„Ég átti von á því að við myndum taka þennan leik, við vorum mjög vel undirbúnar fyrir leik, það var ekkert í leik Fylkis sem kom okkur á óvart í kvöld."
„Mér fannst margt ganga upp í kvöld en þó ekki allt en mikill undirbúningur fyrir leik skilaði sér í kvöld," sagði Guðni Eiríksson.
FH komst yfir undir lok fyrri hálfleiks, leikurinn var tíðinda lítil fram að marki en að fara með forskot inn í hálfleikinn kom FH stúlkum á bragðið.
„Ég get ýmindað mér að þetta hefur verið skellur fyrir Fylki að fá á sig mark undir lok fyrri hálfleiks, markið var þó verðskuldað því mér fannst við spila vel í fyrri hálfleik."
Guðni Eiríksson var mjög ánægður með margt í spilamennsku FH í kvöld.
„Mér fannst uppspilið okkar ganga upp í kvöld, við vorum þéttar og gerðum vel í að loka á þau svæði sem Fylkir vildi sækja í."
FH er komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins og vill Guðni ólmur mæta á Laugadalsvöllinn verandi aðeins einum leik frá því.
„Við erum í þessu móti til að vinna það, við erum bara að hafa gaman hérna í bikarnum. Öll lið hljóta að vilja fá okkur við erum að spila í Lengjudeildinni."
Guðni hafði eina ósk þegar dregið verður í undanúrslitin það var að fá leik á Kaplakrikavelli.