Undir lok fjórðu lotu króaði Houle Zapata af úti í horni og náði nokkrum þungum höggum. Zapata kipptist til og þjálfari og eiginmaður hennar, Jovanni Martínez, lagði hana niður í hringnum.
Hún lá þar í nokkrar mínútur áður en hún var flutt á sjúkrahús. Hún komst ekki til meðvitundar og lést í gær. Skipuleggjandinn Yvon Michel greindi frá þessu á Twitter.
— Yvon Michel (@yvonmichelGYM) September 3, 2021
Houle tjáði sig um andlát Zapatas og sagðist vera miður sín. „Ég er leið og í áfalli vegna frétta af fráfalli frábærrar íþróttakonu. Ég votta fjölskyldu hennar og eiginmanni, Jovanni Martinez, samúð mína.“