Eóbert Hauksson kom Leiknismönnum yfir gegn Keflvíkingum strax á tíundu mínútu áður en Adam Árni Róbertsson jafnaði metin fyrir heimamenn eftir rúmlega hálftíma leik. Marley Blair sá svo til þess að Keflvíkingar fóru með 2-1 forystu inn í hálfleikinn með marki á 44. mínútu.
Daníel Finns Matthíasson jafnaði metin fyrir Leiknismenn þegar tæpar tuttugu mínútur voru til leiksloka áður en Andi Hoti tryggði liðinu sigur á lokamínútum leiksins.
Hinn leikur kvöldsins var ekki jafn spennandi þar sem Valsmenn fóru auðveldlega í gegnum Þróttara. Rasmus Christiansen, Tryggvi Hrafn Haraldsson, Guðmundur Andri Tryggvason, Birkir Már Sævarsson og Rómeo Rögnvaldsson Johnsen sáu um markaskorun Vals í leik sem endaði 5-0.