Mikil spenna var í A-riðli þar sem þrjú af fjórum liðum gátu enn farið áfram. Holland tryggði sér toppsæti riðilsins með öruggum 6-1 sigri á Ungverjalandi. Tvö markanna komu þó ekki fyrr en undir lok leiks og spiluðu þau stóran þátt í Hollendingar unnu A-riðil.
Þjóðverjar gerðu svo markalaust jafntefli við Rúmeníu og komust þar með áfram í 8-liða úrslit með betri markatölu en báðar þjóðirnar – sem og Holland – enduðu með fimm stig.
Í B-riðli var spennan öllu minni. Ítalía vann 4-0 sigur á Slóveníu og Spánn lagði Tékkland 2-0. Spánverjar enduðu með sjö stig og unnu riðilinn á meðan Ítalía var með fimm stig. Tékkland endaði með tvö og Slóvenía eitt.
Á morgun fara lokaleikir C og D-riðils fram. Þar á meðal er leikur Íslands og Frakklands. Hann verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.