Norrköping tryggði sér væna sneið af Ísakskökunni Sindri Sverrisson skrifar 7. september 2021 12:30 Ísak Bergmann Jóhannesson var í fyrsta sinn í byrjunarliði A-landsliðsins í mótsleik þegar Ísland mætti Norður-Makedóníu á sunnudaginn. VÍSIR/HULDA MARGRÉT FC Kaupmannahöfn gæti þegar allt verður talið á endanum greitt 750 milljónir íslenskra króna fyrir Ísak Bergmann Jóhannesson og klásúla í samningi tryggir IFK Norrköping hlut í næstu sölu á knattspyrnumanninum unga. FCK nældi í Ísak rétt áður en félagaskiptaglugganum var lokað á dögunum. Sænski miðillinn Expressen hefur nú rýnt í samninginn sem ætla má að færi ÍA á annað hundrað milljónir íslenskra króna. Samkvæmt Expressen þarf FCK að greiða á bilinu 670 til 750 milljónir íslenskra króna fyrir Ísak. Upphæðin er háð ákveðnum skilyrðum, sem til að mynda gætu snúið að fjölda spilaðra leikja, sem Expressen segir að ekki verði erfitt að ná. Norrköping setti svo inn klásúlu um að sænska félagið fengi í sinn vasa 30% af þeim mun sem verður á söluverði Ísaks nú og verðinu sem FCK selur hann á, verði hann seldur frá danska félaginu. ÍA var einmitt með svipaða klásúlu í samningnum þegar Ísak fór frá félaginu til Norrköping. Samkvæmt 433.is mun sú klásúla hafa tryggt ÍA 20% af þeirri upphæð sem FCK greiðir Norrköping. ÍA mun hins vegar ekki fá stóran skerf af næstu sölu en þó á bilinu 1-1,5% í samstöðubætur. Pabbi Ísaks einn af átta sem fóru fyrir hærri upphæð Samkvæmt Transfermarkt, síðu sem heldur utan um kaup, sölur og samningsmál í fótboltanum, er Ísak nú níundi dýrasti leikmaður í sögu íslenskrar knattspyrnu. Transfermarkt segir Ísak hafa farið til FCK fyrir 4,5 milljónir evra, sem rímar ágætlega við fréttir sænskra og danskra miðla. Aðeins Gylfi Þór Sigurðsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Alfreð Finnbogason, Eiður Smári Guðjohnsen, Hermann Hreiðarsson, Jóhannes Karl Guðjónsson, Grétar Rafn Steinsson og Ragnar Sigurðsson hafa verið seldir fyrir hærri upphæðir. Jóhannes Karl er einmitt faðir Ísaks. HM 2022 í Katar Danski boltinn ÍA Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Fleiri fréttir „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Sjá meira
FCK nældi í Ísak rétt áður en félagaskiptaglugganum var lokað á dögunum. Sænski miðillinn Expressen hefur nú rýnt í samninginn sem ætla má að færi ÍA á annað hundrað milljónir íslenskra króna. Samkvæmt Expressen þarf FCK að greiða á bilinu 670 til 750 milljónir íslenskra króna fyrir Ísak. Upphæðin er háð ákveðnum skilyrðum, sem til að mynda gætu snúið að fjölda spilaðra leikja, sem Expressen segir að ekki verði erfitt að ná. Norrköping setti svo inn klásúlu um að sænska félagið fengi í sinn vasa 30% af þeim mun sem verður á söluverði Ísaks nú og verðinu sem FCK selur hann á, verði hann seldur frá danska félaginu. ÍA var einmitt með svipaða klásúlu í samningnum þegar Ísak fór frá félaginu til Norrköping. Samkvæmt 433.is mun sú klásúla hafa tryggt ÍA 20% af þeirri upphæð sem FCK greiðir Norrköping. ÍA mun hins vegar ekki fá stóran skerf af næstu sölu en þó á bilinu 1-1,5% í samstöðubætur. Pabbi Ísaks einn af átta sem fóru fyrir hærri upphæð Samkvæmt Transfermarkt, síðu sem heldur utan um kaup, sölur og samningsmál í fótboltanum, er Ísak nú níundi dýrasti leikmaður í sögu íslenskrar knattspyrnu. Transfermarkt segir Ísak hafa farið til FCK fyrir 4,5 milljónir evra, sem rímar ágætlega við fréttir sænskra og danskra miðla. Aðeins Gylfi Þór Sigurðsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Alfreð Finnbogason, Eiður Smári Guðjohnsen, Hermann Hreiðarsson, Jóhannes Karl Guðjónsson, Grétar Rafn Steinsson og Ragnar Sigurðsson hafa verið seldir fyrir hærri upphæðir. Jóhannes Karl er einmitt faðir Ísaks.
HM 2022 í Katar Danski boltinn ÍA Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Fleiri fréttir „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Sjá meira