Snorri Örn Arnaldsson, mótastjóri KKÍ, sendi frá tilkynningu um frestun í Subway deild karla og 1. deild kvenna.
Leik Tindastóls og KR sem var á dagskrá annað kvöld hefur verið frestað vegna COVID smita í leikmannahóp Tindastóls. Nýr leiktími hefur ekki verið fundinn enn sem komið er.
Leik Snæfells og KR í 1. deild kvenna sem var á dagskrá í kvöld hefur verið frestað um viku vegna COVID smita og sóttkvíar í herbúðum Snæfells.
Karlalið KR var sjálft í vandræðum með smit á dögunum og hefur ekki spilað leik eftir jólafríið.
Leik liðsins á móti Val í 11. umferð og á móti Breiðablik í 12. umferð var báðum frestað og nú bætist við leikur þeirra í 13. umferðinni.
KR lék sinn síðasta leik á móti Þór Akureyri 16. desember síðastliðinn.
Næsti leikur KR er nú 24. janúar en það er frestaði leikurinn á móti Blikum. Spili KR-ingar á þeim degi þá verður það fyrsti leikur liðsins í 39 daga.