Icelandair flýgur í verkefni á Suðurskautslandinu Þorgils Jónsson skrifar 7. nóvember 2021 12:10 30 evrópskir starfsmenn á vegum ALE lögðu upp í lagnferðina frá Keflavíkurflugvelli á dögunum. Stél þotunnar var merkt sérstaklega fyrir leiðangurinn. Mynd/Icelandair Loftleiðir Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, mun á næstu mánuðum sinna verkefnum á Suðurskautslandinu og nýta til þess vélar, áhafnir og annað starfsfólk frá Icelandair. Í tilkynningu frá Icelandair segir að Boeing 757 þota á vegum félagsins hafi í byrjun vikunnar hafið þriggja mánaða verkefni sem feli í sér reglubundið flug á milli Punta Arenas í Síle og flugvallarins á Union Glacier á Suðurskautslandinu, fram í janúar á næsta ári. Um fjögurra klukkustunda flug er á milli Punta Arenas og Union Glacier. Flogið er með ferða-, göngu- og vísindamenn á vegum Antarctic Logistics & Expedition (ALE), en þrjár áhafnir Icelandair munu skipta verkefninu með sér. Í hverri áhöfn eru þrír flugmenn, fjórar flugfreyjur og -þjónar og tveir flugvirkjar og verður hver áhöfn staðsett ytra í um fjórar vikur í senn. Framundan eru einnig tvö flug á vegum Loftleiða frá Osló til Troll á Suðurskautslandinu. Þar verða vísindamenn fluttir til rannsóknarstöðvarinnar sem þar er rekin af Norsk Polar Institut og er staðsett á ströndinni sem kennd er við Mörtu, krónprinsessu Noregs. Áætlað er að þau flug fari fram í byrjun næsta mánaðar. Flogið verður á Boeing 767 vél frá Icelandair og um 20 manna áhöfn Icelandair mun sinna fluginu. Icelandair sinnti sambærilegu verkefni í febrúar á þessu ári. Árni Hermannsson, framkvæmdastjóri Loftleiða Icelandic, segir í tilkynningunni að fyrirtækið hafi um árabil sinnt fjölbreyttum verkefnum víða um heim og nýtt til þess flugvélar og starfsfólk frá Icelandair. „Mikil reynsla er til staðar innan félagsins til að takast á við slík verkefni, hvort sem er horft er til áhafna, flugvirkja eða skrifstofufólks sem kemur að undirbúningi slíkra verkefna sem gjarnan eru umfangsmikil.“ Hann segir að gert sé ráð fyrir að flugvélar á vegum Loftleiða Icelandic komi við í öllum sjö heimsálfunum á næsta ári. „Starfsmenn Loftleiða búa yfir öflugu tengslaneti og hafa getið af sér gott orðspor á alþjóðavettvangi. Með því að takast á þessi verkefni og fleiri sem falla til á vettvangi Loftleiða náum við að skapa félaginu aukinna tekna, nýta flugflota og áhafnir betur auk þess sem áhafnir félagsins öðlast mikla reynslu. Það er því mikill hagur af því fyrir Icelandair Group og dótturfélög að sinna verkefnum sem þessum.“ Fréttir af flugi Suðurskautslandið Icelandair Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Í tilkynningu frá Icelandair segir að Boeing 757 þota á vegum félagsins hafi í byrjun vikunnar hafið þriggja mánaða verkefni sem feli í sér reglubundið flug á milli Punta Arenas í Síle og flugvallarins á Union Glacier á Suðurskautslandinu, fram í janúar á næsta ári. Um fjögurra klukkustunda flug er á milli Punta Arenas og Union Glacier. Flogið er með ferða-, göngu- og vísindamenn á vegum Antarctic Logistics & Expedition (ALE), en þrjár áhafnir Icelandair munu skipta verkefninu með sér. Í hverri áhöfn eru þrír flugmenn, fjórar flugfreyjur og -þjónar og tveir flugvirkjar og verður hver áhöfn staðsett ytra í um fjórar vikur í senn. Framundan eru einnig tvö flug á vegum Loftleiða frá Osló til Troll á Suðurskautslandinu. Þar verða vísindamenn fluttir til rannsóknarstöðvarinnar sem þar er rekin af Norsk Polar Institut og er staðsett á ströndinni sem kennd er við Mörtu, krónprinsessu Noregs. Áætlað er að þau flug fari fram í byrjun næsta mánaðar. Flogið verður á Boeing 767 vél frá Icelandair og um 20 manna áhöfn Icelandair mun sinna fluginu. Icelandair sinnti sambærilegu verkefni í febrúar á þessu ári. Árni Hermannsson, framkvæmdastjóri Loftleiða Icelandic, segir í tilkynningunni að fyrirtækið hafi um árabil sinnt fjölbreyttum verkefnum víða um heim og nýtt til þess flugvélar og starfsfólk frá Icelandair. „Mikil reynsla er til staðar innan félagsins til að takast á við slík verkefni, hvort sem er horft er til áhafna, flugvirkja eða skrifstofufólks sem kemur að undirbúningi slíkra verkefna sem gjarnan eru umfangsmikil.“ Hann segir að gert sé ráð fyrir að flugvélar á vegum Loftleiða Icelandic komi við í öllum sjö heimsálfunum á næsta ári. „Starfsmenn Loftleiða búa yfir öflugu tengslaneti og hafa getið af sér gott orðspor á alþjóðavettvangi. Með því að takast á þessi verkefni og fleiri sem falla til á vettvangi Loftleiða náum við að skapa félaginu aukinna tekna, nýta flugflota og áhafnir betur auk þess sem áhafnir félagsins öðlast mikla reynslu. Það er því mikill hagur af því fyrir Icelandair Group og dótturfélög að sinna verkefnum sem þessum.“
Fréttir af flugi Suðurskautslandið Icelandair Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira