Ætti að vera bannað að skilja á meðan börnin eru lítil Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 27. október 2021 13:30 Þau Hjálmar Örn og Ljósa voru viðmælendur í 28. þætti af hlaðvarpinu Betri Helmingurinn með Ása. Betri helmingurinn Þau Hjálmar Örn og Ljósa hittust fyrst á tvöföldu stefnumóti sem skólasystir Ljósu plataði hana á. Eftir stefnumótið sagðist Hjálmar gjarnan vilja hitta Ljósu aftur en tilkynnti henni þó að hann ætti stefnumót við aðra dömu daginn eftir. Ljósa var því óviss hvort hún myndi nokkurn tíman heyra frá Hjálmari aftur. Hann var hins vegar fljótur að átta sig á því að hann vildi kynnast Ljósu betur. Hjálmar Örn Jóhannsson er einn vinsælasti skemmtikraftur landsins. Hann skaust hratt upp á stjörnuhimininn á Snapchat fyrir nokkrum árum þar sem hann sló í gegn sem hinir ýmsu karakterar. Hvítvínskonan er sennilega einn af hans allra vinsælustu karakterum og má segja að hún sé orðin aðal heiðursgestur í samkvæmum á Íslandi í dag. Hjálmar er einnig annar umsjónarmaður hlaðvarpsins Hæhæ. Hans betri helmingur heitir Ljósbrá Logadóttir en er alltaf kölluð Ljósa. Hún hóf nýverið störf hjá Alvotech eftir að hafa starfað hjá Íslandsbanka. Samhliða því er hún í fullu MBA námi og hefur því nóg að gera. Þau Hjálmar og Ljósa voru gestir í 28. þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása sem hóf göngu sína síðasta vor. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helming og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. Telur mæður gjarnan festast í því að hugsa um aðra Þegar Hjálmar og Ljósa kynntust átti Hjálmar tvær dætur úr fyrra sambandi. Saman eiga þau svo tvær dætur, tveggja og fjögurra ára. Eftir að hafa eignast börn með svo stuttu millibili fann Ljósa að MBA námið var eitthvað sem hún varð að gera fyrir sjálfa sig. „Ég er svona rosa framkvæmdarglöð og geri rosalega mikið. Svo er maður allt í einu búin að vera bara í barneignum og það er svo rosa vandmeðfarið að festast ekki þarna.“ Ljósa segist vera mikil mamma en þegar hún var farin að flokka sömu barnasokkana í fjórða sinn fann hún að hún þurfti breytingu. Hún þrífist best í kringum miklar breytingar, mikla orku og mikið af fólki. „Ég held að margar konur lendi bara í því allt í einu að þær eru bara „hvað með mig?“. Þær eru bara búnar að vera gera eitthvað fyrir alla aðra. Þetta er bara svona hluti af öllu. Enda þegar ég tek þessa ákvörðun þá spurði ég eiginlega bara Hjálmar og tvo aðra, vegna þess að ef ég hefði spurt alla þá hefðu allir reynt að stoppa mig.“ Þau Hjálmar og Ljósa eru bæði meðvituð um það að festast ekki í þægindarammanum og hefur Hjálmar verið duglegur að ögra sér í starfi. Hann vann lengi sem bílasali, hóf síðan störf á leikskóla og er í dag skemmtikraftur. „Ég var búinn að vera með pub quiz á Gullöldinni og var svona aðeins búinn að testa þetta og vera með uppistand og svona. Þannig þetta svona þróaðist út í þetta, hægt en ótrúlega skemmtilega.“ Hann segir það hafa haft áhrif á ferilinn hve seint hann ákvað að reyna fyrir sér í þessum bransa. Hann hafi tekið öllum giggum sem hafi boðist og það hafi hjálpað honum að komast þangað sem hann er í dag. „Ókei hringir hann eða hringir hann ekki?“ Í þættinum segja þau Hjálmar og Ljósa frá því hvernig þau kynntust á tvöföldu stefnumóti. „Það var þannig að vinkona Hjálmars var með mér í námi. Hún segist vera með geggjaða hugmynd, hún sé með geggjað skemmtilegan gaur og hvort ég vilji koma á tvöfalt stefnumót,“ segir Ljósa um þeirra fyrstu kynni. Úr varð skemmtilegt kvöld þar sem þau spiluðu og drukku rauðvín. Hjálmar segir Ljósu að hann vilji endilega hitta hana aftur en tilkynnir henni að hann sé þó að fara á stefnumót með annarri konu daginn eftir sem Ljósa þekkti til. „Þannig ég var svona: Ókei hringir hann eða hringir hann ekki? Það skiptir ekki máli. Þetta er alltaf eins þessi deit markaður. En svo bara hringir Hjálmar í mig.“ Í dag eiga þau fallegt ástarsamband og deila þau einstaklega fallegri sýn á lífið sem einkennist af ákveðnu æðruleysi. „Það er í rauninni ótrúlega einfalt að búa í þessum heimi ef þú ert bara jákvæður og kurteis gagnvart fólki. Þá er miklu einfaldara að ná velgengni heldur en að vera gaurinn sem er í níðskrifum eða einhverju svona baktaki,“ segir Hjálmar. „Það mun alltaf koma einhver þungi í lífið og einhverjar svona gusur og þá þarf maður bara að minna sig á að þetta er ekki svona alvarlegt. Við komumst í gegnum þetta.“ Hjálmar og Ljósa trúlofuðu sig í Hyde Park.Betri helmingurinn Þrotlaus vinna að slípa saman fjölskyldur Eins og áður segir átti Hjálmar tvær dætur úr fyrra sambandi. Þrátt fyrir allir eigi í góðum og fallegum samskiptum í dag sem einkennast af mikilli virðingu, segja þau það hafa krafist mikillar vinnu. „Það skal enginn halda að það sé auðgert verk að koma fjölskyldum saman. Það þarf alveg þrotlausa vinnu og oft þarf maður að setja undir sig hausinn. En svo bara þroskast allir og á einhverjum tímapunkti nær þetta einhverri slípun,“ segir Ljósa. Það að vera með tvö lítil börn krefst mikils tíma og þá fær rómantíkin oft að víkja. Hjálmar og Ljósa segjast því reyna að gera sér stefnumót úr þeim viðburðum sem þeim er boðið á. Rómantíkin líti bara aðeins öðruvísi út þegar börnin þurfa mesta athyglina. „Þetta er ekkert þannig að þú náir einhverjum árangri í lífinu og þá standi makinn þinn á tröppunum og bíði eftir þér með risa stóran hvítan blómvönd og er bara „Ég er svo stoltur af þér!“. Hann er bara að sækja börnin á leikskólann og var að flýta sér inn með töskurnar.“ Ætti að vera bannað að skilja á meðan börnin eru lítil Hjálmar og Ljósa segjast ennþá vera skotin í hvoru öðru þrátt fyrir að hafa lítinn tíma í hefðbundna rómantík. Þau segja hins vegar ekki síður mikilvægt fyrir parasambandið að vera dugleg að gera hluti í sitthvoru lagi. „Það er náttúrlega enginn skemmtilegur ef hann þekkir ekki sjálfan sig. Við eigum ekki sömu áhugamál og það þarf bara að bera virðingu fyrir því,“ segir Ljósa. Hún segist til dæmis hafa gaman af golfi og hlaupum, á meðan Hjálmar hefur áhuga á fótbolta. Hjálmar og Ljósa eru þeirrar skoðunar að pörum ætti hreinlega að vera bannað að skilja á meðan þau eru ennþá með lítil börn. „Þetta er alveg gefandi og allt það. En þetta er mikið verkefni og svona í grunninn þá er makahatur bara svolítið mikið á þessum tíma og fólk er bara dálítið pirrað út í hvort annað... Ef þú elskaðir makann þinn áður en þetta gerðist og ekkert hjúskaparbrot hefur verið brotið, þá ætti að vera einhver svona stoppmaður eða þjónusta sem segir þér að leyfa börnunum að verða aðeins eldri og taka svo stöðuna þá.“ Í þættinum segja þau einnig skemmtilega sögu frá því þegar Hjálmar bauð Ljósu í fertugsafmælið sitt þegar þau höfðu aðeins þekkst í tvær vikur. Þá segja þau frá bónorðinu í London og ferðalögum sínum í kringum Evrópumótið. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau Hjálmar og Ljósu í heild sinni. Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Börn og uppeldi Tengdar fréttir Voru nálægt hjónaskilnaði eftir tangónámskeið Elma Lísa Gunnarsdóttir leikkona og Reynir Lyngdal kvikmyndagerðarmaður kynntust fyrst þegar þau unnu saman á kaffihúsi en voru þá bæði í sambandi og byrjuðu því ekki að deita fyrr en síðar. 22. október 2021 07:00 Féll fyrir æskuástinni á fermingarmyndinni Þau Björgvin Páll og Karen kynntust þegar þau voru unglingar. Björgvin var staddur í strákapartýi hjá bróður Karenar þegar hann sá fermingarmynd af henni uppi á vegg og ákvað að biðja um númerið hennar. Það vatt heldur betur upp á sig og hafa þau nú verið gift í tíu ár og eiga saman fjögur börn. 13. október 2021 22:00 Töluðu saman í hálft ár áður en þau hittust loksins Þau Sylvía og Emil höfðu verið að tala saman í hálft ár þegar Emil ákvað að láta til skarar skríða og biðja Sylvíu um að hitta sig. En þegar Sylvía var rétt ókomin heim til hans hætti Emil skyndilega við. Síðar kom þó í ljós að hann hafi einfaldlega verið stressaður. Í dag eiga þau tvo syni, fyrirtæki og níu ára samband að baki. 11. október 2021 14:01 Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira
Hjálmar Örn Jóhannsson er einn vinsælasti skemmtikraftur landsins. Hann skaust hratt upp á stjörnuhimininn á Snapchat fyrir nokkrum árum þar sem hann sló í gegn sem hinir ýmsu karakterar. Hvítvínskonan er sennilega einn af hans allra vinsælustu karakterum og má segja að hún sé orðin aðal heiðursgestur í samkvæmum á Íslandi í dag. Hjálmar er einnig annar umsjónarmaður hlaðvarpsins Hæhæ. Hans betri helmingur heitir Ljósbrá Logadóttir en er alltaf kölluð Ljósa. Hún hóf nýverið störf hjá Alvotech eftir að hafa starfað hjá Íslandsbanka. Samhliða því er hún í fullu MBA námi og hefur því nóg að gera. Þau Hjálmar og Ljósa voru gestir í 28. þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása sem hóf göngu sína síðasta vor. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helming og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. Telur mæður gjarnan festast í því að hugsa um aðra Þegar Hjálmar og Ljósa kynntust átti Hjálmar tvær dætur úr fyrra sambandi. Saman eiga þau svo tvær dætur, tveggja og fjögurra ára. Eftir að hafa eignast börn með svo stuttu millibili fann Ljósa að MBA námið var eitthvað sem hún varð að gera fyrir sjálfa sig. „Ég er svona rosa framkvæmdarglöð og geri rosalega mikið. Svo er maður allt í einu búin að vera bara í barneignum og það er svo rosa vandmeðfarið að festast ekki þarna.“ Ljósa segist vera mikil mamma en þegar hún var farin að flokka sömu barnasokkana í fjórða sinn fann hún að hún þurfti breytingu. Hún þrífist best í kringum miklar breytingar, mikla orku og mikið af fólki. „Ég held að margar konur lendi bara í því allt í einu að þær eru bara „hvað með mig?“. Þær eru bara búnar að vera gera eitthvað fyrir alla aðra. Þetta er bara svona hluti af öllu. Enda þegar ég tek þessa ákvörðun þá spurði ég eiginlega bara Hjálmar og tvo aðra, vegna þess að ef ég hefði spurt alla þá hefðu allir reynt að stoppa mig.“ Þau Hjálmar og Ljósa eru bæði meðvituð um það að festast ekki í þægindarammanum og hefur Hjálmar verið duglegur að ögra sér í starfi. Hann vann lengi sem bílasali, hóf síðan störf á leikskóla og er í dag skemmtikraftur. „Ég var búinn að vera með pub quiz á Gullöldinni og var svona aðeins búinn að testa þetta og vera með uppistand og svona. Þannig þetta svona þróaðist út í þetta, hægt en ótrúlega skemmtilega.“ Hann segir það hafa haft áhrif á ferilinn hve seint hann ákvað að reyna fyrir sér í þessum bransa. Hann hafi tekið öllum giggum sem hafi boðist og það hafi hjálpað honum að komast þangað sem hann er í dag. „Ókei hringir hann eða hringir hann ekki?“ Í þættinum segja þau Hjálmar og Ljósa frá því hvernig þau kynntust á tvöföldu stefnumóti. „Það var þannig að vinkona Hjálmars var með mér í námi. Hún segist vera með geggjaða hugmynd, hún sé með geggjað skemmtilegan gaur og hvort ég vilji koma á tvöfalt stefnumót,“ segir Ljósa um þeirra fyrstu kynni. Úr varð skemmtilegt kvöld þar sem þau spiluðu og drukku rauðvín. Hjálmar segir Ljósu að hann vilji endilega hitta hana aftur en tilkynnir henni að hann sé þó að fara á stefnumót með annarri konu daginn eftir sem Ljósa þekkti til. „Þannig ég var svona: Ókei hringir hann eða hringir hann ekki? Það skiptir ekki máli. Þetta er alltaf eins þessi deit markaður. En svo bara hringir Hjálmar í mig.“ Í dag eiga þau fallegt ástarsamband og deila þau einstaklega fallegri sýn á lífið sem einkennist af ákveðnu æðruleysi. „Það er í rauninni ótrúlega einfalt að búa í þessum heimi ef þú ert bara jákvæður og kurteis gagnvart fólki. Þá er miklu einfaldara að ná velgengni heldur en að vera gaurinn sem er í níðskrifum eða einhverju svona baktaki,“ segir Hjálmar. „Það mun alltaf koma einhver þungi í lífið og einhverjar svona gusur og þá þarf maður bara að minna sig á að þetta er ekki svona alvarlegt. Við komumst í gegnum þetta.“ Hjálmar og Ljósa trúlofuðu sig í Hyde Park.Betri helmingurinn Þrotlaus vinna að slípa saman fjölskyldur Eins og áður segir átti Hjálmar tvær dætur úr fyrra sambandi. Þrátt fyrir allir eigi í góðum og fallegum samskiptum í dag sem einkennast af mikilli virðingu, segja þau það hafa krafist mikillar vinnu. „Það skal enginn halda að það sé auðgert verk að koma fjölskyldum saman. Það þarf alveg þrotlausa vinnu og oft þarf maður að setja undir sig hausinn. En svo bara þroskast allir og á einhverjum tímapunkti nær þetta einhverri slípun,“ segir Ljósa. Það að vera með tvö lítil börn krefst mikils tíma og þá fær rómantíkin oft að víkja. Hjálmar og Ljósa segjast því reyna að gera sér stefnumót úr þeim viðburðum sem þeim er boðið á. Rómantíkin líti bara aðeins öðruvísi út þegar börnin þurfa mesta athyglina. „Þetta er ekkert þannig að þú náir einhverjum árangri í lífinu og þá standi makinn þinn á tröppunum og bíði eftir þér með risa stóran hvítan blómvönd og er bara „Ég er svo stoltur af þér!“. Hann er bara að sækja börnin á leikskólann og var að flýta sér inn með töskurnar.“ Ætti að vera bannað að skilja á meðan börnin eru lítil Hjálmar og Ljósa segjast ennþá vera skotin í hvoru öðru þrátt fyrir að hafa lítinn tíma í hefðbundna rómantík. Þau segja hins vegar ekki síður mikilvægt fyrir parasambandið að vera dugleg að gera hluti í sitthvoru lagi. „Það er náttúrlega enginn skemmtilegur ef hann þekkir ekki sjálfan sig. Við eigum ekki sömu áhugamál og það þarf bara að bera virðingu fyrir því,“ segir Ljósa. Hún segist til dæmis hafa gaman af golfi og hlaupum, á meðan Hjálmar hefur áhuga á fótbolta. Hjálmar og Ljósa eru þeirrar skoðunar að pörum ætti hreinlega að vera bannað að skilja á meðan þau eru ennþá með lítil börn. „Þetta er alveg gefandi og allt það. En þetta er mikið verkefni og svona í grunninn þá er makahatur bara svolítið mikið á þessum tíma og fólk er bara dálítið pirrað út í hvort annað... Ef þú elskaðir makann þinn áður en þetta gerðist og ekkert hjúskaparbrot hefur verið brotið, þá ætti að vera einhver svona stoppmaður eða þjónusta sem segir þér að leyfa börnunum að verða aðeins eldri og taka svo stöðuna þá.“ Í þættinum segja þau einnig skemmtilega sögu frá því þegar Hjálmar bauð Ljósu í fertugsafmælið sitt þegar þau höfðu aðeins þekkst í tvær vikur. Þá segja þau frá bónorðinu í London og ferðalögum sínum í kringum Evrópumótið. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau Hjálmar og Ljósu í heild sinni.
Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Börn og uppeldi Tengdar fréttir Voru nálægt hjónaskilnaði eftir tangónámskeið Elma Lísa Gunnarsdóttir leikkona og Reynir Lyngdal kvikmyndagerðarmaður kynntust fyrst þegar þau unnu saman á kaffihúsi en voru þá bæði í sambandi og byrjuðu því ekki að deita fyrr en síðar. 22. október 2021 07:00 Féll fyrir æskuástinni á fermingarmyndinni Þau Björgvin Páll og Karen kynntust þegar þau voru unglingar. Björgvin var staddur í strákapartýi hjá bróður Karenar þegar hann sá fermingarmynd af henni uppi á vegg og ákvað að biðja um númerið hennar. Það vatt heldur betur upp á sig og hafa þau nú verið gift í tíu ár og eiga saman fjögur börn. 13. október 2021 22:00 Töluðu saman í hálft ár áður en þau hittust loksins Þau Sylvía og Emil höfðu verið að tala saman í hálft ár þegar Emil ákvað að láta til skarar skríða og biðja Sylvíu um að hitta sig. En þegar Sylvía var rétt ókomin heim til hans hætti Emil skyndilega við. Síðar kom þó í ljós að hann hafi einfaldlega verið stressaður. Í dag eiga þau tvo syni, fyrirtæki og níu ára samband að baki. 11. október 2021 14:01 Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira
Voru nálægt hjónaskilnaði eftir tangónámskeið Elma Lísa Gunnarsdóttir leikkona og Reynir Lyngdal kvikmyndagerðarmaður kynntust fyrst þegar þau unnu saman á kaffihúsi en voru þá bæði í sambandi og byrjuðu því ekki að deita fyrr en síðar. 22. október 2021 07:00
Féll fyrir æskuástinni á fermingarmyndinni Þau Björgvin Páll og Karen kynntust þegar þau voru unglingar. Björgvin var staddur í strákapartýi hjá bróður Karenar þegar hann sá fermingarmynd af henni uppi á vegg og ákvað að biðja um númerið hennar. Það vatt heldur betur upp á sig og hafa þau nú verið gift í tíu ár og eiga saman fjögur börn. 13. október 2021 22:00
Töluðu saman í hálft ár áður en þau hittust loksins Þau Sylvía og Emil höfðu verið að tala saman í hálft ár þegar Emil ákvað að láta til skarar skríða og biðja Sylvíu um að hitta sig. En þegar Sylvía var rétt ókomin heim til hans hætti Emil skyndilega við. Síðar kom þó í ljós að hann hafi einfaldlega verið stressaður. Í dag eiga þau tvo syni, fyrirtæki og níu ára samband að baki. 11. október 2021 14:01