Borce: Við vorum komnir með miklar áhyggjur Árni Jóhannsson skrifar 3. maí 2021 21:24 Borce Ilievski gat verið ánægður með sína menn í kvöld. Vísir/Andri Marinó Þjálfari ÍR Borce Ilievski gat verið ánægður með sína menn. Spilamennskan var kannski ekki upp á marga fiska framan af en það jafnvel skiptir ekki máli þegar sigurinn lendir þínum megin. Í þessu tilfelli þá unnu ÍR-ingar 97-95 sigur á Stjörnumönnum eftir að hafa verið mest 17 stigum undir í seinni háfleik. Borce var spurður að því hvað hafi gerst í leiknum sem orsakaði það að hans menn lönduðu sigrinum. „Við höfum margoft lent undir og þurft að berjast til baka og ekki tekist það en allavega í þetta sinn höfðum við styrkinn til að klára þetta á jákvæðu nótunum fyrir okkur. Ég ber virðingu fyrir því að eldri leikmennirnir hafi reynt að taka forystuna í leiknum og allir ætluðu að vinna leikinn á eigin spýtur og endurspeglast það í því að við vorum ekki að spila sem lið og þess vegna vorum við undir. Það voru hinsvegar ungu gæjarnir sem komu með jákvæða orku og liðsspil inn í leikinn okkar. Í seinni hálfleik þá byrjuðum við aftur illa en komum til baka og voru það Sæþór og Sigvaldi sem leiddu áhlaupið til baka með mörgum þristum. Þegar þeir voru að hitta skotunum sínum þá jók það trúna hjá hinum að við gætum komið til baka og unnið leikinn.“ „Í lokinn þá var það vörnin sem skipti mestu máli fyrir okkur og bjó það til nokkrar auðveldar körfur fyrir okkur. Það var lykil atriði en ég held að allir leikmenn mínir hafi skilið hjartað sitt eftir á gólfinu í kvöld því við vissum hversu mikilvægt þessi leikur var því á fimmtudaginn þá er næsti leikur á móti Njarðvík hérna heima og vonast ég til að reglunum verði breytt þannig að það verði fleiri áhorfendur í salnum. Stuðningurinn hérna skiptir sköpum og ef við vinnum á fimmtudaginn þá er möguleiki á að ná í sæti í úrslitakeppninni.“ Borce var spurður að því hvort hann og hans lið hafi verið komið með áhyggjur af stöðunni en það blasti við þeim að sogast af alvöru niður í fallbaráttuna sem er í algleymingi þessa stundina. „Algjörlega. Við vorum komnir með miklar áhyggjur og ég var kominn á fullt í að reyna að greina það sem var að hjá okkur. Við hinsvegar komumst í takt í dag til að vinna þennan leik. Stjarnan spilaði hrikalega vel jafnvel þó að þeim vantaði Mirza og að Alexander væri kominn. Ég vissi ekki hverju var að búast við af honum. Þeir voru stærri en við í kvöld og leiddu með að ég held 15 fráköstum í fyrri hálfleik en það er okkar helsti veikleiki þetta árið. Ef við komum með sömu orku inn í leikinn og við gerðum í dag þá er allt mögulegt.“ Dominos-deild karla ÍR Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Stjarnan 97-95 | Óvæntur sigur heimamanna Eftir fimm töp í röð vann ÍR loks leik er þeir höfðu betur gegn Stjörnunni í Hellinum í kvöld. 3. maí 2021 20:55 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Sjá meira
Borce var spurður að því hvað hafi gerst í leiknum sem orsakaði það að hans menn lönduðu sigrinum. „Við höfum margoft lent undir og þurft að berjast til baka og ekki tekist það en allavega í þetta sinn höfðum við styrkinn til að klára þetta á jákvæðu nótunum fyrir okkur. Ég ber virðingu fyrir því að eldri leikmennirnir hafi reynt að taka forystuna í leiknum og allir ætluðu að vinna leikinn á eigin spýtur og endurspeglast það í því að við vorum ekki að spila sem lið og þess vegna vorum við undir. Það voru hinsvegar ungu gæjarnir sem komu með jákvæða orku og liðsspil inn í leikinn okkar. Í seinni hálfleik þá byrjuðum við aftur illa en komum til baka og voru það Sæþór og Sigvaldi sem leiddu áhlaupið til baka með mörgum þristum. Þegar þeir voru að hitta skotunum sínum þá jók það trúna hjá hinum að við gætum komið til baka og unnið leikinn.“ „Í lokinn þá var það vörnin sem skipti mestu máli fyrir okkur og bjó það til nokkrar auðveldar körfur fyrir okkur. Það var lykil atriði en ég held að allir leikmenn mínir hafi skilið hjartað sitt eftir á gólfinu í kvöld því við vissum hversu mikilvægt þessi leikur var því á fimmtudaginn þá er næsti leikur á móti Njarðvík hérna heima og vonast ég til að reglunum verði breytt þannig að það verði fleiri áhorfendur í salnum. Stuðningurinn hérna skiptir sköpum og ef við vinnum á fimmtudaginn þá er möguleiki á að ná í sæti í úrslitakeppninni.“ Borce var spurður að því hvort hann og hans lið hafi verið komið með áhyggjur af stöðunni en það blasti við þeim að sogast af alvöru niður í fallbaráttuna sem er í algleymingi þessa stundina. „Algjörlega. Við vorum komnir með miklar áhyggjur og ég var kominn á fullt í að reyna að greina það sem var að hjá okkur. Við hinsvegar komumst í takt í dag til að vinna þennan leik. Stjarnan spilaði hrikalega vel jafnvel þó að þeim vantaði Mirza og að Alexander væri kominn. Ég vissi ekki hverju var að búast við af honum. Þeir voru stærri en við í kvöld og leiddu með að ég held 15 fráköstum í fyrri hálfleik en það er okkar helsti veikleiki þetta árið. Ef við komum með sömu orku inn í leikinn og við gerðum í dag þá er allt mögulegt.“
Dominos-deild karla ÍR Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Stjarnan 97-95 | Óvæntur sigur heimamanna Eftir fimm töp í röð vann ÍR loks leik er þeir höfðu betur gegn Stjörnunni í Hellinum í kvöld. 3. maí 2021 20:55 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Sjá meira
Leik lokið: ÍR - Stjarnan 97-95 | Óvæntur sigur heimamanna Eftir fimm töp í röð vann ÍR loks leik er þeir höfðu betur gegn Stjörnunni í Hellinum í kvöld. 3. maí 2021 20:55