Stærð ferðaþjónustunnar ástæða lengra bataferlis Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. júní 2021 11:11 Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. vísir/Egill Aðalsteinsson Prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands gerir ráð fyrir því að hlutur ferðaþjónustunnar í hagkerfi landsins sé helsta ástæða þess að OECD spái Íslandi svo hægum bata úr efnahagskreppu faraldursins. OECD birti í gær skýrslu þar sem því er spáð að ekkert þróað ríki verði jafn lengi að endurheimta fyrri efnahagsstyrk eftir heimsfaraldurinn og Ísland. Þar er stuðst við verga landsframleiðslu sem mælikvarða. Ísland á ekki að ná sömu vergu landsframleiðslu og landið var með fyrir faraldurinn fyrr en á síðari helmingi ársins 2023. Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði, var ekki búinn að lesa skýrsluna ítarlega þegar Vísir ræddi við hann en finnst blasa við að ferðaþjónustan sé helsta ástæðan fyrir hægum efnahagsbata: „Ísland reiðir sig í óvenju miklum mæli á ferðaþjónustu og hún hefur auðvitað komið mjög illa út úr faraldrinum alls staðar. Endurheimt fyrri stöðu á Íslandi byggir auðvitað mjög mikið á því hvernig gengur með ferðaþjónustuna. Þannig það er nú væntanlega lykilforsendan í þessum útreikningum OECD.“ Áframhaldandi atvinnuleysi Í skýrslunni er gert ráð fyrir miklu atvinnuleysi á Íslandi, líka á næsta ári þegar það á að minnka úr 8 prósentum niður í 7,6 prósent. Í ríkjum sem eiga að ná sömu vergu landsframleiðslu og þau voru með fyrir faraldurinn á næstu mánuðum verður atvinnuleysið mun minna. Á næsta ári er til dæmis gert ráð fyrir 4 prósent atvinnuleysi í Noregi en 4,3 prósent í Bandaríkjunum. „Atvinnuleysið hefur náttúrulega áhrif á þessar helstu hagstærðir,“ segir Gylfi. „Ferðaþjónustan er mjög mannaflafrek grein sem þýðir auðvitað að samdráttur í henni hefur mikil áhrif á atvinnustig og það er þá lengi að jafna sig.“ Hann segir eðlilegt að Noregur og Bandaríkin nái sér hratt upp úr faraldrinum, því þar sé takmörkuð ferðaþjónusta í hlutfalli við stærð hagkerfis landanna. „Svo er væntanlega gert ráð fyrir því að nánast allar aðrar atvinnugreinar komist aftur í nokkuð eðlilegt stand á næsta ári.“ Erfitt að ná aftur sama árangri Gylfi nefnir þá að einnig mega hafa í huga að fyrir faraldurinn var hagkerfi Íslands þegar komið í nokkra kólnun. „Ef maður horfir aftur til ársins 2019 þá var það samdráttarár. Það voru svona ýmis vandamál í ferðaþjónustu; WOW varð gjaldþrota og greinin átti almennt í einhverri varnarbaráttu.“ Það geti verið ein ástæða þess að OECD gerir ekki ráð fyrir því að greinin nái sér mjög hratt á strik aftur. „Svo veit maður reyndar ekkert hvort þeir hafi eitthvað gert ráð fyrir aðdráttarafli vegna eldgossins en það getur auðvitað haft einhver jákvæð áhrif,“ segir Gylfi. Einnig geti það haft áhrif á spánna að mikið vaxtarskeið í efnahagskerfi landsins hafi verið að ljúka einmitt þegar faraldurinn skall á og landsframleiðslan verið mjög mikil á síðustu árum. „Það skeið kom auðvitað í kjölfar vandræðanna í hruninu og það er kannski erfitt að ná aftur upp dampi þegar viðmiðið er landsframleiðsla sem hafði vaxið svona svakalega.“ Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
OECD birti í gær skýrslu þar sem því er spáð að ekkert þróað ríki verði jafn lengi að endurheimta fyrri efnahagsstyrk eftir heimsfaraldurinn og Ísland. Þar er stuðst við verga landsframleiðslu sem mælikvarða. Ísland á ekki að ná sömu vergu landsframleiðslu og landið var með fyrir faraldurinn fyrr en á síðari helmingi ársins 2023. Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði, var ekki búinn að lesa skýrsluna ítarlega þegar Vísir ræddi við hann en finnst blasa við að ferðaþjónustan sé helsta ástæðan fyrir hægum efnahagsbata: „Ísland reiðir sig í óvenju miklum mæli á ferðaþjónustu og hún hefur auðvitað komið mjög illa út úr faraldrinum alls staðar. Endurheimt fyrri stöðu á Íslandi byggir auðvitað mjög mikið á því hvernig gengur með ferðaþjónustuna. Þannig það er nú væntanlega lykilforsendan í þessum útreikningum OECD.“ Áframhaldandi atvinnuleysi Í skýrslunni er gert ráð fyrir miklu atvinnuleysi á Íslandi, líka á næsta ári þegar það á að minnka úr 8 prósentum niður í 7,6 prósent. Í ríkjum sem eiga að ná sömu vergu landsframleiðslu og þau voru með fyrir faraldurinn á næstu mánuðum verður atvinnuleysið mun minna. Á næsta ári er til dæmis gert ráð fyrir 4 prósent atvinnuleysi í Noregi en 4,3 prósent í Bandaríkjunum. „Atvinnuleysið hefur náttúrulega áhrif á þessar helstu hagstærðir,“ segir Gylfi. „Ferðaþjónustan er mjög mannaflafrek grein sem þýðir auðvitað að samdráttur í henni hefur mikil áhrif á atvinnustig og það er þá lengi að jafna sig.“ Hann segir eðlilegt að Noregur og Bandaríkin nái sér hratt upp úr faraldrinum, því þar sé takmörkuð ferðaþjónusta í hlutfalli við stærð hagkerfis landanna. „Svo er væntanlega gert ráð fyrir því að nánast allar aðrar atvinnugreinar komist aftur í nokkuð eðlilegt stand á næsta ári.“ Erfitt að ná aftur sama árangri Gylfi nefnir þá að einnig mega hafa í huga að fyrir faraldurinn var hagkerfi Íslands þegar komið í nokkra kólnun. „Ef maður horfir aftur til ársins 2019 þá var það samdráttarár. Það voru svona ýmis vandamál í ferðaþjónustu; WOW varð gjaldþrota og greinin átti almennt í einhverri varnarbaráttu.“ Það geti verið ein ástæða þess að OECD gerir ekki ráð fyrir því að greinin nái sér mjög hratt á strik aftur. „Svo veit maður reyndar ekkert hvort þeir hafi eitthvað gert ráð fyrir aðdráttarafli vegna eldgossins en það getur auðvitað haft einhver jákvæð áhrif,“ segir Gylfi. Einnig geti það haft áhrif á spánna að mikið vaxtarskeið í efnahagskerfi landsins hafi verið að ljúka einmitt þegar faraldurinn skall á og landsframleiðslan verið mjög mikil á síðustu árum. „Það skeið kom auðvitað í kjölfar vandræðanna í hruninu og það er kannski erfitt að ná aftur upp dampi þegar viðmiðið er landsframleiðsla sem hafði vaxið svona svakalega.“
Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira