandair í dag sem verður kynnt í fyrramálið. Fundur stjórnar fyrirtækisins mun standa yfir og ekki ljóst hvenær honum lýkur. Icelandair Markaðir Tengdar fréttir „Enginn samningur, engar dagsetningar og engar flugvélar“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekkert í hendi varðandi samning við lyfjafyrirtækið Pfizer um að gera hér rannsókn á bólusetningu íslensku þjóðarinnar með bóluefni fyrirtækisins gegn Covid-19. 8. febrúar 2021 08:19 Segir að réttar upplýsingar um mögulega rannsókn Pfizer verði veittar þegar þær liggja fyrir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir engin samningsdrög frá Pfizer liggja á borðinu varðandi rannsóknarverkefni á bólusetningu íslensku þjóðarinnar með bóluefni fyrirtækisins gegn Covid-19, en hávær orðrómur hefur verið á kreiki undanfarna daga um að samningur við Pfizer sé í höfn. 8. febrúar 2021 11:27 Þórólfur væntir samningsdraga frá Pfizer Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kannast ekki við að neinn samningur sé í höfn við lyfjaframleiðandann Pfizer. Hann segist bíða eftir samningsdrögum frá lyfjaframleiðandanum og í framhaldinu verði að taka afstöðu til þess hvort samningurinn sé ásættanlegur fyrir Íslands. Fundur er fyrirhugaður í næstu viku. 5. febrúar 2021 16:49 Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Kauphöll Íslands hefur meðalfjöldi viðskipta á dag með bréf í Icelandair frá útboðinu í haust verið 141. Viðskipti í dag voru þreföld á við það. Meðalveltan yfir sama tímabil er 256 milljónir króna sem svarar til meðalstærðar í viðskiptum upp á 1,8 milljónir króna. Ýmislegt bendir til þess að almenningur en ekki fjársterkir aðilar hafi verið í aðalhlutverki þegar kemur að viðskiptum í dag. Meðalstærð viðskipta á öllum markaðnum undanfarna mánuði er 10,1 milljón króna svo kaupendur í dag hafa verið að spila með mun lægri upphæðir en alla jafna. Foto: Hanna Andrésdóttir Flest viðskipti með bréf í Icelandair frá útboðinu í september voru 738 þann 10. desember en viðskiptin numu 998 milljónum króna. Met í Kauphöllinni í desember Mikill fjöldi viðskipta verið með bréf Icelandair undanfarna mánuði. 4.974 viðskipti voru gerð með bréf félagsins í desember sem voru þau flestu með eitt félag í einum mánuði í sögu Kauphallarinnar. Sérfræðingar hjá bönkunum og Kauphöll vildu ekki spekúlera um ástæður þess að svo margir ákváðu að gera viðskipti með bréf Icelandair í dag. Hávær orðrómur var um helgina um að samningur við bóluefnaframleiðandann Pfizer um bólusetningu þorra landsmanna væri í höfn. Umræður voru áberandi á samfélagsmiðlum, ábendingum rigndi yfir fjölmiðla og virtist málið á hvers manns vörum. Blés á „flökkusögur“ Þórólfur Guðnason sagði á upplýsingafundi í morgun margar „flökkusögur“ í gangi og blés á þessa. Sagði hann að það yrði tilkynnt ef slíkur samningur yrði gerður. Samningsdrög lægju ekki einu sinni fyrir frá Pfizer. Þá auglýsti Icelandair stöður flugstjóra á Boeing 7373 MAX og Boeing 757 farþegaþotur um helgina. Flugöryggisstofnun Evrópu aflétti á dögunum kyrrsetningu fyrrnefndu vélanna og var von á tveimur MAX-þotum til Íslands frá Spáni öðru hvoru megin við helgina. Von er á ársuppgjöri frá Icelandair í dag sem verður kynnt í fyrramálið. Fundur stjórnar fyrirtækisins mun standa yfir og ekki ljóst hvenær honum lýkur.
Icelandair Markaðir Tengdar fréttir „Enginn samningur, engar dagsetningar og engar flugvélar“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekkert í hendi varðandi samning við lyfjafyrirtækið Pfizer um að gera hér rannsókn á bólusetningu íslensku þjóðarinnar með bóluefni fyrirtækisins gegn Covid-19. 8. febrúar 2021 08:19 Segir að réttar upplýsingar um mögulega rannsókn Pfizer verði veittar þegar þær liggja fyrir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir engin samningsdrög frá Pfizer liggja á borðinu varðandi rannsóknarverkefni á bólusetningu íslensku þjóðarinnar með bóluefni fyrirtækisins gegn Covid-19, en hávær orðrómur hefur verið á kreiki undanfarna daga um að samningur við Pfizer sé í höfn. 8. febrúar 2021 11:27 Þórólfur væntir samningsdraga frá Pfizer Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kannast ekki við að neinn samningur sé í höfn við lyfjaframleiðandann Pfizer. Hann segist bíða eftir samningsdrögum frá lyfjaframleiðandanum og í framhaldinu verði að taka afstöðu til þess hvort samningurinn sé ásættanlegur fyrir Íslands. Fundur er fyrirhugaður í næstu viku. 5. febrúar 2021 16:49 Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
„Enginn samningur, engar dagsetningar og engar flugvélar“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekkert í hendi varðandi samning við lyfjafyrirtækið Pfizer um að gera hér rannsókn á bólusetningu íslensku þjóðarinnar með bóluefni fyrirtækisins gegn Covid-19. 8. febrúar 2021 08:19
Segir að réttar upplýsingar um mögulega rannsókn Pfizer verði veittar þegar þær liggja fyrir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir engin samningsdrög frá Pfizer liggja á borðinu varðandi rannsóknarverkefni á bólusetningu íslensku þjóðarinnar með bóluefni fyrirtækisins gegn Covid-19, en hávær orðrómur hefur verið á kreiki undanfarna daga um að samningur við Pfizer sé í höfn. 8. febrúar 2021 11:27
Þórólfur væntir samningsdraga frá Pfizer Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kannast ekki við að neinn samningur sé í höfn við lyfjaframleiðandann Pfizer. Hann segist bíða eftir samningsdrögum frá lyfjaframleiðandanum og í framhaldinu verði að taka afstöðu til þess hvort samningurinn sé ásættanlegur fyrir Íslands. Fundur er fyrirhugaður í næstu viku. 5. febrúar 2021 16:49