Mbl.is greindi frá því fyrir helgi að lúxushótelið The Reykjavík Edition, sem er rekið er í samstarfi við Marriott-keðjuna, hafi sagt upp 27 starfsmönnum.
Uppsagnirnar taka gildi á tímabilinu febrúar til maí 2022. Mbl.is hefur eftir Dennis Jung, framkvæmdastjóra hótelsins, að ástæða uppsagnanna sé minnkandi eftirspurn eftir gistingu vegna ómíkron bylgju kórónuveirufaraldursins og þau áhrif sem harðar sóttvarnareglur hafi haft á ferðaþjónustuna. Eftirspurn hafi því ekki staðið undir væntingum.