Gert að greiða skatt af 27 milljóna króna sölu á Bitcoin Atli Ísleifsson skrifar 14. janúar 2022 12:58 Maðurinn hélt því fram að hann hefði aflað rafmyntarinnar með greftri í tómstundum sínum á árunum 2009 og 2010 þegar verðgildi myntarinnar hafi ekkert verið. Getty Yfirskattanefnd hefur hafnað kröfu manns um að felld verði úr gildi ákvörðun ríkisskattstjóra að færa 27 milljóna króna sölu hans á Bitcoin til skattskyldra tekna. Þetta kemur fram í úrskurði nefndarinnar sem birtur var á dögunum. Þar segir að í framhaldi af rannsókn skattrannsóknarstjóra á skattskilum mannsins vegna áranna 2016 og 2017 hafi ríkisskattstjóri fært greiðslur vegna sölu kæranda á rafmyntinni Bitcoin á árinu 2016 til skattskyldra tekna. Rannsókn á málinu hófst eftir ábendingar ríkisskattstjóra um að maðurinn hefði selt rafmynt og keypt fasteign fyrir ágóðann. Kom í ljós við rannsókn að maðurinn hefði fengið sex greiðslur í desember 2016 að fjárhæð samtals rétt rúmlega 27 milljóna króna og við skýrslutöku hjá skattrannsóknarstjóra í ágúst 2019 staðfesti hann að um væri að ræða greiðslur vegna sölu á rafmyntinni Bitcoin. Maðurinn hélt því þó fram að hann hefði aflað rafmyntarinnar með greftri í tómstundum sínum á árunum 2009 og 2010 þegar verðgildi myntarinnar hafi ekkert verið. Almennt í hagnaðarskyni Í úrskurði yfirskattanefndar kom hins vegar meðal annars fram að þótt rafmyntin Bitcoin hefði sem greiðslumiðill í viðskiptum ákveðin einkenni peninga eða gjaldmiðils væru slíkar rafmyntir ekki viðurkenndur lögeyrir á Íslandi og teldust hvorki vera gjaldmiðill né rafeyrir samkvæmt íslenskum lögum. Var fallist á með ríkisskattstjóra að nærtækast væri að líta á tekjur af sölu Bitcoin sem tekjur af sölu lausafjár í skattalegum skilningi. Rafmyntin hefði gengið kaupum og sölum milli manna frá því hún var sett á fót og alla tíð haft eitthvað verðgildi. Taldi yfirskattanefnd að allar líkur stæðu til þess að öflun rafmyntarinnar, hvort heldur með kaupum eða greftri, væri almennt í hagnaðarskyni og að svo hafi verið frá öndverðu. Var kærandi ekki talinn hafa sýnt fram á að rafmyntarinnar hefði ekki verið aflað í hagnaðarskyni þannig að undantekningarregla í lögum um tekjuskatt ætti við og var kröfum mannsins því hafnað. Málið hefur áður komið til kasta yfirskattanefndar, en árið 2020 hafnaði nefndin kröfu skattrannsóknarstjóra um að manninum yrði gert að greiða sekt vegna Bitcoin-sölunnar. Því var á sínum tíma hafnað. Skattar og tollar Rafmyntir Mest lesið Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði nefndarinnar sem birtur var á dögunum. Þar segir að í framhaldi af rannsókn skattrannsóknarstjóra á skattskilum mannsins vegna áranna 2016 og 2017 hafi ríkisskattstjóri fært greiðslur vegna sölu kæranda á rafmyntinni Bitcoin á árinu 2016 til skattskyldra tekna. Rannsókn á málinu hófst eftir ábendingar ríkisskattstjóra um að maðurinn hefði selt rafmynt og keypt fasteign fyrir ágóðann. Kom í ljós við rannsókn að maðurinn hefði fengið sex greiðslur í desember 2016 að fjárhæð samtals rétt rúmlega 27 milljóna króna og við skýrslutöku hjá skattrannsóknarstjóra í ágúst 2019 staðfesti hann að um væri að ræða greiðslur vegna sölu á rafmyntinni Bitcoin. Maðurinn hélt því þó fram að hann hefði aflað rafmyntarinnar með greftri í tómstundum sínum á árunum 2009 og 2010 þegar verðgildi myntarinnar hafi ekkert verið. Almennt í hagnaðarskyni Í úrskurði yfirskattanefndar kom hins vegar meðal annars fram að þótt rafmyntin Bitcoin hefði sem greiðslumiðill í viðskiptum ákveðin einkenni peninga eða gjaldmiðils væru slíkar rafmyntir ekki viðurkenndur lögeyrir á Íslandi og teldust hvorki vera gjaldmiðill né rafeyrir samkvæmt íslenskum lögum. Var fallist á með ríkisskattstjóra að nærtækast væri að líta á tekjur af sölu Bitcoin sem tekjur af sölu lausafjár í skattalegum skilningi. Rafmyntin hefði gengið kaupum og sölum milli manna frá því hún var sett á fót og alla tíð haft eitthvað verðgildi. Taldi yfirskattanefnd að allar líkur stæðu til þess að öflun rafmyntarinnar, hvort heldur með kaupum eða greftri, væri almennt í hagnaðarskyni og að svo hafi verið frá öndverðu. Var kærandi ekki talinn hafa sýnt fram á að rafmyntarinnar hefði ekki verið aflað í hagnaðarskyni þannig að undantekningarregla í lögum um tekjuskatt ætti við og var kröfum mannsins því hafnað. Málið hefur áður komið til kasta yfirskattanefndar, en árið 2020 hafnaði nefndin kröfu skattrannsóknarstjóra um að manninum yrði gert að greiða sekt vegna Bitcoin-sölunnar. Því var á sínum tíma hafnað.
Skattar og tollar Rafmyntir Mest lesið Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira