Sakar Róbert Wessman um líflátshótanir, ofbeldi og ógnanir Kjartan Kjartansson skrifar 29. mars 2021 08:44 Róbert Wessmann, stofnandi Alvotech. Alvotech Framkvæmdastjóri hjá lyfjafyrirtækjunum Alvogen og Alvotech hefur skorað á stjórnir fyrirtækjanna að víkja Róberti Wessman forstjóra úr starfi vegna stjórnarhátta hans og meintrar ósæmilegrar hegðunar. Sakar hann Róbert um að hafa beitt sig ofbeldi og hótað starfsmönnum og óvildarmönnum lífláti. Í yfirlýsingu frá Halldóri Kristmannssyni, framkvæmdastjóra og nánum samstarfsmanni Róberts til fjölda ára, kemur fram að hann hafi stigið fram sem uppljóstrari innan fyrirtækjanna tveggja og vakið athygli á því sem hann taldi óeðlilegri háttsemi forstjórans. Skorar hann á stjórnir fyrirtækjanna og koma Róberti frá og láta rannsaka „lífslátshótanir og ógnandi textaskilaboð“ sem Halldór heldur fram að Róbert hafi sent fyrrverandi samstarfsmönnum og fjölskyldum árið 2016. Segist Halldór hafa lagt fram tugi tölvupósta og textaskilaboða sem sýni að hann hafi verið beittur óeðlilegum þrýstingi til að koma höggi á óvildarmenn Róberts. Gögnin sýni að Róbert hafi borðið háttsetta embættismenn á Íslandi, alþjóðlegan fjárfesti og íslenskan blaðamann þungum sökum sem Halldór taldi „algjörlega ósannar og svívirðilegar“. Lýsir Halldór því jafnframt að Róbert hafi eitt sinn ráðist á sig í vitna viðurvist þegar hann var undir áhrifum áfengis á viðburði fyrirtækisins erlendis. Halldór segist hafa orðið vitni að annarri líkamsárás Róberts á sambærilegum viðburði. Halldór Kristmannson, framkvæmdastjóri hjá Alvogen og Alvotech.Aðsend „Þegar ég síðar nefndi þetta við Róbert sagðist hann hafa verið að grínast og við hefðum verið í kýlingaleik. Ég var beinlínis kýldur kaldur í andlitið án fyrirvara í vitna viðurvist. Mér var augljóslega ekki skemmt, og hef ekki orðið var við það almennt séð að forstjórar fari í kýlingaleiki við samstarfsmenn,“ er haft eftir Halldóri í yfirlýsingunni. Morgunblaðið, sem sagði fyrst frá ásökunum Halldórs í morgun, segist hafa rætt við vitni að því að Róbert hafi ráðist á Halldór í París. Vitnið hafi staðfest lýsingu Halldórs. Alvogen rannsakaði Róbert en Halldór segir að niðurstöður þeirrar rannsóknar í síðustu viku hafi verið „augljós hvítþvottur undir áhrifum Róberts“. „Ég tel að morðhótanir, líkamsárásir og svívirðilegar ásakanir, er varða meinta óvildarmenn og ærumeiðingar í þeirra garð, sé í raun óverjandi hegðun forstjóra alþjóðlegra fyrirtækja. Þetta hlýtur að vekja upp spurningar um hæfi hans sem stjórnanda. Hinsvegar [svo] vona ég að þessi fyrirtæki blómstri í framtíðinni, þannig að ég sem hluthafi, geti verið stoltur af framgangi þeirra,“ er haft eftir Halldóri í yfirlýsingunni. Lyf Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Tengdar fréttir Alvogen segir ásakanirnar ekki eiga sér neina stoð Engin gögn benda til þess að eitthvað hafi verið athugavert við stjórnunarhætti Róberts Wessman og engin ástæða er til þess að aðhafast neitt, segir í yfirlýsingu frá lyfjafyrirtækinu Alvogen. 29. mars 2021 10:02 Mest lesið Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Sjá meira
Í yfirlýsingu frá Halldóri Kristmannssyni, framkvæmdastjóra og nánum samstarfsmanni Róberts til fjölda ára, kemur fram að hann hafi stigið fram sem uppljóstrari innan fyrirtækjanna tveggja og vakið athygli á því sem hann taldi óeðlilegri háttsemi forstjórans. Skorar hann á stjórnir fyrirtækjanna og koma Róberti frá og láta rannsaka „lífslátshótanir og ógnandi textaskilaboð“ sem Halldór heldur fram að Róbert hafi sent fyrrverandi samstarfsmönnum og fjölskyldum árið 2016. Segist Halldór hafa lagt fram tugi tölvupósta og textaskilaboða sem sýni að hann hafi verið beittur óeðlilegum þrýstingi til að koma höggi á óvildarmenn Róberts. Gögnin sýni að Róbert hafi borðið háttsetta embættismenn á Íslandi, alþjóðlegan fjárfesti og íslenskan blaðamann þungum sökum sem Halldór taldi „algjörlega ósannar og svívirðilegar“. Lýsir Halldór því jafnframt að Róbert hafi eitt sinn ráðist á sig í vitna viðurvist þegar hann var undir áhrifum áfengis á viðburði fyrirtækisins erlendis. Halldór segist hafa orðið vitni að annarri líkamsárás Róberts á sambærilegum viðburði. Halldór Kristmannson, framkvæmdastjóri hjá Alvogen og Alvotech.Aðsend „Þegar ég síðar nefndi þetta við Róbert sagðist hann hafa verið að grínast og við hefðum verið í kýlingaleik. Ég var beinlínis kýldur kaldur í andlitið án fyrirvara í vitna viðurvist. Mér var augljóslega ekki skemmt, og hef ekki orðið var við það almennt séð að forstjórar fari í kýlingaleiki við samstarfsmenn,“ er haft eftir Halldóri í yfirlýsingunni. Morgunblaðið, sem sagði fyrst frá ásökunum Halldórs í morgun, segist hafa rætt við vitni að því að Róbert hafi ráðist á Halldór í París. Vitnið hafi staðfest lýsingu Halldórs. Alvogen rannsakaði Róbert en Halldór segir að niðurstöður þeirrar rannsóknar í síðustu viku hafi verið „augljós hvítþvottur undir áhrifum Róberts“. „Ég tel að morðhótanir, líkamsárásir og svívirðilegar ásakanir, er varða meinta óvildarmenn og ærumeiðingar í þeirra garð, sé í raun óverjandi hegðun forstjóra alþjóðlegra fyrirtækja. Þetta hlýtur að vekja upp spurningar um hæfi hans sem stjórnanda. Hinsvegar [svo] vona ég að þessi fyrirtæki blómstri í framtíðinni, þannig að ég sem hluthafi, geti verið stoltur af framgangi þeirra,“ er haft eftir Halldóri í yfirlýsingunni.
Lyf Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Tengdar fréttir Alvogen segir ásakanirnar ekki eiga sér neina stoð Engin gögn benda til þess að eitthvað hafi verið athugavert við stjórnunarhætti Róberts Wessman og engin ástæða er til þess að aðhafast neitt, segir í yfirlýsingu frá lyfjafyrirtækinu Alvogen. 29. mars 2021 10:02 Mest lesið Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Sjá meira
Alvogen segir ásakanirnar ekki eiga sér neina stoð Engin gögn benda til þess að eitthvað hafi verið athugavert við stjórnunarhætti Róberts Wessman og engin ástæða er til þess að aðhafast neitt, segir í yfirlýsingu frá lyfjafyrirtækinu Alvogen. 29. mars 2021 10:02