Bæta í siglingar milli Þorlákshafnar og Rotterdam Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. nóvember 2021 10:46 Skipið mun sigla til og frá Þorlákshöfn. Vísir/vilhelm Smyril Line hefur ákveðið að bæta skipi við áætlunasiglingar til Þorlákshafnar og þar með stórauka þjónustuna við út- og innflytjendur á Íslandi og í Færeyjum. Nýja vöruflutningaferjan M/V Akranes mun þjónusta nýju áætlunina. Skipið mun sigla frá Íslandi á miðvikudagskvöldum til Rotterdam og frá Rotterdam á laugardagskvöldi með komu snemma á miðvikudagsmorgni í Þorlákshöfn. Í dag þjónustar Smyril Line Íslandi með þremur skipum þ.e. með vöruflutningaferjunum Mykinesi til/frá Rotterdam, Mistral til/frá Hirtshals til Þorlákshafnar og farþega- og vöruflutningaferjunni Norrænu sem siglir til Seyðisfjarðar. Í tilkynningu frá Smyril Line segir að með tilkomu nýju ferjunnar opnist nýir möguleikar fyrir inn- og útflytjendur á Íslandi. „Við bjóðum uppá stuttan flutningstíma með útflutningsafurðir til Rotterdam með afhendingu í S-Evrópu á sunnudagskvöldum og um alla Evrópu aðfaranótt mánudags. Fyrir innflutning til Íslands getur þú skilað inn vöru í lok dags á föstudegi og fengið hana til þín á miðvikudegi,“ segir Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line á Íslandi. Þrjú skip til Þorlákshafnar „Við hefjum siglingar Akranes núna í nóvember og fyrsta lestun í Rotterdam verður þann 20 nóvember og vikulega upp úr því. Þetta er aukin og bætt þjónusta fyrir bæði inn- og útflytjendur enda hefur þessi flutningsaðferð þ.e.a.s. með svokölluðum RO/RO skipum sýnt sig að henta vel fyrir Ísland. Við verðum því með þrjú áætlunarskip í siglingum til/frá Þorlákshöfn. Mistral siglir til/frá Hirtshals til Þorlákshafnar og svo Mykines og Akranes frá Rotterdam. Norræna heldur áfram á Seyðisfirði að þjónusta norður og austurlandið,“ segir Linda Björk. Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line á Íslandi.Smyril Line Smyril Line á og rekur nú sex skip en þau eru Norræna, Mykines, Akranes, Mistral, Hvítanes og Eystnes. Akranes er systurskip Mykines, sem hefur reynst mjög vel í siglingum milli Þorlákshafnar og Rotterdam. Tekur 100 vöruflutningavagna Akranes, sem hefur verið í eigu Smyril Line frá 2019 var byggt árið 1998 í UMOE skipasmíðastöðinni í Noregi. Skipið er 138 metra langt, 23 metra breitt, 10.000 tonn og tekur 100 vöruflutningavagna í hverri ferð. Í tilkynningunni frá Smyril Line segir að skipafélagið sé það eina sem bjóði upp á ferjuskipaflutninga á Norður Atlantshafi, eða svokallaða RO/RO (e. Roll On-Roll Off) vöruflutninga, þar sem varan er flutt í tengivögnum sem keyrðir eru um borð í skipin. Það tryggi bæði vandaða og örugga vörumeðhöndlun, hvort sem um er að ræða frysti- eða kælitengivagna eða flutning á öðrum varningi, s.s. fólksbílum og stórum ökutækjum, sem þarf þá ekki að hífa um borð. Félagið hefur siglt með farþega til og frá Íslandi frá því það var stofnað árið 1982. Frá því að Norræna var tekin í notkun árið 2003 hefur félagið boðið íslenskum inn- og útflytjendum upp á RO/RO vöruflutninga. Þeir jukust umtalsvert 2009 þegar Norræna hóf siglingar til Seyðisfjarðar allt árið. Enn frekari aukning varð á vöruflutningum félagsins til og frá Íslandi þegar vikulegar siglingar Mykines hófust í apríl 2017. Ölfus Samgöngur Skipaflutningar Tengdar fréttir Fjögurra milljarða króna framkvæmd við höfnina í Þorlákshöfn Stefnt er að því að ráðst í fjögurra milljarða framkvæmd við stækkun hafnarinnar í Þorlákshöfn þannig að það verði hægt að taka á móti 180 metra löngum skipum og 30 metra breiðum. Þá er stefnt að því að farþegaferja hefji siglingar frá Evrópu til Þorlákshafnar. 20. desember 2020 18:17 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Sjá meira
Skipið mun sigla frá Íslandi á miðvikudagskvöldum til Rotterdam og frá Rotterdam á laugardagskvöldi með komu snemma á miðvikudagsmorgni í Þorlákshöfn. Í dag þjónustar Smyril Line Íslandi með þremur skipum þ.e. með vöruflutningaferjunum Mykinesi til/frá Rotterdam, Mistral til/frá Hirtshals til Þorlákshafnar og farþega- og vöruflutningaferjunni Norrænu sem siglir til Seyðisfjarðar. Í tilkynningu frá Smyril Line segir að með tilkomu nýju ferjunnar opnist nýir möguleikar fyrir inn- og útflytjendur á Íslandi. „Við bjóðum uppá stuttan flutningstíma með útflutningsafurðir til Rotterdam með afhendingu í S-Evrópu á sunnudagskvöldum og um alla Evrópu aðfaranótt mánudags. Fyrir innflutning til Íslands getur þú skilað inn vöru í lok dags á föstudegi og fengið hana til þín á miðvikudegi,“ segir Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line á Íslandi. Þrjú skip til Þorlákshafnar „Við hefjum siglingar Akranes núna í nóvember og fyrsta lestun í Rotterdam verður þann 20 nóvember og vikulega upp úr því. Þetta er aukin og bætt þjónusta fyrir bæði inn- og útflytjendur enda hefur þessi flutningsaðferð þ.e.a.s. með svokölluðum RO/RO skipum sýnt sig að henta vel fyrir Ísland. Við verðum því með þrjú áætlunarskip í siglingum til/frá Þorlákshöfn. Mistral siglir til/frá Hirtshals til Þorlákshafnar og svo Mykines og Akranes frá Rotterdam. Norræna heldur áfram á Seyðisfirði að þjónusta norður og austurlandið,“ segir Linda Björk. Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line á Íslandi.Smyril Line Smyril Line á og rekur nú sex skip en þau eru Norræna, Mykines, Akranes, Mistral, Hvítanes og Eystnes. Akranes er systurskip Mykines, sem hefur reynst mjög vel í siglingum milli Þorlákshafnar og Rotterdam. Tekur 100 vöruflutningavagna Akranes, sem hefur verið í eigu Smyril Line frá 2019 var byggt árið 1998 í UMOE skipasmíðastöðinni í Noregi. Skipið er 138 metra langt, 23 metra breitt, 10.000 tonn og tekur 100 vöruflutningavagna í hverri ferð. Í tilkynningunni frá Smyril Line segir að skipafélagið sé það eina sem bjóði upp á ferjuskipaflutninga á Norður Atlantshafi, eða svokallaða RO/RO (e. Roll On-Roll Off) vöruflutninga, þar sem varan er flutt í tengivögnum sem keyrðir eru um borð í skipin. Það tryggi bæði vandaða og örugga vörumeðhöndlun, hvort sem um er að ræða frysti- eða kælitengivagna eða flutning á öðrum varningi, s.s. fólksbílum og stórum ökutækjum, sem þarf þá ekki að hífa um borð. Félagið hefur siglt með farþega til og frá Íslandi frá því það var stofnað árið 1982. Frá því að Norræna var tekin í notkun árið 2003 hefur félagið boðið íslenskum inn- og útflytjendum upp á RO/RO vöruflutninga. Þeir jukust umtalsvert 2009 þegar Norræna hóf siglingar til Seyðisfjarðar allt árið. Enn frekari aukning varð á vöruflutningum félagsins til og frá Íslandi þegar vikulegar siglingar Mykines hófust í apríl 2017.
Ölfus Samgöngur Skipaflutningar Tengdar fréttir Fjögurra milljarða króna framkvæmd við höfnina í Þorlákshöfn Stefnt er að því að ráðst í fjögurra milljarða framkvæmd við stækkun hafnarinnar í Þorlákshöfn þannig að það verði hægt að taka á móti 180 metra löngum skipum og 30 metra breiðum. Þá er stefnt að því að farþegaferja hefji siglingar frá Evrópu til Þorlákshafnar. 20. desember 2020 18:17 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Sjá meira
Fjögurra milljarða króna framkvæmd við höfnina í Þorlákshöfn Stefnt er að því að ráðst í fjögurra milljarða framkvæmd við stækkun hafnarinnar í Þorlákshöfn þannig að það verði hægt að taka á móti 180 metra löngum skipum og 30 metra breiðum. Þá er stefnt að því að farþegaferja hefji siglingar frá Evrópu til Þorlákshafnar. 20. desember 2020 18:17