Áður bjó hún ásamt eiginmanni og barni í Laugardalnum í einstaklega fallegri eign á Laugarásvegi og var fjallað um þá eign á sínum tíma.
Nýja eignin er 120 fermetrar að stærð og eru þau hjónin einnig búin að taka hana alveg í gegn.
Það má með sanni segja að breytingin sé vel heppnuð og vakti sérstaka athygli að þau breyttu gamla eldhúsinu í barnaherbergi fyrir son þeirra Magnús.