Tólf smit og allir markmenn liðsins úr leik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. janúar 2022 10:01 Ali Ahamada, markvörður Kómoreyja, er einn af þeim sem er smitaður. Ulrik Pedersen/NurPhoto via Getty Images Kómoreyjar eru að taka þátt í Afríkumótinu í fótbolta í fyrsta sinn í sögu landsins. Ekki nóg með það heldur gerði liðið sér lítið fyrir og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum mótsins. Nú hefur kórónuveiran hins vegar sett strik í reikninginn hjá liðinu þar sem tólf smit greindust í gær. Kómoreyjar eiga að leika sinn stærsta knattspyrnuleik í sögu landsins gegn heimamönnum og fimmföldum Afríkumeisturum Kamerún í 16-liða úrslitum Afríkumótsins á morgun, en eins og áður segir er kórónuveiran að leika þá grátt. Meðal þerra tólf sem greindust smitaðir er þjálfari liðsins, Amir Abdou. Þá eru sjö leikmenn einnig smitaðir, þar á meðal markverðirnir tveir sem eftir voru, þeir Moyadh Ousseini og Ali Ahamada. Aðalmarkvörður liðsins, Salim Ben Boina er frá vegna meiðsla. „Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að finna lausn,“ sagði framkvæmdarstjóri knattspyrnusambands Kómoreyja, El Hadad Himidi. „Þetta er þjálfarinn og þeir markmenn sem voru heilir þannig að staðan er mjög flókin,“ bætti Himidi við. Comoros could be without a goalkeeper in their Africa Cup of Nations knockout game against Cameroon on Monday.More from @jwhitey98https://t.co/Y1ivTwuFWE— The Athletic UK (@TheAthleticUK) January 22, 2022 Afríska knattspyrnusambandið CAF tilkynnti fyrir mót að þau lið sem verða fyrir barðinu á kórónuveirunni fái ekki frestun. Liðin þurfi að leika sína leiki, jafnvel þó að engir markmenn séu til taks. Finnist engin lausn þurfa Kómoreyjar því að mæta til leiks gegn gestgjöfunum í 16-liða úrslitum með vægast sagt laskað lið. Afríkukeppnin í fótbolta Kómoreyjar Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Blóðug barátta um sæti í undanúrslitum Körfubolti Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Fleiri fréttir Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Í beinni: Aston Villa - PSG | Brött brekka fyrir heimamenn Í kvöld: Dortmund - Barcelona | Óvinnandi verk eða hvað? Í beinni: Þróttur - Fram | Fyrsti leikur Framkvenna í efstu deild í 37 ár Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Titilvörnin hefst gegn nágrönnunum Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Sjá meira
Kómoreyjar eiga að leika sinn stærsta knattspyrnuleik í sögu landsins gegn heimamönnum og fimmföldum Afríkumeisturum Kamerún í 16-liða úrslitum Afríkumótsins á morgun, en eins og áður segir er kórónuveiran að leika þá grátt. Meðal þerra tólf sem greindust smitaðir er þjálfari liðsins, Amir Abdou. Þá eru sjö leikmenn einnig smitaðir, þar á meðal markverðirnir tveir sem eftir voru, þeir Moyadh Ousseini og Ali Ahamada. Aðalmarkvörður liðsins, Salim Ben Boina er frá vegna meiðsla. „Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að finna lausn,“ sagði framkvæmdarstjóri knattspyrnusambands Kómoreyja, El Hadad Himidi. „Þetta er þjálfarinn og þeir markmenn sem voru heilir þannig að staðan er mjög flókin,“ bætti Himidi við. Comoros could be without a goalkeeper in their Africa Cup of Nations knockout game against Cameroon on Monday.More from @jwhitey98https://t.co/Y1ivTwuFWE— The Athletic UK (@TheAthleticUK) January 22, 2022 Afríska knattspyrnusambandið CAF tilkynnti fyrir mót að þau lið sem verða fyrir barðinu á kórónuveirunni fái ekki frestun. Liðin þurfi að leika sína leiki, jafnvel þó að engir markmenn séu til taks. Finnist engin lausn þurfa Kómoreyjar því að mæta til leiks gegn gestgjöfunum í 16-liða úrslitum með vægast sagt laskað lið.
Afríkukeppnin í fótbolta Kómoreyjar Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Blóðug barátta um sæti í undanúrslitum Körfubolti Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Fleiri fréttir Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Í beinni: Aston Villa - PSG | Brött brekka fyrir heimamenn Í kvöld: Dortmund - Barcelona | Óvinnandi verk eða hvað? Í beinni: Þróttur - Fram | Fyrsti leikur Framkvenna í efstu deild í 37 ár Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Titilvörnin hefst gegn nágrönnunum Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Sjá meira