„Þessi unga snót heitir Vilborg Arna Gissurardóttir“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 14. nóvember 2021 12:01 Myndin er tekin í búðarglugga í Austurstræti árið 1982. Ólafur Stephensen Mynd af ungri stúlku í búðarglugga vakti mikla athygli í Facebook-hópnum „Gamlar ljósmyndir“ í vikunni. Ljósmyndarinn birti myndina í von um að einhver þekkti til fyrirsætunnar á myndinni. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda og fyrrum ritstjóri Fréttablaðsins, tók myndina fjórtán ára gamall. Hann segir að þetta hafi verið þriðja tilraun í leit að stúlkunni. Hann hafði í tvígang sett myndina á sína eigin síðu en birti myndina loks í Facebook-hópnum, sem telur á um sjötíu þúsund manns. Það leið um það bil hálftími þar fyrirsætan kom í leitirnar; „Þessi unga snót heitir Vilborg Arna Gissurardóttir,“ skrifaði athugull meðlimur hópsins. Fyrirsætan var sem sagt engin önnur en Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari og fjallgöngukona. Forfallinn ljósmyndaáhugamaður Ólafur segist hafa verið forfallinn ljósmyndaáhugamaður á þessum tíma, en hann var á leið í ljósmyndabúð í Austurstræti, ásamt Hafsteini vini sínum, þegar hann rakst á Vilborgu í búðarglugganum. Þeir gengu yfir Hallærisplanið og eitthvað fangaði athygli Ólafs. „Ég sé þessa stelpu þarna í glugganum. Hún horfði svona kankvíslega á mig og þessi stóll sem hún sat upp við greip mig einhvern veginn. Ég smellti af og ætlaði að taka aðra en þá var hún náttúrulega búin að missa áhugann og farin.“ „Eini bikarinn sem ég hef unnið“ „Það er skemmtilegt hvernig margt talar saman í þessari mynd. Svipurinn og holningin á stelpunni, þessi form; stóllinn, borðið og blómavasinn ásamt spegluninni í glugganum,“ segir Ólafur. Ljósmyndin vann til verðlauna í ljósmyndakeppni grunnskólanna árið 1982. Ólafur er búinn að láta skanna filmuna og prenta myndina út, en hann hyggst gefa Vilborgu myndina þegar hún kemur til Íslands. „Jiminn en dásamlegt og gaman að sjá þessa mynd úr búðinni hjá ömmu og afa,“ segir Vilborg um myndina á Facebook. „Eini bikarinn sem ég hef unnið,“ segir Ólafur og hlær.Ólafur Stephensen Lífið Ljósmyndun Einu sinni var... Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Selena komin með hring Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Lífið samstarf Fleiri fréttir Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Sjá meira
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda og fyrrum ritstjóri Fréttablaðsins, tók myndina fjórtán ára gamall. Hann segir að þetta hafi verið þriðja tilraun í leit að stúlkunni. Hann hafði í tvígang sett myndina á sína eigin síðu en birti myndina loks í Facebook-hópnum, sem telur á um sjötíu þúsund manns. Það leið um það bil hálftími þar fyrirsætan kom í leitirnar; „Þessi unga snót heitir Vilborg Arna Gissurardóttir,“ skrifaði athugull meðlimur hópsins. Fyrirsætan var sem sagt engin önnur en Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari og fjallgöngukona. Forfallinn ljósmyndaáhugamaður Ólafur segist hafa verið forfallinn ljósmyndaáhugamaður á þessum tíma, en hann var á leið í ljósmyndabúð í Austurstræti, ásamt Hafsteini vini sínum, þegar hann rakst á Vilborgu í búðarglugganum. Þeir gengu yfir Hallærisplanið og eitthvað fangaði athygli Ólafs. „Ég sé þessa stelpu þarna í glugganum. Hún horfði svona kankvíslega á mig og þessi stóll sem hún sat upp við greip mig einhvern veginn. Ég smellti af og ætlaði að taka aðra en þá var hún náttúrulega búin að missa áhugann og farin.“ „Eini bikarinn sem ég hef unnið“ „Það er skemmtilegt hvernig margt talar saman í þessari mynd. Svipurinn og holningin á stelpunni, þessi form; stóllinn, borðið og blómavasinn ásamt spegluninni í glugganum,“ segir Ólafur. Ljósmyndin vann til verðlauna í ljósmyndakeppni grunnskólanna árið 1982. Ólafur er búinn að láta skanna filmuna og prenta myndina út, en hann hyggst gefa Vilborgu myndina þegar hún kemur til Íslands. „Jiminn en dásamlegt og gaman að sjá þessa mynd úr búðinni hjá ömmu og afa,“ segir Vilborg um myndina á Facebook. „Eini bikarinn sem ég hef unnið,“ segir Ólafur og hlær.Ólafur Stephensen
Lífið Ljósmyndun Einu sinni var... Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Selena komin með hring Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Lífið samstarf Fleiri fréttir Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Sjá meira