„Ég ætla að byrja nýjan lið. Ég elska nýja liði, elska að fá smá útrás fyrir sköpunargleðina“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins og glotti við tönn.
„90´s spurningin – og þið fenguð ekki að vita þetta fyrir fram,“ bætti Kjartan Atli við áður en myndefni af Scottie Pippen birtist á skjánum. Spurningin sem fylgdi var svo hljóðandi:
„Hver í NBA-deildinni í dag er líkastur Scottie Pippen að ykkar mati, hver gerir það sem Scottie Pippen gerði?“
„Er rétt svar við þessari spurningu,“ spurði Sigurður Orri Kristjánsson í kjölfarið en Kjartan Atli neitaði.
Svör þeirra Sigurðar Orra, Harðar Unnsteinssonar og Tómas Steindórssonar má sjá í spilaranum hér að neðan. Þátturinn í heild sinni er svo á dagskrá Stöð 2 Sport 2 í kvöld klukkan 21.35.
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.