Skreytum hús: „Ég hélt að ég myndi aldrei fá svona herbergi“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. apríl 2021 08:25 Soffía Dögg tók fyrir strákaherbergi í Skreytum hús í gær Skreytum hús Í nýjasta þættinum af Skreytum hús fá áhorfendur að fylgjast með breytingu á strákaherbergi. Það er óhætt að fullyrða að hann Jóhann Ingimarsson, 9 ára, er dásamlegasti viðmælandi sem sést hefur í þessum þáttum. Soffía Dögg sá fyrir sér penan skrifborðsstól og einfalda lýsingu en Jóhann óskaði eftir stórum tölvuleikjastól og marglitum LED-ljósaborða. Útkoman var ótrúlega vel heppnuð eins og sjá má í spilaranum hér fyrir neðan. „Það fór ekki framhjá neinum hvað var aðal áhugamálið hjá Jóhanni, fótbolti, fótbolti, fótbolti,“ segir Soffía Dögg um verkefnið. „Mig langar í nýtt skrifborð og kannski einhverja aðra hillu. Mig langar að breyta ljósinu,“ sagði Jóhann um sínar óskir áður en farið var af stað í verslunarleiðangur. Einnig langaði hann í rúmgafl. „Það er nefnilega alveg magnað hvað mörgum finnst erfitt að gera strákaherbergi. Af hverju ætli það sé?“ velti Soffía Dögg fyrir sér. Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan og eins og alltaf mælum við með því að þú horfir á þáttinn áður en þú lest áfram. Klippa: Skreytum hús - Strákaherbergið i í Kópavogi „Mér datt í hug að kaupa einhvern fallegan og penan stól til þess að hafa við skrifborð. Jóhann hann var með aðrar hugmyndir.“ Inni í herberginu er leikjatölva, sjónvarp og tölvuleikir ásamt tilheyrandi fylgihlutum en Soffía Dögg náði að koma öllu vel fyrir, þannig að það væri samt líka aðgengilegt fyrir hann sjálfan. „Í krakkaherbergjum, eins og náttúrulega flestum rýmum, þá skiptir ótrúlega miklu máli að vera með góðar geymslur,“ segir Soffía Dögg. Þiljur úr við settu sterkan svip á rýmið og Soffía Dögg notaði sömu þiljur til að klæða kommóðuna og á vegginn við hlið sjónvarpsins. Þetta gerði gráa herbergið strax hlýlegra. Ofan á skrifborðið og kommóðuna setti Soffía Dögg líka eins viðarplötu og tengdi það rýmið allt saman. Ljósaborðarnir við rúmið náðu svo að uppfylla drauma Jóhanns, sem var í skýjunum með herbergið sitt eftir breytinguna. „LED-ljósaborðarnir eru náttúrulega heitasta trendið hjá krökkum í dag,“ útskýrði Soffía Dögg. Staðsetning borðanna var þannig að þegar það er slökkt á þeim, sjást þeir varla. „Vá,“voru fyrstu viðbrögð Jóhanns þegar hann fékk að sjá herbergið sitt. „Ég var bara ánægður með allt, sagði Jóhann. „Mjög flott.“ „Mér finnst þetta geggjað. Ég hélt að ég myndi aldrei fá svona herbergi.“ Í ítarlegri bloggfærslu á síðunni Skreytum hús er hægt að finna frekari upplýsingar um breytingarnar og þær vörur sem Soffía Dögg notaði til þess að breyta rýminu. Soffía Dögg gerði „moodboard“ fyrir breytingarnar til þess að sjá betur fyrir sér lokaútkomuna. Hægt er að sjá breytinguna og horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Þættirnir eru sýndir á miðvikudögum hér á Vísi og fara samhliða því inn á Stöð 2+ efnisveituna. Skreytum hús Börn og uppeldi Hús og heimili Tíska og hönnun Tengdar fréttir Kom á óvart hvað lítið þurfti til að gera mikla breytingu „Fyrst að við ætlum að fara undir stigann að laga til þar, eigum við þá ekki bara að laga til í allri stofunni í leiðinni,“ sagði Soffía Dögg Garðarsdóttir þegar hún gerði breytingar á íbúð í Árbænum. 24. apríl 2021 12:00 Skreytum hús: Tók andköf þegar hún sá dásamlega barnaherbergið „Leikföng eru að taka yfir heimilið og við þurfum að koma skipulagi á þetta,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir um verkefnið sitt í nýjasta þættinum af Skreytum hús. Þar gerði hún skemmtilegar breytingar á barnaherbergi í Árbænum. 21. apríl 2021 07:00 Gjörbreytt sjónvarpsherbergi: „Þetta er bara fullkomið“ Í þætti vikunnar af Skreytum hús fékk Soffía Dögg það verkefni að taka í gegn fjölskylduherbergi í Breiðholti. 18. apríl 2021 20:31 Skreytum hús: „Það er svolítið eins og það sé vatnshalli á rýminu“ Í nýjasta þættinum af Skreytum hús fékk Soffía Dögg það verkefni að taka í gegn sjónvarpsherbergi í Breiðholti sem „veit eiginlega ekki alveg hvernig það vill vera.“ 14. apríl 2021 08:00 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Sjá meira
Soffía Dögg sá fyrir sér penan skrifborðsstól og einfalda lýsingu en Jóhann óskaði eftir stórum tölvuleikjastól og marglitum LED-ljósaborða. Útkoman var ótrúlega vel heppnuð eins og sjá má í spilaranum hér fyrir neðan. „Það fór ekki framhjá neinum hvað var aðal áhugamálið hjá Jóhanni, fótbolti, fótbolti, fótbolti,“ segir Soffía Dögg um verkefnið. „Mig langar í nýtt skrifborð og kannski einhverja aðra hillu. Mig langar að breyta ljósinu,“ sagði Jóhann um sínar óskir áður en farið var af stað í verslunarleiðangur. Einnig langaði hann í rúmgafl. „Það er nefnilega alveg magnað hvað mörgum finnst erfitt að gera strákaherbergi. Af hverju ætli það sé?“ velti Soffía Dögg fyrir sér. Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan og eins og alltaf mælum við með því að þú horfir á þáttinn áður en þú lest áfram. Klippa: Skreytum hús - Strákaherbergið i í Kópavogi „Mér datt í hug að kaupa einhvern fallegan og penan stól til þess að hafa við skrifborð. Jóhann hann var með aðrar hugmyndir.“ Inni í herberginu er leikjatölva, sjónvarp og tölvuleikir ásamt tilheyrandi fylgihlutum en Soffía Dögg náði að koma öllu vel fyrir, þannig að það væri samt líka aðgengilegt fyrir hann sjálfan. „Í krakkaherbergjum, eins og náttúrulega flestum rýmum, þá skiptir ótrúlega miklu máli að vera með góðar geymslur,“ segir Soffía Dögg. Þiljur úr við settu sterkan svip á rýmið og Soffía Dögg notaði sömu þiljur til að klæða kommóðuna og á vegginn við hlið sjónvarpsins. Þetta gerði gráa herbergið strax hlýlegra. Ofan á skrifborðið og kommóðuna setti Soffía Dögg líka eins viðarplötu og tengdi það rýmið allt saman. Ljósaborðarnir við rúmið náðu svo að uppfylla drauma Jóhanns, sem var í skýjunum með herbergið sitt eftir breytinguna. „LED-ljósaborðarnir eru náttúrulega heitasta trendið hjá krökkum í dag,“ útskýrði Soffía Dögg. Staðsetning borðanna var þannig að þegar það er slökkt á þeim, sjást þeir varla. „Vá,“voru fyrstu viðbrögð Jóhanns þegar hann fékk að sjá herbergið sitt. „Ég var bara ánægður með allt, sagði Jóhann. „Mjög flott.“ „Mér finnst þetta geggjað. Ég hélt að ég myndi aldrei fá svona herbergi.“ Í ítarlegri bloggfærslu á síðunni Skreytum hús er hægt að finna frekari upplýsingar um breytingarnar og þær vörur sem Soffía Dögg notaði til þess að breyta rýminu. Soffía Dögg gerði „moodboard“ fyrir breytingarnar til þess að sjá betur fyrir sér lokaútkomuna. Hægt er að sjá breytinguna og horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Þættirnir eru sýndir á miðvikudögum hér á Vísi og fara samhliða því inn á Stöð 2+ efnisveituna.
Skreytum hús Börn og uppeldi Hús og heimili Tíska og hönnun Tengdar fréttir Kom á óvart hvað lítið þurfti til að gera mikla breytingu „Fyrst að við ætlum að fara undir stigann að laga til þar, eigum við þá ekki bara að laga til í allri stofunni í leiðinni,“ sagði Soffía Dögg Garðarsdóttir þegar hún gerði breytingar á íbúð í Árbænum. 24. apríl 2021 12:00 Skreytum hús: Tók andköf þegar hún sá dásamlega barnaherbergið „Leikföng eru að taka yfir heimilið og við þurfum að koma skipulagi á þetta,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir um verkefnið sitt í nýjasta þættinum af Skreytum hús. Þar gerði hún skemmtilegar breytingar á barnaherbergi í Árbænum. 21. apríl 2021 07:00 Gjörbreytt sjónvarpsherbergi: „Þetta er bara fullkomið“ Í þætti vikunnar af Skreytum hús fékk Soffía Dögg það verkefni að taka í gegn fjölskylduherbergi í Breiðholti. 18. apríl 2021 20:31 Skreytum hús: „Það er svolítið eins og það sé vatnshalli á rýminu“ Í nýjasta þættinum af Skreytum hús fékk Soffía Dögg það verkefni að taka í gegn sjónvarpsherbergi í Breiðholti sem „veit eiginlega ekki alveg hvernig það vill vera.“ 14. apríl 2021 08:00 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Sjá meira
Kom á óvart hvað lítið þurfti til að gera mikla breytingu „Fyrst að við ætlum að fara undir stigann að laga til þar, eigum við þá ekki bara að laga til í allri stofunni í leiðinni,“ sagði Soffía Dögg Garðarsdóttir þegar hún gerði breytingar á íbúð í Árbænum. 24. apríl 2021 12:00
Skreytum hús: Tók andköf þegar hún sá dásamlega barnaherbergið „Leikföng eru að taka yfir heimilið og við þurfum að koma skipulagi á þetta,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir um verkefnið sitt í nýjasta þættinum af Skreytum hús. Þar gerði hún skemmtilegar breytingar á barnaherbergi í Árbænum. 21. apríl 2021 07:00
Gjörbreytt sjónvarpsherbergi: „Þetta er bara fullkomið“ Í þætti vikunnar af Skreytum hús fékk Soffía Dögg það verkefni að taka í gegn fjölskylduherbergi í Breiðholti. 18. apríl 2021 20:31
Skreytum hús: „Það er svolítið eins og það sé vatnshalli á rýminu“ Í nýjasta þættinum af Skreytum hús fékk Soffía Dögg það verkefni að taka í gegn sjónvarpsherbergi í Breiðholti sem „veit eiginlega ekki alveg hvernig það vill vera.“ 14. apríl 2021 08:00