Hársbreidd frá vallarmeti og er með þriggja högga forskot Sindri Sverrisson skrifar 16. júlí 2021 12:10 Collin Morikawa veltir fyrir sér pútti á Opna breska í dag þar sem hann lék stórkostlegt golf. AP/Peter Morrison Hinn 24 ára gamli Collin Morikawa er kominn í baráttuna um að vinna sitt annað risamót á ferlinum eftir stórkostlega spilamennsku á öðrum degi Opna breska meistaramótsins í golfi í dag. Efstu kylfingar gærdagsins hefja brátt keppni og þurfa að vinna upp forskot Morikawa sem er orðinn efstur eftir að hafa leikið á sex höggum undir pari í dag. Morikawa var hársbreidd frá því að jafna vallarmetið á Royal St George vellinum, sem er 63 högg, en lokapúttið hans í dag fór naumlega ekki ofan í. Hann fékk alls sjö fugla og einn skolla á hringnum en paraði tíu holur. So close!No birdie at the last for Collin Morikawa but it's still a fantastic 64 See if anyone can catch him here https://t.co/xYY44zAFs3#TheOpen pic.twitter.com/eaMEEdaRuL— The Open (@TheOpen) July 16, 2021 Morikawa er nú samtals á -9 höggum, þremur höggum á undan Suður-Afríkumönnunum Daniel Van Tonder og Louis Oosthuizen. Oosthuizen, og þeir Jordan Pieth og Brian Harman sem léku á -5 höggum í gær, eiga hins vegar eftir að hefja leik í dag líkt og margir fleiri. Hinn 25 ára gamli Will Zalatoris hefur hins vegar neyðst til að hætta keppni vegna meiðsla. Zalatoris varð í 2. sæti á Opna bandaríska mótinu í apríl en hann lék á höggi undir pari í gær. We wish a speedy recovery to @WillZalatoris, who has withdrawn from The 149th Open due to injury #TheOpen pic.twitter.com/OWmV7EBpci— The Open (@TheOpen) July 16, 2021 Bein útsending frá mótinu er á Stöð 2 Golf en útsendingartíma má finna hér. Mótinu lýkur á sunnudag. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Fleiri fréttir Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Efstu kylfingar gærdagsins hefja brátt keppni og þurfa að vinna upp forskot Morikawa sem er orðinn efstur eftir að hafa leikið á sex höggum undir pari í dag. Morikawa var hársbreidd frá því að jafna vallarmetið á Royal St George vellinum, sem er 63 högg, en lokapúttið hans í dag fór naumlega ekki ofan í. Hann fékk alls sjö fugla og einn skolla á hringnum en paraði tíu holur. So close!No birdie at the last for Collin Morikawa but it's still a fantastic 64 See if anyone can catch him here https://t.co/xYY44zAFs3#TheOpen pic.twitter.com/eaMEEdaRuL— The Open (@TheOpen) July 16, 2021 Morikawa er nú samtals á -9 höggum, þremur höggum á undan Suður-Afríkumönnunum Daniel Van Tonder og Louis Oosthuizen. Oosthuizen, og þeir Jordan Pieth og Brian Harman sem léku á -5 höggum í gær, eiga hins vegar eftir að hefja leik í dag líkt og margir fleiri. Hinn 25 ára gamli Will Zalatoris hefur hins vegar neyðst til að hætta keppni vegna meiðsla. Zalatoris varð í 2. sæti á Opna bandaríska mótinu í apríl en hann lék á höggi undir pari í gær. We wish a speedy recovery to @WillZalatoris, who has withdrawn from The 149th Open due to injury #TheOpen pic.twitter.com/OWmV7EBpci— The Open (@TheOpen) July 16, 2021 Bein útsending frá mótinu er á Stöð 2 Golf en útsendingartíma má finna hér. Mótinu lýkur á sunnudag. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Fleiri fréttir Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira