Gefa leik og segja prófatörn ástæðuna en Ísfirðingum er ekki skemmt Sindri Sverrisson skrifar 7. desember 2021 10:01 Strákarnir í Fjölni fá engan bikarleik í vetur eftir félagið dró lið sitt úr keppni. Mynd/Þorgils G. Fjölnismenn hafa ákveðið að hætta við að fara til Ísafjarðar og spila þar bikarleik gegn heimamönnum í Herði. Framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar Harðar gefur lítið fyrir ástæður Grafarvogsbúa og telur vegalengdina til Ísafjarðar hafa vafist fyrir þeim. Leikurinn átti að fara fram þriðjudaginn 14. desember en nú þegar Fjölnir hefur hætt við er ljóst að Herði verður úrskurðaður sigur og liðið fer því áfram í 16-liða úrslit keppninnar. Í yfirlýsingu handknattleiksdeildar Fjölnis segir að liðið sé ungt og að meirihluti leikmanna sé í háskólanámi, með tilheyrandi jólaprófatörn. Því sjái Fjölnismenn sér ekki fært að mæta. Í yfirlýsingunni segir jafnframt að „ítrekað hafi verið reynt“ að finna aðra dagsetningu fyrir leikinn, án árangurs. Ragnar Heiðar Sigtryggsson, framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar Harðar, svarar yfirlýsingunni á Facebook og segir þar að erfiðlega hafi gengið að fá svör frá Fjölni við tölvupóstum og símtölum. Enginn frá Fjölni hafi haft samband við forráðamenn Harðar til að reyna að leysa málið, heldur gert það í gegnum HSÍ. Tvær tillögur Fjölnis að nýrri dagsetningu, 21. desember og 3. janúar, hafi ekki gengið upp fyrir Hörð þar sem búið hafi verið að panta flug fyrir leikmenn vegna jólafrís. „Mér finnst það lélegt að þið reynið að koma því yfir á okkur í Herði að þetta hafi ekki gengið eftir, það var vitað frá byrjun hvaða dagsetningar það væru sem ættu að spila,“ skrifar Ragnar og bætir við: „En þið hafið eflaust mannskap til að spila leikinn ykkar á heimavelli er það ekki? Einhverja af þessum 35 sem eru samningsbundnir ykkur. Það er jú ekki svona langt út á land þá.“ Uppfært kl. 10.35: Forráðamenn handknattleiksdeildar Fjölnir vilja ítreka að með engum hætti sé verið að kenna Herði um hvernig fór. Stungið hafi verið upp á fleiri dagsetningum en engin fundist sem hentaði Fjölni, Herði og HSÍ. Það sé einfaldlega staðreynd að úr 17-18 manna leikmannahópi hafi 10-11 leikmenn Fjölnis ekki séð sér fært að ferðast í bikarleikinn í miðri prófatörn, og að Fjölnismenn hafi fullan skilning á ástæðum Harðar varðandi dagsetningar nær jólum og snemma á nýju ári. Handbolti Fjölnir Hörður Ísafjarðarbær Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Sjá meira
Leikurinn átti að fara fram þriðjudaginn 14. desember en nú þegar Fjölnir hefur hætt við er ljóst að Herði verður úrskurðaður sigur og liðið fer því áfram í 16-liða úrslit keppninnar. Í yfirlýsingu handknattleiksdeildar Fjölnis segir að liðið sé ungt og að meirihluti leikmanna sé í háskólanámi, með tilheyrandi jólaprófatörn. Því sjái Fjölnismenn sér ekki fært að mæta. Í yfirlýsingunni segir jafnframt að „ítrekað hafi verið reynt“ að finna aðra dagsetningu fyrir leikinn, án árangurs. Ragnar Heiðar Sigtryggsson, framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar Harðar, svarar yfirlýsingunni á Facebook og segir þar að erfiðlega hafi gengið að fá svör frá Fjölni við tölvupóstum og símtölum. Enginn frá Fjölni hafi haft samband við forráðamenn Harðar til að reyna að leysa málið, heldur gert það í gegnum HSÍ. Tvær tillögur Fjölnis að nýrri dagsetningu, 21. desember og 3. janúar, hafi ekki gengið upp fyrir Hörð þar sem búið hafi verið að panta flug fyrir leikmenn vegna jólafrís. „Mér finnst það lélegt að þið reynið að koma því yfir á okkur í Herði að þetta hafi ekki gengið eftir, það var vitað frá byrjun hvaða dagsetningar það væru sem ættu að spila,“ skrifar Ragnar og bætir við: „En þið hafið eflaust mannskap til að spila leikinn ykkar á heimavelli er það ekki? Einhverja af þessum 35 sem eru samningsbundnir ykkur. Það er jú ekki svona langt út á land þá.“ Uppfært kl. 10.35: Forráðamenn handknattleiksdeildar Fjölnir vilja ítreka að með engum hætti sé verið að kenna Herði um hvernig fór. Stungið hafi verið upp á fleiri dagsetningum en engin fundist sem hentaði Fjölni, Herði og HSÍ. Það sé einfaldlega staðreynd að úr 17-18 manna leikmannahópi hafi 10-11 leikmenn Fjölnis ekki séð sér fært að ferðast í bikarleikinn í miðri prófatörn, og að Fjölnismenn hafi fullan skilning á ástæðum Harðar varðandi dagsetningar nær jólum og snemma á nýju ári.
Handbolti Fjölnir Hörður Ísafjarðarbær Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Sjá meira