Jens tók við starfi framkvæmdastjóra rekstrarsviðs í janúar 2018 eftir að hafa starfað sem framkvæmdastjóri tæknisviðs Icelandair frá árinu 2011. Hann hóf störf hjá félaginu 2006 og starfaði fyrstu árin meðal annars sem forstöðumaður fjármála og rekstrar á tæknisviði Icelandair og sem forstöðumaður varahluta- og innkaupadeildar.
Jens mun starfa áfram hjá félaginu næstu vikur eða þar til gengið hefur verið frá ráðningu nýs framkvæmdastjóra rekstrarsviðs.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group hf, þakkar Jens fyrir frábær störf á undanförnum árum.
„Hann hefur meðal annars leitt mikilvægar umbætur á sviði flugrekstrar í gegnum krefjandi tíma. Um leið og ég þakka honum fyrir gott samstarf, óska ég honum velfarnaðar í framtíðinni.“
Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair Group hf., segist afar þakklátur og stoltur af þeim 15 árum sem hann hafi notið þess tækifæris að vinna fyrir Icelandair Group í fjölbreyttum verkefnum með frábærum samstarfsfélögum.
„Eftir árangursríkan feril hingað til hef ég ákveðið að skipta um stefnu og leita á önnur mið. Icelandair Group er sigurlið á heimsvísu og jafnvel þó ég kveðji fyrirtækið á þessari stundu mun ég fylgjast spenntur með því vaxa og dafna á komandi árum.“