Þetta kemur fram í tilkynningu á vef félagsins. Þar kemur fram að Margrét Guðmundsdóttir hafi verið kjörinn varaformaður og ný stjórn fundað í kjölfar aðalfundar félagsins í dag.
„Sjálfkjörið var í stjórnina en auk Óskars og Margrétar voru Lárus Blöndal, Guðrún Blöndal og Ólöf Hildur Pálsdóttir endurkjörin í stjórnina. Konur skipa því áfram meirihluta stjórnar líkt og verið hefur undanfarið ár. Varamenn eru Baldvin Þorsteinsson, fráfarandi formaður og Jóhanna á Bergi,“ segir þá í tilkynningunni.