Þegar rúmar sex mínútur voru eftir af 3. leikhluta stal Landenbergue boltanum og reyndi skot sem geigaði. Hann lenti illa og kom ekkert meira við sögu í leiknum sem KR vann, 83-74. Þetta var síðasti leikur Landenbergues fyrir Þór.
„Hér er á ferðinni góður drengur sem mikil eftirsjá er af. Leiðinlegt að hann náði aldrei að sýna liðinu né stuðningsmönnum hvað býr í honum. Við þökkum honum kærlega fyrir allt og óskum honum skjóts og góðs bata og velfarnaðar,“ sagði Bjarki Ármann Oddsson, þjálfari Þórs, á heimasíðu félagsins.
Mikil meiðsli hafa herjað á Þórsara í vetur. Írinn Jordan Blount og Bandaríkjamaðurinn Jonathan Lawton þurftu báðir að fara heim vegna meiðsla.
Þá lenti annar Svisslendingur, Eric Founge, í alvarlegu bílslysi en mætti samt á æfingu daginn eftir.
Í fjórum leikjum í Subway-deildinni í vetur er Landenbergue með 10,0 stig og 3,3 fráköst að meðaltali.
Þór er án stiga á botni Subway-deildarinnar. Næstu tveir leikir liðsins eru á heimavelli, gegn Grindavík 6. janúar og Tindastóli fjórum dögum síðar.

Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.