Jón hefur undanfarin 26 ár verið forstjóri Össurar, eða frá árinu 1996. Hann mun láta af starfinu í á næsta ári og mun Sveinn taka við starfinu 1. apríl 2022.
„Jón hefur stýrt Össuri frá árinu 1996 og undir hans stjórn hefur Össur vaxið úr því að vera smátt fyrirtæki með fimm milljónir Bandaríkjadala í innnkonu á ári og fjörutíu starfsmenn yfir í að vera leiðandi afl í þróun lækningatækja með árlega innkomu upp á 700 milljónir dollara og fjögur þúsund starfsmenn á heimsvísu,“ segir í tilkynningu frá Össuri.

Sveinn Sölvason hefur starfað fyrir Össur frá árinu 2009 og verið fjármálastjóri fyrirtækisins frá árinu 2013.
„Ég er feginn því að Sveinn hafi ákveðið að taka áskoruninni. Störf hans hjá Össuri hafa reynst vel og stefnt fyrirtækinu til frekari frama,“ er haft eftir Niels Jacobsen, formanni stjórnar Össurar.