Greiðslukerfi hrundu á degi einhleypra: „Maður er orðinn vel þreyttur á þessu“ Árni Sæberg skrifar 12. nóvember 2021 17:51 Brynja Dan segir greiðslukerfi Valitors og Rapyd hafa hrunið í gær. Vilhelm/Aðsend Brynja Dan Gunnarsdóttir, sem heldur úti vefsíðunni 1111.is, segir greiðslukerfi Rapyd og Valitors hafa legið niðri á milli tíu og tólf í gærkvöldi. Það sé hápunktur dags einhleypra og því hlaupi tjón af þess völdum á hundruðum milljóna króna. Dagur einhleypra, eða Singles Day, er haldinn hátíðlegur ellefta nóvember ár hvert víða um heim. Fyrir nokkrum árum var hefðin tekin upp hér á landi og bjóða fjölmörg fyrirtæki vörur og þjónustu á afslætti í vefverslun. Brynja Dan Gunnarsdóttir heldur úti vefsíðunni 1111.is en þar eru tekin saman öll tilboð sem samstarfsaðilar vefsíðunnar bjóða. Hún segir í samtali við Vísi að hátt í fjögur hundruð fyrirtæki hafi skráð tilboð sín á síðunni í gær. Brynja segir daginn hafa gengið betur en nokkur hafði vonað og að sala hafi verið á pari við sölunna í fyrra. „Greinilega margir sem náðu að klára jólin á netinu,“ segir Brynja. Kerfið hrynji á hverju ári Brynja segir hins vegar að hrun greiðslukerfa Rapyd og Valitor hafa spillt gleðinni að nokkru leiti. Hún segir kerfin hafa hrunið undan álagi um klukkan tíu í gærkvöldi. Það sé einmitt sá tími sem fólk flykkist inn á netverslanir til að klára jólainnkaupin með ríflegum afslætti. Hún nefnir til dæmis að engar færslur hafi farið í geng í vefverslun Cintamani eftir klukkan tíu í gær. Hún segir það hafa verið viðbúið að vandamál yrðu í tenglsum við færsluhirðingu enda hafi það gerst á hverju ári síðan 1111.is fór í loftið. Brynjar furðar sig á því að ekki sé gert ráð fyrir því mikla álagi sem verður á kerfinu á degi einhleypra. Hún efast um að öll greiðslumiðlun fari á hliðina í Bandaríkjunum á „Black Friday“ á ári hverju. „Maður er orðinn vel þreyttur á þessu,“ segir hún. Þá segir hún að henni þyki leiðinlegt að sökinni sé skellt á 1111.is eða þær verslanir sem fólk verslar við þegar greiðslur komast ekki í gegn. Hún hefur þó skilning á því þar sem erfitt sé að hafa samband við greiðslumiðlunarfyrirtæki. Greiðslumiðlun Verslun Neytendur Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira
Dagur einhleypra, eða Singles Day, er haldinn hátíðlegur ellefta nóvember ár hvert víða um heim. Fyrir nokkrum árum var hefðin tekin upp hér á landi og bjóða fjölmörg fyrirtæki vörur og þjónustu á afslætti í vefverslun. Brynja Dan Gunnarsdóttir heldur úti vefsíðunni 1111.is en þar eru tekin saman öll tilboð sem samstarfsaðilar vefsíðunnar bjóða. Hún segir í samtali við Vísi að hátt í fjögur hundruð fyrirtæki hafi skráð tilboð sín á síðunni í gær. Brynja segir daginn hafa gengið betur en nokkur hafði vonað og að sala hafi verið á pari við sölunna í fyrra. „Greinilega margir sem náðu að klára jólin á netinu,“ segir Brynja. Kerfið hrynji á hverju ári Brynja segir hins vegar að hrun greiðslukerfa Rapyd og Valitor hafa spillt gleðinni að nokkru leiti. Hún segir kerfin hafa hrunið undan álagi um klukkan tíu í gærkvöldi. Það sé einmitt sá tími sem fólk flykkist inn á netverslanir til að klára jólainnkaupin með ríflegum afslætti. Hún nefnir til dæmis að engar færslur hafi farið í geng í vefverslun Cintamani eftir klukkan tíu í gær. Hún segir það hafa verið viðbúið að vandamál yrðu í tenglsum við færsluhirðingu enda hafi það gerst á hverju ári síðan 1111.is fór í loftið. Brynjar furðar sig á því að ekki sé gert ráð fyrir því mikla álagi sem verður á kerfinu á degi einhleypra. Hún efast um að öll greiðslumiðlun fari á hliðina í Bandaríkjunum á „Black Friday“ á ári hverju. „Maður er orðinn vel þreyttur á þessu,“ segir hún. Þá segir hún að henni þyki leiðinlegt að sökinni sé skellt á 1111.is eða þær verslanir sem fólk verslar við þegar greiðslur komast ekki í gegn. Hún hefur þó skilning á því þar sem erfitt sé að hafa samband við greiðslumiðlunarfyrirtæki.
Greiðslumiðlun Verslun Neytendur Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira