„Þetta er það ótrúlegasta sem ég hef lent í“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. mars 2022 20:00 Jón Arnar Guðbrandsson veitingamaður. Hann ætlar að opna veitingastað þar sem fólk eldra en 60 ára fær vinnu. arnar halldórsson Veitingamaður sem ákvað að auglýsa sérstaklega eftir starfsfólki sextíu ára og eldri segir viðbrögð við auglýsingunni það ótrúlegasta sem hann hafi lent í. Hann segir ótal kosti við þennan hóp starfsfólks og telur mikla aldursfordóma ríkja í samfélaginu. Undanfarið hafa borist fréttir af því að fólk yfir fimmtugt eigi erfitt með að fá vinnu sökum aldurs. Jóni Arnari veitingamanni sem vinnur nú að því að opna veitingastaðinn Grazie Trattoria varð við að heyra viðtöl á borð við þetta hér að neðan. Arnar segir að það erfiðasta við að opna veitingastað sé sú áskorun að ráða starfsfólk og nýverið hafi hann áttað sig á því að stór hópur fólks á besta aldri bíði eftir því að fá vinnu. Viðbrögðin ótrúleg Hann brá því á það ráð að óska sérstaklega eftir starfsfólki sextíu ára og eldri. „Sko viðbrögðin eru búin að vera ótrúlega. Ég er búinn að gera margt um ævina en þetta er það ótrúlegasta sem ég hef lent í, ég verð að segja það,“ sagði Jón Arnar Guðbrandsson, veitingamaður og eigandi Grazie Trattoria. Yfir hundrað umsóknir hafa borist auk tugi fyrirspurna. Það sé þó hans tilfinning að hópurinn sé hræddur við höfnun. „Já ég var að spá í að sækja um hjá þér en ég veit ekki hvort ég sé rétta manneskjan. Þetta er kannski of mikið eða lítið?“ Þau eru bara pínu hrædd við að koma því þau eru búin kannski að sækja um tugi starfa en hafa yfirleitt ekki fengið svar til baka.“ Minni líkur á að starfsfólkið hringi sig inn veikt vegna þynnku Hann segir ótal kosti við að hafa fólk á þessum aldri í vinnu. Til dæmis þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að það hringi sig inn veikt um helgar vegna timburmanna. „Ég hef grun um það að þegar ég mæti þá bíði þeir við hurðina og ég held að það sé pottþétt að við munum fá þau alltaf í vinnuna og aldrei of seint.“ Jón Arnar Guðbrandsson eigandi Grazie Trattoria. Stefnt er að því að opna staðinn í lok mánaðar en staðurinn er staðsettur á Hverfisgötu.arnar halldórsson Mikill félagsskapur fólginn í vinnu Hann segið að i vinnu felist mikill félagsskapur, sérstaklega fyrir þennan hóp fólks og rifjar upp sögu af 73 ára vini sem missti vinnuna vegna aldurs „En svo er hann að vinna alltaf núna á föstudögum. Þá fer hann og er að skera kjöt á einum veitingastað og hann bíður alla vikuna eftir því að komast í vinnuna og hitta alla og spjalla.“ Jón segir að miklir aldursfordómar ríki á Íslandi. „Og ég sjálfur. Ég hef verið að reka veitingastað og vildi helst engann yfir þrítugt. Ég hugsa núna bara hvað var ég að hugsa. Þetta er galið. Ég trúi því að þetta muni breyta viðhorfi margra.“ Veitingastaðir Vinnumarkaður Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira
Undanfarið hafa borist fréttir af því að fólk yfir fimmtugt eigi erfitt með að fá vinnu sökum aldurs. Jóni Arnari veitingamanni sem vinnur nú að því að opna veitingastaðinn Grazie Trattoria varð við að heyra viðtöl á borð við þetta hér að neðan. Arnar segir að það erfiðasta við að opna veitingastað sé sú áskorun að ráða starfsfólk og nýverið hafi hann áttað sig á því að stór hópur fólks á besta aldri bíði eftir því að fá vinnu. Viðbrögðin ótrúleg Hann brá því á það ráð að óska sérstaklega eftir starfsfólki sextíu ára og eldri. „Sko viðbrögðin eru búin að vera ótrúlega. Ég er búinn að gera margt um ævina en þetta er það ótrúlegasta sem ég hef lent í, ég verð að segja það,“ sagði Jón Arnar Guðbrandsson, veitingamaður og eigandi Grazie Trattoria. Yfir hundrað umsóknir hafa borist auk tugi fyrirspurna. Það sé þó hans tilfinning að hópurinn sé hræddur við höfnun. „Já ég var að spá í að sækja um hjá þér en ég veit ekki hvort ég sé rétta manneskjan. Þetta er kannski of mikið eða lítið?“ Þau eru bara pínu hrædd við að koma því þau eru búin kannski að sækja um tugi starfa en hafa yfirleitt ekki fengið svar til baka.“ Minni líkur á að starfsfólkið hringi sig inn veikt vegna þynnku Hann segir ótal kosti við að hafa fólk á þessum aldri í vinnu. Til dæmis þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að það hringi sig inn veikt um helgar vegna timburmanna. „Ég hef grun um það að þegar ég mæti þá bíði þeir við hurðina og ég held að það sé pottþétt að við munum fá þau alltaf í vinnuna og aldrei of seint.“ Jón Arnar Guðbrandsson eigandi Grazie Trattoria. Stefnt er að því að opna staðinn í lok mánaðar en staðurinn er staðsettur á Hverfisgötu.arnar halldórsson Mikill félagsskapur fólginn í vinnu Hann segið að i vinnu felist mikill félagsskapur, sérstaklega fyrir þennan hóp fólks og rifjar upp sögu af 73 ára vini sem missti vinnuna vegna aldurs „En svo er hann að vinna alltaf núna á föstudögum. Þá fer hann og er að skera kjöt á einum veitingastað og hann bíður alla vikuna eftir því að komast í vinnuna og hitta alla og spjalla.“ Jón segir að miklir aldursfordómar ríki á Íslandi. „Og ég sjálfur. Ég hef verið að reka veitingastað og vildi helst engann yfir þrítugt. Ég hugsa núna bara hvað var ég að hugsa. Þetta er galið. Ég trúi því að þetta muni breyta viðhorfi margra.“
Veitingastaðir Vinnumarkaður Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira