Heimamenn í Skyliners byrjuðu leikinn ekki vel og voru átta stigum undir að loknum fyrsta leikhluta. Þeir bitu frá sér í þeim síðari og var munurinn kominn niður í þrjú stig í hálfleik, staðan þá 35-32.
Sóknarleikur heimamanna var margfalt betri í síðari hálfleik og eftir jafnan þriðja leikhluta þá stigu leikmenn Skyliners á bensíngjöfina í síðasta leikhluta og unnu leikinn með þriggja stiga mun, lokatölur 82-79.
Jón Axel skoraði 10 stig, gaf sex stoðsendingar og tók eitt frákast.
Fraport er nú með 20 stig í 9. sæti, líkt og Bamberg sem er í 8. sætinu, en síðarnefnda liðið á tvo leiki til góða.