„Þetta er kærkomin sigur. Stjarnan er með gott lið þrátt fyrir að hafa verið í vandræðum í undanförnum leikjum.“
„Mér fannst við byrja leikinn illa. Við breyttum um vörn sem skilaði hraðaupphlaupum. Við vorum slakar í upphafi seinni hálfleiks þar sem við fórum illa með mörg dauðafæri,“ sagði Stefán Arnarson.
Stefán var ánægður með karakterinn í Fram sem kláraði leikinn að lokum með einu marki.
„Ég er stoltastur af karakternum sem við sýndum og kláruðum leikinn á endanum.“
Stjarnan skoraði ekki mark á tíu mínútna kafla í fyrri hálfleik. Fram gekk á lagið og skoraði sex mörk í röð.
„Við erum því miður að fara illa með mikið af dauðafærum. Sigurinn er það sem skiptir máli svo ég er rólegur yfir þessu,“ sagði Stefán að lokum.