Úrslit næturinnar tryggja Barein farseðil í 8-liða úrslit þrátt fyrir að liðið hafi beðið lægri hlut fyrir Egyptalandi í nótt, 30-20.
Sigur Japana, sem Dagur Sigurðsson þjálfar, á Portúgal í nótt tryggir Barein sætið í 8-liða úrslitum en Japan vann leikinn með einu marki, 31-30.
Japan, Barein og Portúgal enduðu því öll með 2 stig í B-riðlinum en Barein fer áfram á innbyrðisviðureignum þessara þriggja þjóða og mun mæta firnasterku liði Frakka í 8-liða úrslitum.
Bahrain coach Aron Kristjansson on the moment he found out his Olympic debutant team were through to the quarter-finals, right before their last preliminary round game #Tokyo2020 #Olympics pic.twitter.com/PUhVAbQZSN
— International Handball Federation (@ihf_info) August 1, 2021