Liðsmenn Sigur Rósar sýknaðir í héraði Atli Ísleifsson skrifar 25. maí 2021 10:10 Jón Þór Birgisson, söngvari Sigur Rósar, og félagar hans mæta við þingfestingu málsins í héraði í apríl 2019. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun fjóra liðsmenn hljómsveitarinnar Sigur Rósar af ákæru um stórfelld skattsvik. Tónlistarmennirnir fjórir voru grunaðir um stórfelld skattsvik með því að hafa komist hjá því að greiða ríflega 150 milljónir króna. Auk þeirra var endurskoðandi þeirra ákærður í málinu. Skattsvikamál hefur velkst um í réttarkefinu um nokkurt skeið en Landsréttur úrskurðaði í febrúar á síðasta ári að málið færi aftur fyrir héraðsdóm og skyldi tekið til efnislegrar meðferðar. Lögmaður liðsmanna Sigur Rósar gerði á sínum tíma kröfu um að málinu yrði vísað frá á grundvelli laga um tvöfalda refsingu þar sem þeir hefðu þegar greitt sekt vegna málsins. Eignir tónlistarmannanna – þeirra Jóns Þórs Birgissonar, Kjartans Sveinssonar, Georgs Hólm og Orra Páls Dýrasonar – voru um tíma kyrrsettar við rannsókn málsins, en eignirnar námu um 800 milljónum króna. Jón Þór og Gunnar Þór Ásgeirsson endurskoðandi hans voru einnig sýknaðir fyrir skattsvik er vörðuðu félag Jóns Þórs, Frakk. Voru þeir ákærðir fyrir að hafa komið félagi í eigu Jóns Þórs undan greiðslu tekjuskatts upp á 146 milljónir króna. Ekki tekin ákvörðun um áfrýjun Segja má að meðferð málsins í héraði hafi farið fram í kyrrþey þar sem Guðjón St. Marteinsson, dómari í málinu, birti ekki upplýsingar um málið á dagskrá dómstólsins eins og venja er. Því var enginn fjölmiðill viðstaddur aðalmeðferð málsins og heldur ekki dómsuppkvaðningu í morgun. Barbara Björnsdóttir varadómstjóri tjáði fréttastofu á dögunum að vegna tilfærslu mála á milli sala í húsakynnum héraðsdóms hefði málið ekki ratað á dagskrá dómsins. Ekki liggur ljóst fyrir hvers vegna dómsuppkvaðning í morgun var ekki birt á dagskránni heldur. Kristín Ingileifsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, hafði ekki fengið dóminn í hendurnrar þegar fréttastofa náði af henni tali. Því hefði ekki verið tekin ákvörðun um það hvort málinu yrði áfrýjað. Undarlegasti farsi sem Georg hefur lent í Georg Hólm, bassaleikari sveitarinnar, tjáði sig um málið í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk í september. „Þetta er einhver undarlegasti farsi sem ég hef lent í. Okkur líður ekki eins og við höfum gert eitthvað rangt og alveg frá degi eitt þegar við fórum að skrifa undir samninga var alveg sérstaklega tekið fram að við ætluðum okkur að vera alveg rosalega heiðarlegir varðandi svona mál og borga alla okkar skatta hér á Íslandi,“ sagði Georg. Hann sagðist ekkert skilja í því hvað endurskoðandi sveitarinnar hefði verið að gera. „Við erum bara á tónleikaferðalagi og ég er ekkert að hlaupa til skattstjóra til að skila skattaskýrslunni minni. Svo fara koma skrýtin bréf frá skattinum og það fyrsta sem maður gerir er að senda þetta áfram á endurskoðandann. Hann segist alltaf ætla sjá um þetta en gerir í raun ekki neitt,“ segir Georg. Sveitin hafi strax farið í að ráða nýjan endurskoðanda og reyna að leysa málið. Með óbragð í munninum „Við sögðum bara strax já og amen við skattinn og sama hvað þeir reiknuðu út þá vorum við til í að greiða það. Svo kemur leiðinlegasta sjokkið að maður fær ákæru eftir það. Þó svo að maður sé búinn að samþykkja allt. Okkur líður rosalega eins og það hafi verið traðkað á okkur. Þetta er búið að taka á.“ Málin var vísað frá í héraði á sínum tíma en Landsréttur sendi það aftur heim í hérað til meðferðar. Sem lauk í morgun með sýknudómi. „Þetta er eiginlega leiðinlegasta staða sem hægt er að vera í og það er bara erfitt að sætta sig við þetta, fyrir mig persónulega.“ Georg sagði það hafa verið erfitt að halda áfram í bandinu. „Það hægist á öllu og maður verður rosalega þungur á því. Þetta er íþyngjandi og leiðinlegt og maður skilur þetta ekki alveg. En maður reynir að fara fram úr á morgnana. Við erum enn þá band og höfum ekkert tekið neina ákvörðun um neitt annað. Ég á samt bara erfitt með að semja tónlist eftir þetta mál og fæ bara óbragð í munninn.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Sigur Rós Skattamál Sigur Rósar Tengdar fréttir Mál Sigur Rósar aftur fyrir héraðsdóm Skattsvikamál fjögurra liðsmanna hljómsveitarinnar Sigur Rósar fer aftur fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur sem þarf að taka málið til efnislegrar meðferðar. 28. febrúar 2020 15:01 Sigur Rós sendir frá sér yfirlýsingu: Skattalögin til skammar fyrir Ísland Núverandi og fyrrverandi meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir hvetja íslensk stjórnvöld til þess að endurskoða íslenska skattalöggjöf sem þeir telja vera óréttláta, harðneskjulega og til skammar fyrir Ísland. 19. október 2020 15:23 Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Tónlistarmennirnir fjórir voru grunaðir um stórfelld skattsvik með því að hafa komist hjá því að greiða ríflega 150 milljónir króna. Auk þeirra var endurskoðandi þeirra ákærður í málinu. Skattsvikamál hefur velkst um í réttarkefinu um nokkurt skeið en Landsréttur úrskurðaði í febrúar á síðasta ári að málið færi aftur fyrir héraðsdóm og skyldi tekið til efnislegrar meðferðar. Lögmaður liðsmanna Sigur Rósar gerði á sínum tíma kröfu um að málinu yrði vísað frá á grundvelli laga um tvöfalda refsingu þar sem þeir hefðu þegar greitt sekt vegna málsins. Eignir tónlistarmannanna – þeirra Jóns Þórs Birgissonar, Kjartans Sveinssonar, Georgs Hólm og Orra Páls Dýrasonar – voru um tíma kyrrsettar við rannsókn málsins, en eignirnar námu um 800 milljónum króna. Jón Þór og Gunnar Þór Ásgeirsson endurskoðandi hans voru einnig sýknaðir fyrir skattsvik er vörðuðu félag Jóns Þórs, Frakk. Voru þeir ákærðir fyrir að hafa komið félagi í eigu Jóns Þórs undan greiðslu tekjuskatts upp á 146 milljónir króna. Ekki tekin ákvörðun um áfrýjun Segja má að meðferð málsins í héraði hafi farið fram í kyrrþey þar sem Guðjón St. Marteinsson, dómari í málinu, birti ekki upplýsingar um málið á dagskrá dómstólsins eins og venja er. Því var enginn fjölmiðill viðstaddur aðalmeðferð málsins og heldur ekki dómsuppkvaðningu í morgun. Barbara Björnsdóttir varadómstjóri tjáði fréttastofu á dögunum að vegna tilfærslu mála á milli sala í húsakynnum héraðsdóms hefði málið ekki ratað á dagskrá dómsins. Ekki liggur ljóst fyrir hvers vegna dómsuppkvaðning í morgun var ekki birt á dagskránni heldur. Kristín Ingileifsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, hafði ekki fengið dóminn í hendurnrar þegar fréttastofa náði af henni tali. Því hefði ekki verið tekin ákvörðun um það hvort málinu yrði áfrýjað. Undarlegasti farsi sem Georg hefur lent í Georg Hólm, bassaleikari sveitarinnar, tjáði sig um málið í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk í september. „Þetta er einhver undarlegasti farsi sem ég hef lent í. Okkur líður ekki eins og við höfum gert eitthvað rangt og alveg frá degi eitt þegar við fórum að skrifa undir samninga var alveg sérstaklega tekið fram að við ætluðum okkur að vera alveg rosalega heiðarlegir varðandi svona mál og borga alla okkar skatta hér á Íslandi,“ sagði Georg. Hann sagðist ekkert skilja í því hvað endurskoðandi sveitarinnar hefði verið að gera. „Við erum bara á tónleikaferðalagi og ég er ekkert að hlaupa til skattstjóra til að skila skattaskýrslunni minni. Svo fara koma skrýtin bréf frá skattinum og það fyrsta sem maður gerir er að senda þetta áfram á endurskoðandann. Hann segist alltaf ætla sjá um þetta en gerir í raun ekki neitt,“ segir Georg. Sveitin hafi strax farið í að ráða nýjan endurskoðanda og reyna að leysa málið. Með óbragð í munninum „Við sögðum bara strax já og amen við skattinn og sama hvað þeir reiknuðu út þá vorum við til í að greiða það. Svo kemur leiðinlegasta sjokkið að maður fær ákæru eftir það. Þó svo að maður sé búinn að samþykkja allt. Okkur líður rosalega eins og það hafi verið traðkað á okkur. Þetta er búið að taka á.“ Málin var vísað frá í héraði á sínum tíma en Landsréttur sendi það aftur heim í hérað til meðferðar. Sem lauk í morgun með sýknudómi. „Þetta er eiginlega leiðinlegasta staða sem hægt er að vera í og það er bara erfitt að sætta sig við þetta, fyrir mig persónulega.“ Georg sagði það hafa verið erfitt að halda áfram í bandinu. „Það hægist á öllu og maður verður rosalega þungur á því. Þetta er íþyngjandi og leiðinlegt og maður skilur þetta ekki alveg. En maður reynir að fara fram úr á morgnana. Við erum enn þá band og höfum ekkert tekið neina ákvörðun um neitt annað. Ég á samt bara erfitt með að semja tónlist eftir þetta mál og fæ bara óbragð í munninn.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Sigur Rós Skattamál Sigur Rósar Tengdar fréttir Mál Sigur Rósar aftur fyrir héraðsdóm Skattsvikamál fjögurra liðsmanna hljómsveitarinnar Sigur Rósar fer aftur fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur sem þarf að taka málið til efnislegrar meðferðar. 28. febrúar 2020 15:01 Sigur Rós sendir frá sér yfirlýsingu: Skattalögin til skammar fyrir Ísland Núverandi og fyrrverandi meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir hvetja íslensk stjórnvöld til þess að endurskoða íslenska skattalöggjöf sem þeir telja vera óréttláta, harðneskjulega og til skammar fyrir Ísland. 19. október 2020 15:23 Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Mál Sigur Rósar aftur fyrir héraðsdóm Skattsvikamál fjögurra liðsmanna hljómsveitarinnar Sigur Rósar fer aftur fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur sem þarf að taka málið til efnislegrar meðferðar. 28. febrúar 2020 15:01
Sigur Rós sendir frá sér yfirlýsingu: Skattalögin til skammar fyrir Ísland Núverandi og fyrrverandi meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir hvetja íslensk stjórnvöld til þess að endurskoða íslenska skattalöggjöf sem þeir telja vera óréttláta, harðneskjulega og til skammar fyrir Ísland. 19. október 2020 15:23