Skiptin til Everton tefjast vegna Brexit Valur Páll Eiríksson skrifar 25. júlí 2021 11:31 Cecilía Rán var valin efnilegasti leikmaður Íslandsmótsins í fyrra eftir góða frammistöðu með Fylki. vísir/bára Nýjar atvinnuleyfisreglur á Bretlandi eftir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu hafa sett strik í reikninginn fyrir félagsskipti landsliðsmarkvarðarins Cecilíu Ránar Rúnarsdóttur til enska úrvalsdeildarfélagsins Everton. Cecilía er aðeins 17 ára gömul en hefur þrátt fyrir það spilað fjölmarga deildarleiki hér á landi. Fyrst með Aftureldingu/Fram í C- og B-deild árin 2017 og 2018 og síðar með Fylki í Pepsi Max-deild kvenna 2018 til 2020. Cecilía var valin efnilegasti leikmaður Íslandsmótsins í fyrra og voru fjölmörg stórlið þá farin að bera í hana víurnar. Cecilía fór til Örebro í Svíþjóð eftir sumarið í fyrra og hefur leikið fjóra leiki fyrir félagið í sænsku úrvalsdeildinni síðan. Þar ber hæst stórleikur sem hún átti gegn toppliði Rosengard í markalausu jafntefli liðanna í upphafi þessa mánaðar. Hún átti að ganga í raðir Everton á Englandi eftir að hún varð 18 ára, sem hún verður á miðvikudaginn kemur, 28. júlí. Örebro 0-0 RosengårdGreat goalkeeping from young Cecilia Ran Runarsdottir and a yellow for time wasting earned Örebro a point. And often 10 players in own penalty area. https://t.co/1gogP53Yc7— Daniel (@DandalBs) July 3, 2021 Goal greinir hins vegar frá því að Cecilía uppfylli ekki kröfur sem gerðar eru til erlendra fótboltamanna til að hljóta atvinnuleyfi á Englandi. Leikmenn þurfa að fá ákveðinn fjölda stiga samkvæmt nýjum reglum sem tóku gildi eftir Brexit. Fjöldi landsleikja auk styrkleiki liðs og deildar sem leikmaður kemur frá eru á meðal þátta sem ákvarða þann stigafjölda. Samkvæmt frétt Goal var hugmyndin að Cecilía myndi safna slíkum stigum á meðan hún væri á mála hjá Örebro en það hefur ekki gengið eftir. Vera má því að skipti hennar til Liverpool-borgar frestist fram í janúar á næsta ári. Cecilía var fyrst valin í A-landsliðshóp af Jóni Þór Haukssyni sumarið 2019 og hefur spilað tvo landsleiki fyrir Íslands hönd. Hún varð yngsti markvörður til að spila fyrir Ísland þegar hún lék í 1-0 sigri Íslands á Norður-Írum í mars á síðasta ári og bætti þar met Þóru B. Helgadóttur um 148 daga. Sænski boltinn Enski boltinn Brexit Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport „Holan var of djúp“ Körfubolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Sjá meira
Cecilía er aðeins 17 ára gömul en hefur þrátt fyrir það spilað fjölmarga deildarleiki hér á landi. Fyrst með Aftureldingu/Fram í C- og B-deild árin 2017 og 2018 og síðar með Fylki í Pepsi Max-deild kvenna 2018 til 2020. Cecilía var valin efnilegasti leikmaður Íslandsmótsins í fyrra og voru fjölmörg stórlið þá farin að bera í hana víurnar. Cecilía fór til Örebro í Svíþjóð eftir sumarið í fyrra og hefur leikið fjóra leiki fyrir félagið í sænsku úrvalsdeildinni síðan. Þar ber hæst stórleikur sem hún átti gegn toppliði Rosengard í markalausu jafntefli liðanna í upphafi þessa mánaðar. Hún átti að ganga í raðir Everton á Englandi eftir að hún varð 18 ára, sem hún verður á miðvikudaginn kemur, 28. júlí. Örebro 0-0 RosengårdGreat goalkeeping from young Cecilia Ran Runarsdottir and a yellow for time wasting earned Örebro a point. And often 10 players in own penalty area. https://t.co/1gogP53Yc7— Daniel (@DandalBs) July 3, 2021 Goal greinir hins vegar frá því að Cecilía uppfylli ekki kröfur sem gerðar eru til erlendra fótboltamanna til að hljóta atvinnuleyfi á Englandi. Leikmenn þurfa að fá ákveðinn fjölda stiga samkvæmt nýjum reglum sem tóku gildi eftir Brexit. Fjöldi landsleikja auk styrkleiki liðs og deildar sem leikmaður kemur frá eru á meðal þátta sem ákvarða þann stigafjölda. Samkvæmt frétt Goal var hugmyndin að Cecilía myndi safna slíkum stigum á meðan hún væri á mála hjá Örebro en það hefur ekki gengið eftir. Vera má því að skipti hennar til Liverpool-borgar frestist fram í janúar á næsta ári. Cecilía var fyrst valin í A-landsliðshóp af Jóni Þór Haukssyni sumarið 2019 og hefur spilað tvo landsleiki fyrir Íslands hönd. Hún varð yngsti markvörður til að spila fyrir Ísland þegar hún lék í 1-0 sigri Íslands á Norður-Írum í mars á síðasta ári og bætti þar met Þóru B. Helgadóttur um 148 daga.
Sænski boltinn Enski boltinn Brexit Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport „Holan var of djúp“ Körfubolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Sjá meira