Tíu sem gætu sprungið út á Ólympíuleikunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júlí 2021 12:02 Antony (Brasilía), Muto (Japan), Lainez (Mexíkó) og Amad (Fílabeinsströndin) gætu allir sprungið út á Ólympíuleikunum. Samsett/Getty Images Fótboltinn er byrjaður að rúlla á Ólympíuleikunum og því tók The Athletic saman hvaða tíu leikmenn karla megin gætu sprungið út á leikunum. Takefusa Kubo, Japan Tvítugur Japani sem hefur verið bæði á mála hjá Barcelona og Real Madrid. Var í unglingaliði Börunga áður en hann fór aftur heim eftir að Barcelona var dæmt fyrir að brjóta lög er varðar kaup á leikmönnum undir 18 ára. Varð yngsti leikmaður J. League – úrvalsdeildarinnar – í Japan er hann spilaði fyrir Tokyo FC aðeins 15 ára, fimm mánaða og eins dags gamall. Met sem stendur enn. Real keypti hann sumarið 2019 en Kubo hefur verið kallaður japanski Messi. Diego Lainez, Mexíkó Lainez er 21 árs gamall vængmaður sem spilar fyrir Real Betis á Spáni. Er örvfættur og hefur gríðarlegan hraða. Var í byrjunarliðinu í 2-1 sigri Mexíkó á Íslandi fyrr á þessu ári. Hefur verið hjá Betis síðan 2019 en er ekki enn búinn að festa sig í sessi sem byrjunarliðsmaður. Hefur spilað14 A-landsleiki og skorað þrjú mörk. Diego Lainez showed all his quality earlier today with a sublime run to set up one of Mexico's four goals.He's one of 10 young players I've written about who you should keep an eye on during the tournament.Stars of the future. #Olympics2021https://t.co/hldZHv77nB— Andy Jones (@adjones_journo) July 22, 2021 Lee Kang-in, Suður-Kórea Tvítugur sóknartengiliður sem spilar fyrir Valencia á Spáni. Skemmtilegur og lunkinn leikmaður sem er góður að finna svæði milli varnar og sóknar. Var valinn besti leikmaðurinn á HM U-20 ára landsliða árið 2019 en Suður-Kórea komst alla leið í úrslit á mótinu. Hefur spilað með aðalliði Valencia frá 2018 eftir að hafa verið átta ár þar á undan í akademíu liðsins. Hann er yngsti erlendi leikmaðurinn til að spila fyrir aðallið Valencia. Thiago Almada, Argentína Tvítugur Argentínumaður sem kemur úr sama hverfi og Carlos Tevez. Almada hefur verið líkt við landa sinn Lionel Messi þó það sé erfitt að feta í fótspor hans. Spilar með Velez Sarsfield í heimalandinu í dag en gæti farið til Evrópu áður en langt um líður. Er til að mynda orðaður við bæði Manchester-liðin. Takehiro Tomiyasu, Japan 22 ára gamall liðsfélagi Andra Fannars Baldurssonar hjá Bologna á Ítalíu. Varnarmaður sem var á sínum tíma boðið að koma í akademíu Barcelona en Tomiyasu ákvað að vera áfram í Japan. Er eftirsóttur mjög í dag og talið að Tottenham Hotspur fylgist vel með leikmanninum. Amad, Fílabeinsströndin 19 ára gamall vængmaður sem spilar með Manchester United. Gekk til liðs við félagið í janúar á þessu ári og lék nokkrar mínútur með liðinu það sem eftir lifði tímabilsins. Skoraði til að mynda fínt mark gegn AC Milan í Evrópudeildinni. Skemmtilegur örvfættur leikmaður sem leikur oftast nær úti á hægri vængnum. Hefur mikinn hraða og lágan þyngdarpunkt sem gerir hann erfiðan viðureignar fyrir varnarmenn. Antony, Brasilía 21 árs gamall vængmaður sem spilar fyrir Ajax í Hollandi. Ólst upp í fátækrahverfi í Brasilíu þar sem hann sá byssur, eiturlyf og margt þaðan af verra dag frá degi. Fótbolti var hans eina leið út. Var keyptur til Ajax síðasta sumar. Skoraði tíu mörk og lagði upp jafn mörg í 46 leikjum fyrir liðið sem varð deildar- og bikarmeistari. Timothee Pembele, Frakkland: 18 ára varnarmaður sem spilar með París-Saint Germain. Liberato Cacace, Nýja-Sjáland: Tvítugur vinstri bakvörður sem spilar með Sint-Truiden í Belgíu. Bruno Guimaraes, Brasilía: 23 ára varnarsinnaður miðjumaður sem spilar með Lyon í Frakklandi. Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport „Holan var of djúp“ Körfubolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Sjá meira
Takefusa Kubo, Japan Tvítugur Japani sem hefur verið bæði á mála hjá Barcelona og Real Madrid. Var í unglingaliði Börunga áður en hann fór aftur heim eftir að Barcelona var dæmt fyrir að brjóta lög er varðar kaup á leikmönnum undir 18 ára. Varð yngsti leikmaður J. League – úrvalsdeildarinnar – í Japan er hann spilaði fyrir Tokyo FC aðeins 15 ára, fimm mánaða og eins dags gamall. Met sem stendur enn. Real keypti hann sumarið 2019 en Kubo hefur verið kallaður japanski Messi. Diego Lainez, Mexíkó Lainez er 21 árs gamall vængmaður sem spilar fyrir Real Betis á Spáni. Er örvfættur og hefur gríðarlegan hraða. Var í byrjunarliðinu í 2-1 sigri Mexíkó á Íslandi fyrr á þessu ári. Hefur verið hjá Betis síðan 2019 en er ekki enn búinn að festa sig í sessi sem byrjunarliðsmaður. Hefur spilað14 A-landsleiki og skorað þrjú mörk. Diego Lainez showed all his quality earlier today with a sublime run to set up one of Mexico's four goals.He's one of 10 young players I've written about who you should keep an eye on during the tournament.Stars of the future. #Olympics2021https://t.co/hldZHv77nB— Andy Jones (@adjones_journo) July 22, 2021 Lee Kang-in, Suður-Kórea Tvítugur sóknartengiliður sem spilar fyrir Valencia á Spáni. Skemmtilegur og lunkinn leikmaður sem er góður að finna svæði milli varnar og sóknar. Var valinn besti leikmaðurinn á HM U-20 ára landsliða árið 2019 en Suður-Kórea komst alla leið í úrslit á mótinu. Hefur spilað með aðalliði Valencia frá 2018 eftir að hafa verið átta ár þar á undan í akademíu liðsins. Hann er yngsti erlendi leikmaðurinn til að spila fyrir aðallið Valencia. Thiago Almada, Argentína Tvítugur Argentínumaður sem kemur úr sama hverfi og Carlos Tevez. Almada hefur verið líkt við landa sinn Lionel Messi þó það sé erfitt að feta í fótspor hans. Spilar með Velez Sarsfield í heimalandinu í dag en gæti farið til Evrópu áður en langt um líður. Er til að mynda orðaður við bæði Manchester-liðin. Takehiro Tomiyasu, Japan 22 ára gamall liðsfélagi Andra Fannars Baldurssonar hjá Bologna á Ítalíu. Varnarmaður sem var á sínum tíma boðið að koma í akademíu Barcelona en Tomiyasu ákvað að vera áfram í Japan. Er eftirsóttur mjög í dag og talið að Tottenham Hotspur fylgist vel með leikmanninum. Amad, Fílabeinsströndin 19 ára gamall vængmaður sem spilar með Manchester United. Gekk til liðs við félagið í janúar á þessu ári og lék nokkrar mínútur með liðinu það sem eftir lifði tímabilsins. Skoraði til að mynda fínt mark gegn AC Milan í Evrópudeildinni. Skemmtilegur örvfættur leikmaður sem leikur oftast nær úti á hægri vængnum. Hefur mikinn hraða og lágan þyngdarpunkt sem gerir hann erfiðan viðureignar fyrir varnarmenn. Antony, Brasilía 21 árs gamall vængmaður sem spilar fyrir Ajax í Hollandi. Ólst upp í fátækrahverfi í Brasilíu þar sem hann sá byssur, eiturlyf og margt þaðan af verra dag frá degi. Fótbolti var hans eina leið út. Var keyptur til Ajax síðasta sumar. Skoraði tíu mörk og lagði upp jafn mörg í 46 leikjum fyrir liðið sem varð deildar- og bikarmeistari. Timothee Pembele, Frakkland: 18 ára varnarmaður sem spilar með París-Saint Germain. Liberato Cacace, Nýja-Sjáland: Tvítugur vinstri bakvörður sem spilar með Sint-Truiden í Belgíu. Bruno Guimaraes, Brasilía: 23 ára varnarsinnaður miðjumaður sem spilar með Lyon í Frakklandi.
Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport „Holan var of djúp“ Körfubolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Sjá meira