Myndavél á Þorleifi í MLS-nýliðavalinu í dag: „Vil fara eins hátt og hægt er“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. janúar 2022 09:00 Þorleifur er ekki þjálasta nafnið fyrir útlendinga og því er hann kallaður Thor vestanhafs. vísir/vilhelm Dagurinn í dag er ansi stór fyrir Þorleif Úlfarsson, 21 árs Kópavogsbúa. Hann verður nefnilega í nýliðavali MLS-deildarinnar í Bandaríkjunum og þykir líklegur til að vera meðal þeirra fyrstu sem verða valdir. Þorleifur átti stórgott tímabil með fótboltaliði Duke háskólans í Norður-Karólínu. Hann skoraði fimmtán mörk í hinni sterku ACC deild og var valinn besti sóknarmaður hennar. Þess má geta að Jack Harrison, leikmaður Leeds United, fékk þessi sömu verðlaun 2015. Þá var Þorleifur valinn í úrvalslið ársins hjá þjálfurum í háskólaboltanum. Congratulations Thor Ulfarsson #GoDuke pic.twitter.com/ugM9uo5gOY— Duke Men's Soccer (@DukeMSOC) November 10, 2021 Góð frammistaða Þorleifs með Duke skilaði honum svokölluðum GA (Generation adidas) samningi sem bestu leikmenn í hverju nýliðavali fá. Í ár fengu átta leikmenn GA samning en alls eru 176 leikmenn í nýliðavalinu. „Þetta er samstarf MLS og adidas. Fyrir þetta gastu ekki farið í nýliðavalið án þess að vera búinn með öll fjögur árin í háskólanum. Þetta leyfir mjög fáum leikmönnum sem eru taldir vera tilbúnir að fara í nýliðavalið að fara þangað,“ sagði Þorleifur í samtali við Vísi. Að hans sögn hafa langflestir leikmenn sem hafa skrifað undir GA samning verið meðal tíu efstu í nýliðavalinu. Inter Miami, félagið sem David Beckham á, er með níunda valrétt í nýliðavali MLS.getty/Michael Reaves Þorleifur er fyrsti Íslendingurinn sem fær svona samning og aðeins einn annar Íslendingur hefur farið í nýliðavalið. Árið 2009 valdi Chicago Fire Jökul Elísabetarson með 52. valrétti. Hann spilaði hins vegar aldrei með liðinu. Nýliðavalið fer fram í dag og hefst klukkan 20:00 að íslenskum tíma. Þar velja liðin 28 í MLS sér leikmenn fyrir næsta tímabil sem hefst í lok febrúar. Nýjasta lið deildarinnar, Charlotte, velur fyrst en meistarar New York City síðastir. Röð efstu tíu liða í nýliðavalinu má sjá hér fyrir neðan. Alla röðina má nálgast með því að smella hér. Charlotte Cincinatti Dallas Houston Dynamo Austin Dallas Chicago Fire San Jose Earthquakes Inter Miami Colorado Rapids Þorleifur vonast að sjálfsögðu eftir því að vera valinn sem fyrst í nýliðavalinu. „Ég vil fara eins hátt og hægt er en aðalatriðið er að fara í lið þar sem á mesta möguleika á að fá að spila og passar best fyrir mig,“ sagði Þorleifur sem gerir sér vonir um að vera meðal tíu efstu í nýliðavalinu. En á hann sér eitthvað óskalið? „Nei, ég ætla að halda öllum möguleikum opnum eins og er. En það væri betra að fara eitthvert þar sem er heitt en það er ekkert úrslitaatriði,“ svaraði Þorleifur. Aðspurður sagðist hann vita af áhuga nokkurra liða. „Já, en það er ekkert sem ég vil opinbera, því miður.“ Var mjög heppinn Nýliðaval í bandarískum íþróttadeildum er stór viðburður eins og aðdáendur NBA þekkja mætavel. Það er einnig þannig í MLS. Vegna kórónuveirunnar verða þeir sem koma til greina í nýliðavalinu ekki á sama stað og viðburðurinn smærri í sniðum en venjulega. „Þú mátt velja hvar þú ert. Ég verð úti með liðinu og það verður sýnt beint frá því þegar ég verð valinn,“ sagði Þorleifur. Þorleifur í Pandagang bol sem vinur og hans og jafnaldri, Brynjólfur Andersen Willumsson, hannaði.vísir/vilhelm Hann var aðeins eitt ár í Duke en nýtti það afar vel og skapaði sér nafn vestanhafs. „Ég kom í janúar. Venjulega er tímabilið aðeins á haustin en vegna faraldursins var vortímabil þannig ég fékk tvö tímabil og var mjög heppinn,“ sagði Þorleifur. Einn erfiðasti skóli heims til að inn í Enginn hægðarleikur er að komast inn í Duke sem er einn þekktasti háskóli Bandaríkjanna. „Alls ekki, þetta er klikkað dæmi. Ég held að aðeins um fjögur prósent þeirra sem sækja um komist inn. Þetta er einn erfiðasti skóli í heimi að komast inn í en fótboltinn hjálpaði til,“ sagði Þorleifur. Duke endaði í 2. sæti ACC deildarinnar sem þykir sú sterkasta í háskólaboltanum. „Getustigið er mjög hátt og það kom mér á óvart. Clemson, sem varð háskólameistari, myndi alveg standa sig vel í Pepsi Max-deildinni,“ sagði Þorleifur sem spilaði vel og skoraði grimmt með Duke í fyrra. Hann segir að sér hafi gengið betur en hann gerði ráð fyrir. „Já, þetta gekk fáránlega vel í haust og það var frábært að vera hluti af þessu liði og skora öll þessi mörk. Það var frábært að finna að maður getur þetta,“ sagði Þorleifur. Fjöldi atvinnumanna úr sama árganginum Hann er Bliki og hluti af gríðarsterkum 2000-árgangi í Breiðabliki. Fimm úr þeim árgangi eru nú í atvinnumennsku: Elías Rafn Ólafsson, Patrik Sigurður Gunnarsson, Kolbeinn Þórðarson, Ágúst Eðvald Hlynsson og Brynjólfur Andersen Willumsson. Og ef allt gengur eftir verður Þorleifur sá sjötti. „Við erum ansi margir. Ætli þetta sé ekki besti árgangur Breiðabliks. Þetta er feykilega öflugur hópur,“ sagði Þorleifur léttur. Hann lék einn leik með Breiðabliki í Pepsi Max-deildinni síðasta sumar og átta leiki með Víkingi Ó. og skoraði tvö mörk. Þá hefur hann leikið með Augnabliki, venslaliði Breiðabliks, í 3. deild. MLS Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í 4-liða úrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Leik lokið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Fleiri fréttir „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Leik lokið: Þróttur R. - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Sjá meira
Þorleifur átti stórgott tímabil með fótboltaliði Duke háskólans í Norður-Karólínu. Hann skoraði fimmtán mörk í hinni sterku ACC deild og var valinn besti sóknarmaður hennar. Þess má geta að Jack Harrison, leikmaður Leeds United, fékk þessi sömu verðlaun 2015. Þá var Þorleifur valinn í úrvalslið ársins hjá þjálfurum í háskólaboltanum. Congratulations Thor Ulfarsson #GoDuke pic.twitter.com/ugM9uo5gOY— Duke Men's Soccer (@DukeMSOC) November 10, 2021 Góð frammistaða Þorleifs með Duke skilaði honum svokölluðum GA (Generation adidas) samningi sem bestu leikmenn í hverju nýliðavali fá. Í ár fengu átta leikmenn GA samning en alls eru 176 leikmenn í nýliðavalinu. „Þetta er samstarf MLS og adidas. Fyrir þetta gastu ekki farið í nýliðavalið án þess að vera búinn með öll fjögur árin í háskólanum. Þetta leyfir mjög fáum leikmönnum sem eru taldir vera tilbúnir að fara í nýliðavalið að fara þangað,“ sagði Þorleifur í samtali við Vísi. Að hans sögn hafa langflestir leikmenn sem hafa skrifað undir GA samning verið meðal tíu efstu í nýliðavalinu. Inter Miami, félagið sem David Beckham á, er með níunda valrétt í nýliðavali MLS.getty/Michael Reaves Þorleifur er fyrsti Íslendingurinn sem fær svona samning og aðeins einn annar Íslendingur hefur farið í nýliðavalið. Árið 2009 valdi Chicago Fire Jökul Elísabetarson með 52. valrétti. Hann spilaði hins vegar aldrei með liðinu. Nýliðavalið fer fram í dag og hefst klukkan 20:00 að íslenskum tíma. Þar velja liðin 28 í MLS sér leikmenn fyrir næsta tímabil sem hefst í lok febrúar. Nýjasta lið deildarinnar, Charlotte, velur fyrst en meistarar New York City síðastir. Röð efstu tíu liða í nýliðavalinu má sjá hér fyrir neðan. Alla röðina má nálgast með því að smella hér. Charlotte Cincinatti Dallas Houston Dynamo Austin Dallas Chicago Fire San Jose Earthquakes Inter Miami Colorado Rapids Þorleifur vonast að sjálfsögðu eftir því að vera valinn sem fyrst í nýliðavalinu. „Ég vil fara eins hátt og hægt er en aðalatriðið er að fara í lið þar sem á mesta möguleika á að fá að spila og passar best fyrir mig,“ sagði Þorleifur sem gerir sér vonir um að vera meðal tíu efstu í nýliðavalinu. En á hann sér eitthvað óskalið? „Nei, ég ætla að halda öllum möguleikum opnum eins og er. En það væri betra að fara eitthvert þar sem er heitt en það er ekkert úrslitaatriði,“ svaraði Þorleifur. Aðspurður sagðist hann vita af áhuga nokkurra liða. „Já, en það er ekkert sem ég vil opinbera, því miður.“ Var mjög heppinn Nýliðaval í bandarískum íþróttadeildum er stór viðburður eins og aðdáendur NBA þekkja mætavel. Það er einnig þannig í MLS. Vegna kórónuveirunnar verða þeir sem koma til greina í nýliðavalinu ekki á sama stað og viðburðurinn smærri í sniðum en venjulega. „Þú mátt velja hvar þú ert. Ég verð úti með liðinu og það verður sýnt beint frá því þegar ég verð valinn,“ sagði Þorleifur. Þorleifur í Pandagang bol sem vinur og hans og jafnaldri, Brynjólfur Andersen Willumsson, hannaði.vísir/vilhelm Hann var aðeins eitt ár í Duke en nýtti það afar vel og skapaði sér nafn vestanhafs. „Ég kom í janúar. Venjulega er tímabilið aðeins á haustin en vegna faraldursins var vortímabil þannig ég fékk tvö tímabil og var mjög heppinn,“ sagði Þorleifur. Einn erfiðasti skóli heims til að inn í Enginn hægðarleikur er að komast inn í Duke sem er einn þekktasti háskóli Bandaríkjanna. „Alls ekki, þetta er klikkað dæmi. Ég held að aðeins um fjögur prósent þeirra sem sækja um komist inn. Þetta er einn erfiðasti skóli í heimi að komast inn í en fótboltinn hjálpaði til,“ sagði Þorleifur. Duke endaði í 2. sæti ACC deildarinnar sem þykir sú sterkasta í háskólaboltanum. „Getustigið er mjög hátt og það kom mér á óvart. Clemson, sem varð háskólameistari, myndi alveg standa sig vel í Pepsi Max-deildinni,“ sagði Þorleifur sem spilaði vel og skoraði grimmt með Duke í fyrra. Hann segir að sér hafi gengið betur en hann gerði ráð fyrir. „Já, þetta gekk fáránlega vel í haust og það var frábært að vera hluti af þessu liði og skora öll þessi mörk. Það var frábært að finna að maður getur þetta,“ sagði Þorleifur. Fjöldi atvinnumanna úr sama árganginum Hann er Bliki og hluti af gríðarsterkum 2000-árgangi í Breiðabliki. Fimm úr þeim árgangi eru nú í atvinnumennsku: Elías Rafn Ólafsson, Patrik Sigurður Gunnarsson, Kolbeinn Þórðarson, Ágúst Eðvald Hlynsson og Brynjólfur Andersen Willumsson. Og ef allt gengur eftir verður Þorleifur sá sjötti. „Við erum ansi margir. Ætli þetta sé ekki besti árgangur Breiðabliks. Þetta er feykilega öflugur hópur,“ sagði Þorleifur léttur. Hann lék einn leik með Breiðabliki í Pepsi Max-deildinni síðasta sumar og átta leiki með Víkingi Ó. og skoraði tvö mörk. Þá hefur hann leikið með Augnabliki, venslaliði Breiðabliks, í 3. deild.
Charlotte Cincinatti Dallas Houston Dynamo Austin Dallas Chicago Fire San Jose Earthquakes Inter Miami Colorado Rapids
MLS Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í 4-liða úrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Leik lokið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Fleiri fréttir „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Leik lokið: Þróttur R. - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Sjá meira