Malaví lagði Zimbabwe 2-1 þökk sé tvennu Gabadinho Mhango, eitt í fyrri hálfleik og annað í þeim síðari. Ishmael Wadi skoraði mark Zimbabwe. Malaví er nú með þrjú stig, aðeins stigi minna en Senegal og Gínea sem eru á toppi B-riðils.
"Are you all entertained?" #TotalEnergiesAFCON2021 | #AFCON2021 | #TeamMalawi | @FaMalawi pic.twitter.com/RkD4pJNDrk
— #TotalEnergiesAFCON2021 (@CAF_Online) January 14, 2022
Marokkó vann 2-0 sigur á Comoros. Selim Amallah og Zakaria Aboukhlal með mörkin. Ekki kom að sök að Youssef En Nesyri brenndi af vítaspyrnu í stöðunni 1-0. Marokkó hefur nú unnið báða leiki sína til þessa og er svo gott sem komið upp úr C-riðli.
Þá gerðu Gabon og Ghana 1-1 jafntefli. Andre Ayew kom Ghana yfir á 18. mínútu en Gabon jafnaði metin á 85. mínutu, Jim Allevinah þar að verki. Athygli vakti að Pierre-Emerick Aubameyang, leikmaður Arsenal, var ekki í leikmannahóp Gabon.
Gabon er í 2. sæti C-riðils með fjögur stig, Ghana eitt og Comoros án stiga.