Mikil eftirspurn eftir íbúðum í september og fleiri íbúðir seljast á yfirverði Atli Ísleifsson skrifar 11. nóvember 2021 09:04 Meðalsölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu mælist nú um 38,7 dagar sem er nálægt því lægsta sem mælst hefur. Vísir/Vilhelm Umsvif á fasteignamarkaði jukust lítillega í september eftir minnkun síðustu mánuði. Enn hefur dregið úr fjölda íbúða sem auglýstar eru til sölu og þá er meðalsölutími íbúða með því lægsta sem mælst hefur. Frá þessu segir í mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem birt var í morgun. Alls voru gefnir út 1.054 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði á landinu öllu í september samanborið við 952 í ágúst. Fáar íbúðir á sölu Í skýrslunni segir að á höfuðborgarsvæðinu hafi kaupsamningarnir verið 635 talsins samanborið við 974 í september í fyrra. Þrátt fyrir samdrátt upp á nærri 35 prósent frá því í fyrra eru umsvif meiri en á sama tíma á meðalári. Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hafi fjöldinn verið á pari við metmánuðinn í fyrra og annars staðar á landinu er fjöldinn rétt undir metmánuðinum. „Í byrjun nóvember voru aðeins um 1.320 íbúðir auglýstar til sölu á landinu öllu en til samanburðar voru þær yfir 1.400 í byrjun septembermánaðar og nærri 4.000 þegar mest var í lok maí 2020. Þar af eru um 640 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu en þær voru um 680 í byrjun september og 2.200 í maí 2020. Á undanförnum mánuðum hefur íbúðum í fjölbýli haldið áfram að fækka hratt en fjöldi sérbýla hefur verið að sveiflast á milli 150 og 230. Á landsbyggðinni hefur íbúðum til sölu í fjölbýli fækkað hratt undanfarna mánuði. Ef horft er á ársbreytingu á framboði íbúða þá hefur íbúðum í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu fækkað um 61,4% en á landsbyggðinni hefur þeim fækkað um 65,6%. Framboð af sérbýlum hefur dregist saman um 22,5% á höfuðborgarsvæðinu, en 44,7% á landsbyggðinni.“ Fleiri íbúðir seljast á yfirverði Í skýrslunni segir ennfremur að hlutfall íbúða sem seljist yfir ásettu verði hækki á ný eftir lækkun síðustu mánuði. „Á höfuðborgarsvæðinu seldust 40,7% íbúða yfir ásettu verði, en svo hátt hefur hlutfallið ekki mælst áður. Miðað við 3 mánaða meðaltal seldust sérbýli í 38% tilfella yfir ásettu verði en íbúðir í fjölbýli í um 36% tilfella. Á landsbyggðinni í heild, fyrir utan höfuðborgarsvæðið, seldust sérbýli í um 22% tilfella yfir ásettu verði, en íbúðir í fjölbýli í um 17% tilfella. Á sama tíma styttist meðalsölutíminn og mælist um 38,7 dagar á höfuðborgarsvæðinu sem er nálægt því lægsta sem mælst hefur. Tíminn er mældur frá því að auglýsing er birt og þar til samningur er undirritaður. Telja má að hann verði vart skemmri og hann mælist á höfuðborgarsvæðinu um þessar mundir vegna þess tíma sem tekur að fjármagna íbúðakaup.“ Skörp hækkun íbúðaverðs Hagdeildin segir þessa umframeftirspurn hafa leitt til þess að fasteignaverð haldi áfram að hækka skarpt. „Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,4% á milli mánaða samkvæmt vísitölu HMS fyrir söluverð. Tólf mánaða hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu nam 15,5% í september og hækkaði úr 14,8% í ágúst. Mest mældist tólf mánaða hækkunin á Suðurnesjum eða 21,7% og þar á eftir á Vestfjörðum 18,0%. Fasteignaverð hefur hins vegar hækkað langminnst á Norðausturlandi eða um 2% á síðustu 12 mánuðum. Sé miðað við vísitölu HMS fyrir pöruð viðskipti hækkar fasteignaverð enn meira.“ Nánar má lesa um stöðuna á húsnæðismarkaði í skýrslu hagdeildar HMS. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Frá þessu segir í mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem birt var í morgun. Alls voru gefnir út 1.054 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði á landinu öllu í september samanborið við 952 í ágúst. Fáar íbúðir á sölu Í skýrslunni segir að á höfuðborgarsvæðinu hafi kaupsamningarnir verið 635 talsins samanborið við 974 í september í fyrra. Þrátt fyrir samdrátt upp á nærri 35 prósent frá því í fyrra eru umsvif meiri en á sama tíma á meðalári. Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hafi fjöldinn verið á pari við metmánuðinn í fyrra og annars staðar á landinu er fjöldinn rétt undir metmánuðinum. „Í byrjun nóvember voru aðeins um 1.320 íbúðir auglýstar til sölu á landinu öllu en til samanburðar voru þær yfir 1.400 í byrjun septembermánaðar og nærri 4.000 þegar mest var í lok maí 2020. Þar af eru um 640 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu en þær voru um 680 í byrjun september og 2.200 í maí 2020. Á undanförnum mánuðum hefur íbúðum í fjölbýli haldið áfram að fækka hratt en fjöldi sérbýla hefur verið að sveiflast á milli 150 og 230. Á landsbyggðinni hefur íbúðum til sölu í fjölbýli fækkað hratt undanfarna mánuði. Ef horft er á ársbreytingu á framboði íbúða þá hefur íbúðum í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu fækkað um 61,4% en á landsbyggðinni hefur þeim fækkað um 65,6%. Framboð af sérbýlum hefur dregist saman um 22,5% á höfuðborgarsvæðinu, en 44,7% á landsbyggðinni.“ Fleiri íbúðir seljast á yfirverði Í skýrslunni segir ennfremur að hlutfall íbúða sem seljist yfir ásettu verði hækki á ný eftir lækkun síðustu mánuði. „Á höfuðborgarsvæðinu seldust 40,7% íbúða yfir ásettu verði, en svo hátt hefur hlutfallið ekki mælst áður. Miðað við 3 mánaða meðaltal seldust sérbýli í 38% tilfella yfir ásettu verði en íbúðir í fjölbýli í um 36% tilfella. Á landsbyggðinni í heild, fyrir utan höfuðborgarsvæðið, seldust sérbýli í um 22% tilfella yfir ásettu verði, en íbúðir í fjölbýli í um 17% tilfella. Á sama tíma styttist meðalsölutíminn og mælist um 38,7 dagar á höfuðborgarsvæðinu sem er nálægt því lægsta sem mælst hefur. Tíminn er mældur frá því að auglýsing er birt og þar til samningur er undirritaður. Telja má að hann verði vart skemmri og hann mælist á höfuðborgarsvæðinu um þessar mundir vegna þess tíma sem tekur að fjármagna íbúðakaup.“ Skörp hækkun íbúðaverðs Hagdeildin segir þessa umframeftirspurn hafa leitt til þess að fasteignaverð haldi áfram að hækka skarpt. „Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,4% á milli mánaða samkvæmt vísitölu HMS fyrir söluverð. Tólf mánaða hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu nam 15,5% í september og hækkaði úr 14,8% í ágúst. Mest mældist tólf mánaða hækkunin á Suðurnesjum eða 21,7% og þar á eftir á Vestfjörðum 18,0%. Fasteignaverð hefur hins vegar hækkað langminnst á Norðausturlandi eða um 2% á síðustu 12 mánuðum. Sé miðað við vísitölu HMS fyrir pöruð viðskipti hækkar fasteignaverð enn meira.“ Nánar má lesa um stöðuna á húsnæðismarkaði í skýrslu hagdeildar HMS.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira