Frá Man United til félags sem hefur ekki enn spilað sinn fyrsta leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júlí 2021 15:00 Casey Stoney er komin til San Diego. Visionhaus/Getty Images Casey Stoney, fyrrverandi þjálfari kvennaliðs Manchester United, mun stýra San Diego í NWSL-deildinni í Bandaríkjunum á næstu leiktíð. Félagið er sem stendur ekki í deildarkeppni. Stoney tók við Manchester United þegar kvennalið félagsins var sett aftur á laggirnar árið 2018. Undir hennar stjórn rúllaði liðið yfir B-deildina í Englandi og var í 4. sæti er úrvalsdeildinni var hætt vegna kórónuveirunnar á síðasta ári. Liðið endaði aftur í 4. sæti á nýafstöðnu tímabili en ýmis vandamál innan veggja þess urðu til þess að Stoney sagði starfi sínu lausu. Nú hefur verið staðfest að hún muni þjálfa lið San Diego í NWSL-deildinni í Bandaríkjunum á næstu leiktíð en félagið er í óðaönn að gera og græja allt sem þarf til að liðið geti tekið þátt. „Ég er mjög spennt fyrir því að stýra San Diego í NWSL-deildinni á næstu leiktíð. Ég hlakka til að byggja upp nýja menningu og leikstíl“ sagði hin 39 ára gamla Stoney um komandi tímabil. San Diego ætti að vera í góðum höndum með Stoney sem aðalþjálfara og Jill Ellis sem forseta. Sú síðarnefna þjálfaði bandaríska landsliðið með góðum árangri og varð til að mynda heimsmeistari tvívegis. Tvö ný lið verða í NWSL-deildinni á næstu leiktíð en Angel City – félag byggt upp af Hollywood-stjörnum, Serenu Williams og fleirum – mun einnig taka þátt. Fótbolti NWSL Tengdar fréttir Leikmenn kvennaliðs Man United hafa fengið nóg og leita til leikmannasamtakanna Eftir að hafa rétt misst af Meistaradeildarsæti virðist mikill glundroði ríkja hjá kvennaliði Manchester United. Þjálfarinn er farinn, bestu leikmenn liðsins eru á förum og nú vilja leikmenn liðsins ræða við leikmannasamtökin um ástandið hjá félaginu. 8. júlí 2021 17:01 Segir það betri fjárfestingu að setja pening í kvennadeildina en í karlana Bandaríski fjárfestirinn Alexis Ohanian, sem er einn af stofnendum Reddit og eiginmaður tennisstjörnunnar Serena Williams, hefur ákveðnar skoðanir á kvennafótbolta í heimalandi sínu. 18. mars 2021 14:31 Dætur tveggja forseta Bandaríkjanna fjárfesta í sama kvennafótboltaliði Bandaríska kvennaknattspyrnan hefur fengið góðan meðbyr að undanförnu og það er að færast í aukana að fræga og ríka fólkið fjárfesti í kvennafótboltaliðum í Bandaríkjunum. 18. febrúar 2021 10:01 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Sjá meira
Stoney tók við Manchester United þegar kvennalið félagsins var sett aftur á laggirnar árið 2018. Undir hennar stjórn rúllaði liðið yfir B-deildina í Englandi og var í 4. sæti er úrvalsdeildinni var hætt vegna kórónuveirunnar á síðasta ári. Liðið endaði aftur í 4. sæti á nýafstöðnu tímabili en ýmis vandamál innan veggja þess urðu til þess að Stoney sagði starfi sínu lausu. Nú hefur verið staðfest að hún muni þjálfa lið San Diego í NWSL-deildinni í Bandaríkjunum á næstu leiktíð en félagið er í óðaönn að gera og græja allt sem þarf til að liðið geti tekið þátt. „Ég er mjög spennt fyrir því að stýra San Diego í NWSL-deildinni á næstu leiktíð. Ég hlakka til að byggja upp nýja menningu og leikstíl“ sagði hin 39 ára gamla Stoney um komandi tímabil. San Diego ætti að vera í góðum höndum með Stoney sem aðalþjálfara og Jill Ellis sem forseta. Sú síðarnefna þjálfaði bandaríska landsliðið með góðum árangri og varð til að mynda heimsmeistari tvívegis. Tvö ný lið verða í NWSL-deildinni á næstu leiktíð en Angel City – félag byggt upp af Hollywood-stjörnum, Serenu Williams og fleirum – mun einnig taka þátt.
Fótbolti NWSL Tengdar fréttir Leikmenn kvennaliðs Man United hafa fengið nóg og leita til leikmannasamtakanna Eftir að hafa rétt misst af Meistaradeildarsæti virðist mikill glundroði ríkja hjá kvennaliði Manchester United. Þjálfarinn er farinn, bestu leikmenn liðsins eru á förum og nú vilja leikmenn liðsins ræða við leikmannasamtökin um ástandið hjá félaginu. 8. júlí 2021 17:01 Segir það betri fjárfestingu að setja pening í kvennadeildina en í karlana Bandaríski fjárfestirinn Alexis Ohanian, sem er einn af stofnendum Reddit og eiginmaður tennisstjörnunnar Serena Williams, hefur ákveðnar skoðanir á kvennafótbolta í heimalandi sínu. 18. mars 2021 14:31 Dætur tveggja forseta Bandaríkjanna fjárfesta í sama kvennafótboltaliði Bandaríska kvennaknattspyrnan hefur fengið góðan meðbyr að undanförnu og það er að færast í aukana að fræga og ríka fólkið fjárfesti í kvennafótboltaliðum í Bandaríkjunum. 18. febrúar 2021 10:01 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Sjá meira
Leikmenn kvennaliðs Man United hafa fengið nóg og leita til leikmannasamtakanna Eftir að hafa rétt misst af Meistaradeildarsæti virðist mikill glundroði ríkja hjá kvennaliði Manchester United. Þjálfarinn er farinn, bestu leikmenn liðsins eru á förum og nú vilja leikmenn liðsins ræða við leikmannasamtökin um ástandið hjá félaginu. 8. júlí 2021 17:01
Segir það betri fjárfestingu að setja pening í kvennadeildina en í karlana Bandaríski fjárfestirinn Alexis Ohanian, sem er einn af stofnendum Reddit og eiginmaður tennisstjörnunnar Serena Williams, hefur ákveðnar skoðanir á kvennafótbolta í heimalandi sínu. 18. mars 2021 14:31
Dætur tveggja forseta Bandaríkjanna fjárfesta í sama kvennafótboltaliði Bandaríska kvennaknattspyrnan hefur fengið góðan meðbyr að undanförnu og það er að færast í aukana að fræga og ríka fólkið fjárfesti í kvennafótboltaliðum í Bandaríkjunum. 18. febrúar 2021 10:01