Hefja daglegt flug til Íslands svo mæta megi þörfum ferðaþyrstra Bandaríkjamanna Eiður Þór Árnason skrifar 26. mars 2021 13:36 Delta Air Lines hóf flugferðir milli Íslands og New York árið 2011. Getty/NurPhoto Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines mun hefja daglegt flug milli Keflavíkurflugvallar og þriggja bandarískra borga í maí. Mun Delta í fyrsta sinn fljúga beint milli Íslands og Boston auk þess að hefja aftur flug til og frá New York og Minneapolis/St. Paul. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu. Fyrsta brottför til New York verður 1. maí, til Boston 20. maí og til Minneapolis/St. Paul 27. maí. Ferðaþyrstir Bandaríkjamenn geti ekki beðið eftir því að kíkja til Íslands Ákvörðun Delta um að hefja daglegt flug milli Bandaríkjanna og Íslands er sögð byggja á því að Ísland sé fyrsta Evrópulandið til að heimila komu bandarískra ferðamanna sem hafi fengið fulla bólusetningu án þess að þeir þurfi að fara í sóttkví. Þar er vísað til ákvörðunar dómsmálaráðherra um að farþegar sem komi utan Schengen-svæðisins og geti framvísað vottorðum um bólusetningu eða mótefni séu undanþegnir reglum um sóttkví. Reglugerðarbreytingin átti að taka gildi í dag en í gær tilkynnti dómsmálaráðuneytið að gildistöku hennar yrði frestað fram til 6. apríl næstkomandi. „Ísland er þannig fyrsti áfangastaðurinn í Evrópu sem stendur ferðaþyrstum Bandaríkjamönnum auðveldlega til boða frá því að heimsfaraldurinn byrjaði fyrir ári síðan,“ segir í tilkynningu Delta. Vonar að fleiri lönd opni fyrir bólusettum einstaklingum „Við vitum að viðskiptavinir okkar eru spenntir fyrir því að komast með öruggum hætti aftur út í heim. Eftir því sem traust á ferðalögum eykst, þá vonumst við til að fleiri lönd opni fyrir bólusettum ferðamönnum og skapi þannig aukin tækifæri fyrir fólk til að tengja og upplifa,“ segir Joe Esposito, framkvæmdastjóri leiðakerfisstýringar Delta Air Lines. Flogið verður daglega til Boston með 193 sæta Boeing 757-200 þotu klukkan 10:15. Þá verður dagleg brottför til New York klukkan 11:15 með 168 sæta Boeing 757-200 og til Minneapolis/St. Paul klukkan 9:30 með 193 sæta Boeing 757-200. Flugáætlun Delta milli Íslands og Bandaríkjanna er í samstarfi við flugfélögin KLM og Virgin Atlantic. Bandaríkin Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hundruð flugliða hjá Delta rekja veikindi til búninga Yfir 500 starfsmenn bandaríska flugfélagsins Delta hafa stefnt fataframleiðandanum Lands' End vegna heilsufarsvandamála sem þeir telja sig hafa orðið fyrir. Stefnendurnir rekja vandamálin til flugliðabúninga og annarra búninga sem flugfélagið krefst þess að starfsmenn gangi í í vinnunni. 6. janúar 2020 09:34 Lendir í Keflavík vegna reyks um borð Flugvél frá bandaríska flugfélaginu Delta hefur verið stefnt að Keflavíkurflugvelli. 16. desember 2019 07:37 Tókst að lenda flugvélinni án vandkvæða Búið er að virkja viðbúnaðarstig á Keflavíkurflugvelli eftir að flugmenn vélar Delta Airlines á leið frá Keflavík til New York óskuðu eftir því að koma inn til lendingar skömmu eftir flugtak. 26. ágúst 2019 13:30 Delta flýgur ekki til Íslands í vetur: „Næstu mánuðir og ár verða ferðaþjónustufyrirtækjum erfið“ Flugfélagið Delta Air Lines býður ekki upp á flug til Íslands frá og með 20. október næstkomandi. 1. júní 2019 17:41 Mest lesið Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Greiðsluáskorun Samstarf Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Viðskipti innlent Elísabet Hanna til Bara tala Viðskipti innlent Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Viðskipti innlent Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu. Fyrsta brottför til New York verður 1. maí, til Boston 20. maí og til Minneapolis/St. Paul 27. maí. Ferðaþyrstir Bandaríkjamenn geti ekki beðið eftir því að kíkja til Íslands Ákvörðun Delta um að hefja daglegt flug milli Bandaríkjanna og Íslands er sögð byggja á því að Ísland sé fyrsta Evrópulandið til að heimila komu bandarískra ferðamanna sem hafi fengið fulla bólusetningu án þess að þeir þurfi að fara í sóttkví. Þar er vísað til ákvörðunar dómsmálaráðherra um að farþegar sem komi utan Schengen-svæðisins og geti framvísað vottorðum um bólusetningu eða mótefni séu undanþegnir reglum um sóttkví. Reglugerðarbreytingin átti að taka gildi í dag en í gær tilkynnti dómsmálaráðuneytið að gildistöku hennar yrði frestað fram til 6. apríl næstkomandi. „Ísland er þannig fyrsti áfangastaðurinn í Evrópu sem stendur ferðaþyrstum Bandaríkjamönnum auðveldlega til boða frá því að heimsfaraldurinn byrjaði fyrir ári síðan,“ segir í tilkynningu Delta. Vonar að fleiri lönd opni fyrir bólusettum einstaklingum „Við vitum að viðskiptavinir okkar eru spenntir fyrir því að komast með öruggum hætti aftur út í heim. Eftir því sem traust á ferðalögum eykst, þá vonumst við til að fleiri lönd opni fyrir bólusettum ferðamönnum og skapi þannig aukin tækifæri fyrir fólk til að tengja og upplifa,“ segir Joe Esposito, framkvæmdastjóri leiðakerfisstýringar Delta Air Lines. Flogið verður daglega til Boston með 193 sæta Boeing 757-200 þotu klukkan 10:15. Þá verður dagleg brottför til New York klukkan 11:15 með 168 sæta Boeing 757-200 og til Minneapolis/St. Paul klukkan 9:30 með 193 sæta Boeing 757-200. Flugáætlun Delta milli Íslands og Bandaríkjanna er í samstarfi við flugfélögin KLM og Virgin Atlantic.
Bandaríkin Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hundruð flugliða hjá Delta rekja veikindi til búninga Yfir 500 starfsmenn bandaríska flugfélagsins Delta hafa stefnt fataframleiðandanum Lands' End vegna heilsufarsvandamála sem þeir telja sig hafa orðið fyrir. Stefnendurnir rekja vandamálin til flugliðabúninga og annarra búninga sem flugfélagið krefst þess að starfsmenn gangi í í vinnunni. 6. janúar 2020 09:34 Lendir í Keflavík vegna reyks um borð Flugvél frá bandaríska flugfélaginu Delta hefur verið stefnt að Keflavíkurflugvelli. 16. desember 2019 07:37 Tókst að lenda flugvélinni án vandkvæða Búið er að virkja viðbúnaðarstig á Keflavíkurflugvelli eftir að flugmenn vélar Delta Airlines á leið frá Keflavík til New York óskuðu eftir því að koma inn til lendingar skömmu eftir flugtak. 26. ágúst 2019 13:30 Delta flýgur ekki til Íslands í vetur: „Næstu mánuðir og ár verða ferðaþjónustufyrirtækjum erfið“ Flugfélagið Delta Air Lines býður ekki upp á flug til Íslands frá og með 20. október næstkomandi. 1. júní 2019 17:41 Mest lesið Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Greiðsluáskorun Samstarf Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Viðskipti innlent Elísabet Hanna til Bara tala Viðskipti innlent Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Viðskipti innlent Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Sjá meira
Hundruð flugliða hjá Delta rekja veikindi til búninga Yfir 500 starfsmenn bandaríska flugfélagsins Delta hafa stefnt fataframleiðandanum Lands' End vegna heilsufarsvandamála sem þeir telja sig hafa orðið fyrir. Stefnendurnir rekja vandamálin til flugliðabúninga og annarra búninga sem flugfélagið krefst þess að starfsmenn gangi í í vinnunni. 6. janúar 2020 09:34
Lendir í Keflavík vegna reyks um borð Flugvél frá bandaríska flugfélaginu Delta hefur verið stefnt að Keflavíkurflugvelli. 16. desember 2019 07:37
Tókst að lenda flugvélinni án vandkvæða Búið er að virkja viðbúnaðarstig á Keflavíkurflugvelli eftir að flugmenn vélar Delta Airlines á leið frá Keflavík til New York óskuðu eftir því að koma inn til lendingar skömmu eftir flugtak. 26. ágúst 2019 13:30
Delta flýgur ekki til Íslands í vetur: „Næstu mánuðir og ár verða ferðaþjónustufyrirtækjum erfið“ Flugfélagið Delta Air Lines býður ekki upp á flug til Íslands frá og með 20. október næstkomandi. 1. júní 2019 17:41