Allison Mack dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir kynlífsþrælkun Samúel Karl Ólason skrifar 30. júní 2021 18:52 Allison Mack á leið úr dómsal í New York í dag, ásamt móður sinni Mindy Mack. AP/Mary Altaffer Allison Mack, fyrrverandi leikkona sem er þekktust fyrir þættina Smallville, hefur verið dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir aðkomu hennar að kynlífs-sértrúarsöfnuðinum Nxivm (borið fram Nexium). Hún játaði árið 2019 að hafa aðstoðað Keith Raniere, forsvarsmann „sjálfshjálparhópsins“ að finna konur og halda þeim í kynlífsþrælkun. Eftir að Mack játaði brot sín starfaði hún með saksóknunum í máli þeirra gegn Raniere, sem var dæmdur í 120 ára fangelsi í fyrra. Sjá einnig: Leiðtogi kynlífsþrælkunarhópsins dæmdur í 120 ára fangelsi Við dómsumkvaðninguna í dag lýsti Mack því yfir að hún sæi eftir gömlum ákvörðunum sínum og væri full eftirsjá og sektarkenndar. Þá bað hún fórnarlömb sín afsökunar, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Dómari málsins sagðist telja afsökunarbeiðni hennar einlæga en sagði brot hennar þó alvarleg og dómur hennar yrði að vera það sömuleiðis. Hún hefði getað verið dæmd í vel á tuttugu ára fangelsi en verjendur hennar fóru fram á mildun vegna samvinnu hennar með saksóknurum. Það samþykkti dómarinn og dæmdi hana í þriggja ára fangelsi, eins og áður hefur komið fram. Jessica Joan, eitt fórnarlamba hennar, sagði þó fyrir dómi að Mack ætti ekki rétt á miskunn. Hún hafnaði alfarið afsökunarbeiðni Mack og sagði hana vera manneskju af sama meiði og Raniere. „Allison Mack er níðingur og ill manneskja,“ sagði Joan. Þvinguðu konur til að taka nektarmyndir Mack er 38 ára gömul og tilheyrði áður innsta hring Raniere. Hún var sökuð um að hafa stýrt kynlífsþrælum hans og skipað þeim að framkvæma ýmsar kynlífsathafnir og önnur verk. Talið er að Raniere hafi haft um fimmtán til tuttugu konur sem stunduðu kynlíf með honum eftir hans hentisemi, og var þeim meinað að ræða samband sitt við leiðtogann við aðra. Þá var þeim skylt að taka nektarmyndir af sér sem gat verið lekið ef þær fóru gegn vilja Raniere. Þá voru þær brennimerktar upphafsstöfum hans. Konunum var boðið að verða meðlimir DOS, nokkurskonar kvenfélags innan Nxivm sem átti að vera valdeflandi og einungis skipað konum. Það hafi komið mörgum þeirra á óvart að það var í raun Raniere sem fór með stjórn hópsins og fyrirkomulagið hafi í raun verið skipulagt þrælahald. Þá hafi hann haft fulla stjórn á athöfnum þeirra, gefið þeim verkefnalista sem innihéldu meðal annars kynferðislegar athafnir með honum og hafi svelt þær til þess að útlit þeirra myndi þóknast honum. Þegar til stóð að handtaka Raniere flúið hann ásamt Mack og öðrum til Mexíkó, þar sem þau reyndu að reisa Nxivm á nýjan leik. Þau voru þó á endanum handtekin og færð til Bandaríkjanna. Bandaríkin Tengdar fréttir Sagði sértrúarsöfnuðinn aðeins hafa snúist um kynlífs- og valdafíkn leiðtogans Saksóknari í máli Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum, sagði við lok réttarhaldana yfir honum að undirhópur safnaðarins, ætlaður valdeflingu kvenna, hafi í raun aðeins hafa þjónað þeim tilgangi að uppfylla þörf Raniere fyrir kynlíf og völd. 17. júní 2019 22:48 Þrælar, yfirboðarar, brennimerking og hundaólar hluti af daglegu lífi innan kynlífsþrælkunarhópsins Réttarhöld standa nú yfir Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum. Meðal þeirra sem borið hafa vitni gegn honum er kona sem kom fram undir nafninu Sylvie. Í réttarsal lýsti hún daglegu lífi innnan safnaðarins. 9. maí 2019 12:00 Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Innlent Fleiri fréttir Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Sjá meira
Eftir að Mack játaði brot sín starfaði hún með saksóknunum í máli þeirra gegn Raniere, sem var dæmdur í 120 ára fangelsi í fyrra. Sjá einnig: Leiðtogi kynlífsþrælkunarhópsins dæmdur í 120 ára fangelsi Við dómsumkvaðninguna í dag lýsti Mack því yfir að hún sæi eftir gömlum ákvörðunum sínum og væri full eftirsjá og sektarkenndar. Þá bað hún fórnarlömb sín afsökunar, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Dómari málsins sagðist telja afsökunarbeiðni hennar einlæga en sagði brot hennar þó alvarleg og dómur hennar yrði að vera það sömuleiðis. Hún hefði getað verið dæmd í vel á tuttugu ára fangelsi en verjendur hennar fóru fram á mildun vegna samvinnu hennar með saksóknurum. Það samþykkti dómarinn og dæmdi hana í þriggja ára fangelsi, eins og áður hefur komið fram. Jessica Joan, eitt fórnarlamba hennar, sagði þó fyrir dómi að Mack ætti ekki rétt á miskunn. Hún hafnaði alfarið afsökunarbeiðni Mack og sagði hana vera manneskju af sama meiði og Raniere. „Allison Mack er níðingur og ill manneskja,“ sagði Joan. Þvinguðu konur til að taka nektarmyndir Mack er 38 ára gömul og tilheyrði áður innsta hring Raniere. Hún var sökuð um að hafa stýrt kynlífsþrælum hans og skipað þeim að framkvæma ýmsar kynlífsathafnir og önnur verk. Talið er að Raniere hafi haft um fimmtán til tuttugu konur sem stunduðu kynlíf með honum eftir hans hentisemi, og var þeim meinað að ræða samband sitt við leiðtogann við aðra. Þá var þeim skylt að taka nektarmyndir af sér sem gat verið lekið ef þær fóru gegn vilja Raniere. Þá voru þær brennimerktar upphafsstöfum hans. Konunum var boðið að verða meðlimir DOS, nokkurskonar kvenfélags innan Nxivm sem átti að vera valdeflandi og einungis skipað konum. Það hafi komið mörgum þeirra á óvart að það var í raun Raniere sem fór með stjórn hópsins og fyrirkomulagið hafi í raun verið skipulagt þrælahald. Þá hafi hann haft fulla stjórn á athöfnum þeirra, gefið þeim verkefnalista sem innihéldu meðal annars kynferðislegar athafnir með honum og hafi svelt þær til þess að útlit þeirra myndi þóknast honum. Þegar til stóð að handtaka Raniere flúið hann ásamt Mack og öðrum til Mexíkó, þar sem þau reyndu að reisa Nxivm á nýjan leik. Þau voru þó á endanum handtekin og færð til Bandaríkjanna.
Bandaríkin Tengdar fréttir Sagði sértrúarsöfnuðinn aðeins hafa snúist um kynlífs- og valdafíkn leiðtogans Saksóknari í máli Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum, sagði við lok réttarhaldana yfir honum að undirhópur safnaðarins, ætlaður valdeflingu kvenna, hafi í raun aðeins hafa þjónað þeim tilgangi að uppfylla þörf Raniere fyrir kynlíf og völd. 17. júní 2019 22:48 Þrælar, yfirboðarar, brennimerking og hundaólar hluti af daglegu lífi innan kynlífsþrælkunarhópsins Réttarhöld standa nú yfir Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum. Meðal þeirra sem borið hafa vitni gegn honum er kona sem kom fram undir nafninu Sylvie. Í réttarsal lýsti hún daglegu lífi innnan safnaðarins. 9. maí 2019 12:00 Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Innlent Fleiri fréttir Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Sjá meira
Sagði sértrúarsöfnuðinn aðeins hafa snúist um kynlífs- og valdafíkn leiðtogans Saksóknari í máli Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum, sagði við lok réttarhaldana yfir honum að undirhópur safnaðarins, ætlaður valdeflingu kvenna, hafi í raun aðeins hafa þjónað þeim tilgangi að uppfylla þörf Raniere fyrir kynlíf og völd. 17. júní 2019 22:48
Þrælar, yfirboðarar, brennimerking og hundaólar hluti af daglegu lífi innan kynlífsþrælkunarhópsins Réttarhöld standa nú yfir Keith Raniere, leiðtoga kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum. Meðal þeirra sem borið hafa vitni gegn honum er kona sem kom fram undir nafninu Sylvie. Í réttarsal lýsti hún daglegu lífi innnan safnaðarins. 9. maí 2019 12:00