Rekstur á ársfjórðungi var undir væntingum stjórnenda, að sögn vegna áhrifa af Covid-19, en aðrir fjárhagsliðir voru í samræmi við væntingar.
Tap fyrstu níu mánuðina 2021 var 10,8 milljónir Bandaríkjadala samanborið við 2,5 milljónir dollara fyrir sama tímabil árið á undan.
Félagið segir fjárhagsstöðu Play þó sterka, með 77 milljónir dala í eigið fé, sem jafngildi 29,2% eiginfjárhlutfalli.
Play boðar sókn þar sem nýjum áfangastöðum í Bandaríkjunum og Evrópu verður bætt við, en áhersla verði lögð á tengiflugsleiðakerfi.
Þá opnar Play útibú í Vilníus í desember. Þar verði sinnt ýmsum stoð- og tæknihlutverkum og um 15-20 manns munu verða komin þar til starfa á næstu mánuðum.
„Nýja útibúið mun enn fremur ýta undir alþjóðlega menningu og skapa tengingar við nýja birgja, þjónustuveitendur og samstarfsaðila sem geta boðið hagkvæm og álitleg kjör,“ segir í tilkynningunni.