Robson birti ýmsar myndir sem og hljóðbrot á Instagram-síðu sinni á sunnudagsmorgun með yfirskriftinni „Til þeirra sem vilja vita hvað Mason Greenwood gerir í alvörunni við mig.“
Myndirnar sýndu marbletti á ýmsum stöðum sem og Robson með sprungna vör. Hljóðbrotið ku vera af atviki þar sem Greenwood þvingar Robson til samræðis.
Manchester United, vinnuveitandi Greenwood, hefur gefið frá sér tilkynningu.
„Við vitum af myndum og ásökunum sem ganga nú á samfélagsmiðlum. Við munum ekki tjá okkur um málið fyrr en staðreyndir þess eru komnar í ljós. Manchester United fordæmir allt ofbeldi,“ segir í yfirlýsingu félagsins.
#MUFC statement re allegations about Mason Greenwood from Harriet Robson: We are aware of images and allegations circulating on social media. We will not make any further comment until the facts have been established. Manchester United does not condone violence of any kind.
— James Ducker (@TelegraphDucker) January 30, 2022
Mason Greenwood er tvítugur að aldri og hefur allan sinn feril leikið með Manchester United. Hann á að baki einn A-landsleik fyrir England en sá kom á Laugardalsvelli í 1-0 sigri gegn Íslandi.
Eftir leikinn lentu hann og Phil Foden í vandræðum eftir að hafa brotið Covid-regluverk enska landsliðsins er þeir buðu íslenskum stelpum upp á hótelherbergi sitt.