Um er að ræða spurningaþátt sem tengist leikjum og mótum sem eru á Stöð 2 Sport. Heiðursstúkan verður sýnd á Vísi alla föstudaga. Jóhann Fjalar Skaptason stýrir þættinum.
Þema sjötta þáttarins er Lengjubikarinn, Sería A og undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu en allar þessar keppnir verða áberandi á næstunni.
Gestir þáttarins að þessu sinni eru Valsmennirnir Benedikt Bóas Hinriksson og Jóhann Alfreð Kristinsson.
„Það er alltaf gaman að koma hér við og spurningar líka. Spurningar kveikja í okkur,“ sagði Jóhann Alfreð Kristinsson.
Þeir sögðu sína skoðun á hvernig Besta deildin lítur út fyrir Valsliðið sem olli auðvitað svo miklum vonbrigðum síðasta sumar.
Nú er bara að sjá hvað þeir félagar vita um Lengjubikarinn, Seríu A og undankeppni HM. „Ég myndi ekki skammast mína að tapa fyrir Benna,“ sagði Jóhann en það smá sjá hvernig fór með því að horfa á spurningaþáttinn hér fyrir neðan.